Náðu í appið
Öllum leyfð

Cinderella 1950

(Öskubuska)

Justwatch

The greatest love story ever told.

74 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 85
/100
Hún hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar á sínum tíma, þar á meðal útnefningu til þrennra Óskarsverðlauna.

Allir þekkja söguna um Öskubusku, fallegu og góðu stúlkuna sem stalst til að fara á ballið, hitti þar prinsinn en varð að fara aftur heim áður en klukkan sló 12 á miðnætti. Þá missti hún af sér annan skóinn sem prinsinn síðan notaði til að finna hana á ný. Hún hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar á sínum tíma, þar á meðal útnefningu... Lesa meira

Allir þekkja söguna um Öskubusku, fallegu og góðu stúlkuna sem stalst til að fara á ballið, hitti þar prinsinn en varð að fara aftur heim áður en klukkan sló 12 á miðnætti. Þá missti hún af sér annan skóinn sem prinsinn síðan notaði til að finna hana á ný. Hún hlaut margvísleg verðlaun og viðurkenningar á sínum tíma, þar á meðal útnefningu til þrennra Óskarsverðlauna.... minna

Aðalleikarar

Ilene Woods

Cinderella (voice)

Eleanor Audley

Lady Tremaine (voice)

Verna Felton

Fairy Godmother (voice)

Claire Du Brey

(credit only) (voice)

Rhoda Williams

Drizella (voice)

James MacDonald

Gus / Jaq (voice)

Helene Stanley

(credit only)

Michael McCusker

Doorman (voice)

Lucille Bliss

Anastasia (voice)

Stephanie Berry

Lucifer (voice)

Marion Darlington

Birds (voice)

Betty Lou Gerson

Narrator (voice)

Leikstjórn

Handrit

ALLT of mikilli athygli beint að músunum
Það er leiðinlegt að næsta mynd frá Disney í fullri lengd síðan þeir gerðu Bamba skuli vera miklu verri en allt sem þeir höfðu gert á þessum tíma. Ég held að aðalástæðan fyrir því sé að þeir lögðu allt of mikla áherslu í dýrin (sem voru nær ekkert annað en comic-relief) heldur en að annaðhvort sem söguna með meiri dýpt eða hafa fleiri tilgangslaus athygli sem hafa að minnsta kosti aðalkarakterinn með. Cinderella er hægt að lýsa eins og Snow White með minni athygli beint að henni og miklu meiri athygli beint að Dopey.

Þrátt fyrir að vera ekki mikið í myndinni og smávegis bland, þá er auðveldlega hægt að finna til með Cinderella. Foreldrar hennar eru dánir og hún eyðir öllum sínum tíma í að þrífa húsið og er niðurlægð af stjúpfjölskyldu sinni. Og þegar hún fær loksins tækifæri til að fara úr húsinu kemst hún ekki vegna mismunandi ástæðna (sem gerist tvisvar í gegnum myndina). En annars hefur þessi mynd eingöngu tvo góða karaktera. Fairy Godmother kemur ekki mikið fram en manni nær strax að líka vel við hana. Og það sakar ekki að hún kemur með besta lagið í myndinni, Bibbity-Bobbty-Boo. Hin er auðvitað Lady Tremaine, eða stjúpmóðirin, en hún er með betri villainum sem ég hef séð frá Disney. Hún gerir ekkert hræðilegt og á enga illa aðstoðarmenn, heldur hefur vald yfir Cinderella og nýtir hverja mínútu af því. Hún endar síðan á því að leyfa dætrum sínum að eyðileggja kjólinn hennar (en þau voru öll á leiðinni á ball til prinsins sem var að leyta sér að eiginkonu) og lokar hana inn í herberginu sínu í "klæmaxi" myndarinnar með einu óhugnalegasta svipbrigði sem ég hef séð.

Eins og skrifaði fyrir ofan þá eru dýrin allt of mikið í þessari mynd, og þá aðallega mýsnar. Fyrstu tuttugu mínúturnar er allri athyglinni beint að þeim (nema fyrir utan smátíma hjá Cinderella) og eftir að það kemur smávegis söguþráður inn í myndina, er samt óþarfarflega mikilli athygli beint að músunum. Þetta hefði verið miklu betra hefði þetta verið fyndnara/skemmtilegra sem þetta er í smástund, en á endanum fór mér að leiðast frekar mikið.

Síðan er tvennt sem mér finnst vera frekar fyndið við þessa mynd. Annað er að á dansleiknum (sem Cinderella kemst á þökk sé Fairy Godmother) þegar Cinderella er að dansa við prinsinn. Hún fékk ekki ultra-stórt makeover (fyrir utan flottan kjól) þannig að mér finnst sérstakt að stjúpfjölskyldan gat ekki þekkt hana. Hitt er áætlun kóngsins að finna hana aftur með glerskó sem hún skyldi eftir. Hélt hann virkilega að hún væri sú eina með þessa skóstærð? Eða hefur Cindarella hræðilega litla fætur?

Í heild sinni er þetta frekar óáhugaverð mynd. Fyrir utan stjúpmóðurina þá er ekkert sem lætur þessa mynd vera ólík týpískri Disney-mynd. Og út af henni get ég hækkað þessa mynd um einn heilann.

5/10
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

30.11.2018

Hanks sem pabbi Gosa

Disney afþreyingarrisinn ætlar sér í náinni framtíð að búa til leikna mynd upp úr ævintýrinu um spýtustrákinn Gosa. Vefsíðan Collider hefur nú heimildir fyrir því að enginn annar en Tom Hanks eigi nú í viðræ...

06.08.2017

Atwell kona Bangsímonstráks

Leikkonan Hayley Atwell hefur verið ráðin í stórt hlutverk í Disney kvikmyndinni Christopher Robin, á móti Ewan McGregor, sem fer með titilhlutverkið í myndinni. Ekki er langt síðan leikkonan kom síðast fram í Disney myndunum...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn