Náðu í appið
Öllum leyfð

Sleeping Beauty 1959

(Þyrnirós)

Once Upon a Dream

75 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 85
/100

Þegar Aurora prinsessa fæðist inn í konungsfjölskylduna, koma allir saman og fagna. Allt er fullkomið þar til óboðinn gestur mætir á svæðið, hin illa norn Maleficent. Hún leggur álög á prinsessuna, og tilkynnir að hún muni deyja með því að stinga sig á snældu, áður en sólin er gengin til viðar, á sextán ára afmælisdeginum. Til allrar hamingju nær... Lesa meira

Þegar Aurora prinsessa fæðist inn í konungsfjölskylduna, koma allir saman og fagna. Allt er fullkomið þar til óboðinn gestur mætir á svæðið, hin illa norn Maleficent. Hún leggur álög á prinsessuna, og tilkynnir að hún muni deyja með því að stinga sig á snældu, áður en sólin er gengin til viðar, á sextán ára afmælisdeginum. Til allrar hamingju nær álfur einn að breyta álögunum, þannig að Aurora fellur í djúpsvefn í stað þess að deyja. Það eina sem getur vakið hafa af svefninum er koss frá einhverjum sem elskar hana.... minna

Aðalleikarar

Mary Costa

Princess Aurora (voice)

Bill Shirley

Prince Phillip (voice)

Eleanor Audley

Maleficent (voice)

Verna Felton

Flora / Queen Leah (voice)

Barbara Luddy

Merryweather (voice)

Brad Garrett

King Stefan (voice)

Antoine Héberlé

King Stefan (voice)

Bill Thompson

King Hubert (voice)

Candy Candido

Maleficent’s Goon (voice)

Pinto Colvig

Maleficent’s Goon (voice)

Leikstjórn

Handrit

Hræðileg ástarsaga + Maleficent: Fín
Hefði ekki verið fyrir tvo mjög góða kosti við þessa mynd hefði hún annars verið langversta Disney mynd sem ég hef séð (tek samt fram að ég hef ekki séð mikið eftir 2000). Sem betur fer eru kostirnir meira á skjánum heldur en gallarnir þannig að ég get gefið þessari mynd aðeins meira en meðallega einkunn.

Fyrri kosturinn eru aðalpersónurnar þrjár: Álfadísirnar. Ólíkt mörgum kvenkyns persónum frá Disney eru þær miklu meira 3D karakterar. Þær eru einu gáfuðu persónurnar í þessari mynd (fyrir utan Maleficent) og þar að auki langskemmtilegustu. Ég hafði frekar mikið gaman af þegar Flora (sú bleika) og Merryweather (sú bláa) voru að rífast hvernig liturinn á kjólnum sem þær voru að gera fyrir Aurora (a.k.a. Þyrnirós) fyrir 16 ára afmælið hennar ætti að vera. Merryweather sker samt langmest úr af þeim þremur, barnaleg en kjörkuð.

Það besta við myndina án nokkurs vafa er illmennið, The Mistress of all Evil: Maleficent. Hún er eins og blanda af Chernabog úr Fantasia (hefur rosalegt vald, krafta og gerir nær ekkert annað en að koma með eyðileggingu og hörmungar) og Lady Tremaine (röddin, enda töluð af sömu raddleikkonu; Eleanor Audley, hláturinn og hversu vel hún nýtir vald sitt). Hún er það valdmikil og ill að hún getur sett dauðabölvun á smábarn af því að henni var ekki boðið í skírn barnsins án þess að líða eitthvað illa yfir því. Hún stendur uppi ennþá í dag sem besta illmenni sem ég hef séð í teiknimynd.

Jafnvel þótt dísirnar og Maleficent eru stórir kostir við myndina lækkar hún í áliti hjá mér vegna nær alls annars sem er í myndinni. Engin önnur persóna er áhugaverð. Aurora sjálf er hundleiðinleg (og meðan ég tala um hana, hvaða kona lítur svona út 16 ára gömul eða hefur svona öfluga óperurödd? Dísirnar gáfu henni þetta þegar hún var smábarn en það eru til takmörk) og prinsinn er svo grunnhygginn að hann ákveður að giftast henni eftir að hafa talað við hana í 5 mínútur án þess að vita nafnið hennar, jafnvel þótt hann átti að giftast annari (sem er reyndar sama, whatever) til að sameina tvö konungsríki. Og eina ástæðan er að hún er sæt, engin önnur. Hann hefur líka mjög creepy pick-up línu (We've met before, once upon a dream). Myndin hefur fullt af Dinseyklisjum (dýr sem umgangast prinsessuna vegna raddar hennar, koss sem bjargar lífi prinsessunar, giftingabónorð eftir smá kynningu).

Klæmaxið og tónlistin er samt nógu gott til að hækka myndina yfir í mjög háa sexu.

6/10
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn