Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Broken Arrow 1996

Justwatch

Prepare to Go Ballistic

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið. Majórinn Vic Deakins og Riley Hale höfuðsmaður eru flugmenn í flugher Bandaríkjanna sem er fengið það verkefni að fljúga B-3 sprengjuflugvél með tvo virka kjarnaodda yfir eyðimörk í Utah til að rannsaka geislavirkni. Ferðin fer í uppnám... Lesa meira

"Broken Arrow" er hugtak sem notað er yfir týnda kjarnorkusprengju, en í þessari mynd þá er tveimur kjarnaoddum stolið. Majórinn Vic Deakins og Riley Hale höfuðsmaður eru flugmenn í flugher Bandaríkjanna sem er fengið það verkefni að fljúga B-3 sprengjuflugvél með tvo virka kjarnaodda yfir eyðimörk í Utah til að rannsaka geislavirkni. Ferðin fer í uppnám þegar Vic reynir að drepa Riley, og flugvélin brotlendir í eyðimörkinni. Kjarnaoddarnir voru útbúnir til að geta þolað brotlendingu. Áður en vélin brotlendir þá hoppa þeir Vic og Riley út úr vélinni í fallhlífum. Vic og hægri hönd hans Emmitt Kelly, stela kjarnaoddunum, og áforma að sprengja þá í Salt Lake City nema þeir fái 250 milljónir Bandaríkjadala frá ríkisstjórninni. Riley er týndur í eyðimörkinni og þjóðgarðsvörðurinn Terry Carmichael finnur hann og ákveður að hjálpa honum að finna Vic og Emmitt. Terry og Riley uppgötva fljótt að Vic ætli að senda kjarnaoddana í lest, en Vic er nú einungis með eina kjarnorkusprengju eftir að hinn kjarnaoddurinn springur innan í yfirgefinni koparnámu sem Vic notaði sem felustað. Terry og Riley uppgötva að Vic ætlar í raun að senda kjarnaoddinn til enn stærra skotmarks, til Denver borgar í Colorado, ekki til Salt Lake City. Mun þeim takast að stöðva lestina áður en hún kemur til Denver?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta er snildar mynd með John Travolta(Pulp Fiction,Grease)

og Christian Slater í Aðalhlutverkum. Christian Slater leikur Góða kallinn í sögunni og John Travolta Vonda kallinn.Þeir vinna báðir hjá hernum. Síðan þegar þeir eru í æfingarflugi með tvær kjarnorkusprengjur stelur Travolta sprengjum Skýtur Slater út úr vélinni og segir að Slater hafi misst strjórn á vélinni. Þá hefst eltingarleikurinn. Travolta er með fimm manna lið og mann sem hefur fjármagnað ránið. Þar sem Slater kemur niður eru þjóðvörður(Samantha Mathis) það er kona, í eftirlits ferð. Síðan elta Slater og hún Travolta og félaga. Síða eru Hasaratriði og bardagar röð eftir röð. Ef þú fílar hasar sjáðu þá þessa. Ég mundi gefa henni 5 stjörnur ef ég gæti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.01.2013

Woo vill leikstýra The Expendables 3

John Woo hefur áhuga á að leikstýra þriðju Expendables-myndinni. Simon West sem áður leikstýrði Con Air var við stjórnvölinn í The Expendables 2. "Hún var mjög vinsæl í Kína og fjölmiðlar fjölluðu mikið u...

09.05.2011

Áhorf vikunnar (2.-8. maí)

Sumir eru á fullu í prófum, aðrir búnir að halda sér utandyra eins og þeir eigi ekkert heimili vegna óvenjulega mikils hitastigs sem við höfum fengið síðustu daga. Annars er komið að Áhorfinu góða, og notendur upplýsa því fyrir ok...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn