Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Room 2003

Justwatch

Frumsýnd: 22. janúar 2016

Once you go in... You never come out. / A film with the passion of Tennessee Williams.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 9
/100

Myndin fjallar um Johnny, leikinn af leikstjóra, handritshöfundi og framleiðanda myndarinnar, Tommy Wiseau, og brösugt samband hans við kærustu sína, Lisu, og besta vin sinn Mark (ó hæ! Mark), sem færir hann að lokum á ystu nöf andlega. Wiseau vann mikið með arfleifð James Dean og Tennesee Williams við gerð kvikmyndarinnar, en allar kvikmyndalegar vísanir og úrvinnsla... Lesa meira

Myndin fjallar um Johnny, leikinn af leikstjóra, handritshöfundi og framleiðanda myndarinnar, Tommy Wiseau, og brösugt samband hans við kærustu sína, Lisu, og besta vin sinn Mark (ó hæ! Mark), sem færir hann að lokum á ystu nöf andlega. Wiseau vann mikið með arfleifð James Dean og Tennesee Williams við gerð kvikmyndarinnar, en allar kvikmyndalegar vísanir og úrvinnsla hefða fara, vægast sagt, fyrir ofan garð og neðan í höndum herra Wiseau.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

"Ég bjóst við Óskarinn" Tommy Wiseau
"Ég bjóst við Óskarinn" Tommy Wiseau, ég get ekki verið meira sammála honum og þá sem fyndnasta og einstakasta myndin.The Room er svo alltof léleg að hún verður góð, í þeim fáu skiptum sem maður getur virkilega sagt að einhver mynd sé svo léleg að hún er fyndinn, The Room hefur það svo sannarlega.

Johnny (Eigandinn/Tommy Wiseau) og Lisa (Juliette Danielle) eru að fara að gifta sig eftir nokkra mánuði svo skyndilega þá fattar Lisa það að hún er ekki lengur hrifinn af Johnny svo hún fer að halda framhjá. Johnny er þessi maður sem allir treysta og bera virðingu fyrir.......

Þrjár hræðilegar kynlífssenur á hálftíma ekki slæmt en þegar þær eru í gangi þá er maður hlæjandi því þær eru svo illa gerðar og stunurnar eru brjálaðslegur góður brandari. Það gerist ekki oft þegar ætlast maður sé að gráta eða í sjokki þá er maður í hláturskasti, Tommy Wiseau hélt það.
Tommy Wiseau kann greinilega ekki neitt á kvikmyndagerð en hann nær að gera lélega mynd af einni bestu grínmynd sem ég hef séð, ég veit það að hún fékk aðeins 3,3 (IMDB) í einkunn en allur þessi hlátur hækkar hana um helming eða jafnvel meira.

Tommy Wiseau hann á bókstaflega alla myndina og ég er alveg full viss um það að þegar hann Tommy Wiseau var að leita af leikkonu sem Lisa þá fann hann einhverja konu út á götu sem eru með júllur og kann að tala fyrir framann myndavél því hún kann ekki að leika. Sama með Philip Haldiman (Danny) hann er ekki það sem við köllum fyrir leikari hann er bara hann. En hins vegar hann Tommy Wiseau hann nær að halda The Room uppi með sínum kjánalega og bráðfyndnu senum og þegar hann tók sitt "brjálæðiskast" þá dettur maður í gólfið og hlær og hlær hann er meistari.

Ef þú og nokkrir góðir vinir ætlið að horfa á eitthverja mynd sem LÆTUR mann hlæja þá er The Room tilvalið efni. Eftir að ég sá The Room þá verður maður að kaupa hana sem fyrst og eiga hana bara uppá flippið til að geta farið að hlæja hvenær sem er.

Vinur okkar hann Tommy Wiseau reynir að gera The Room svakalega drama og sorgar mynd sem á að láta mann fara að gráta en í staðinn gerði hann miklu betra en það og hann gerði eina allra besta mynd sem lætur alla fara að hlæja. Claudette (Carolyn Minnott) sem er mamma Lisu hún segir í nánast hverri línu "I have Breast Cancer (brjóstakrabbamein)" svo fáum við ekkert að vita neitt mera en það, afhverju er hún að segja frá því ef við fáum ekkert að vita neitt. Dæmi (http://www.youtube.com/watch?v=tXUBt0hF-y8). WTF.....


Hláturinn hans Tommy Wiseau er einum og flottur, hann lætur okkur fara að hlæja með því hann hlær alltaf með sama jafnvæginu og jafnvel þegar það var að segja honum frá því að smá strákur er hrifinn af konuni hans....Tommy hlær með sínum frábæra og ógleymanlega hlátur.


Einkunn: 6/10 (Næstum sjöa) - " Sprenghlægileg og svooo léleg á sama tíma. Háturinn hans Tommy er alltof góður hann missir ekki úr takt. The Room er stórfurðuleg mynd sem er með eitt markmið sem virkar: Við hlæjum feitt"




Einstök mynd. Ein sú fyndnasta sem ég hef séð
Ekki láta einkunnina rugla í ykkur, The Room er, eins og eflaust margir ættu að vita, einhver mesti saur sem hefur verið kvikmyndaður frá því að fundið var upp á kamerunni. En þrátt fyrir að vera einhver alversta og með öllum líkindum feilaðasta tilraun að dramamynd sem ég hef á minni stuttu ævi séð, þá er hún líka ein sú skemmtilegasta. Ástæðan er einföld: Tommy Wiseau er jafn hæfur kvikmyndagerðarmaður og blindur gaur með enga heyrn sem er þroskaheftur í þokkabót. Og viti menn, sem leikari er hann ENNÞÁ misheppnaðri! Ég hef bara sjaldan séð annað eins, og ég komst ekki hjá því að stara með galopinn kjaftinn yfir meirihluta myndarinnar. Ef þú ert farinn að leika það illa að sápuóperuleikarar myndu hlæja sig dauða yfir hverjum einasta sérhljóða frá þér, þá ertu heldur betur á vondum stað.

Myndin tekur sig svo tryllt alvarlega að það breytist fljótt í aðhlátursefni, mjög fljótt. Hún reynir af fullum krafti að vera einhvers konar áhrifaríkt melódrama en Wiseau virðist vera ófær um að búa til staka senu sem er ekki illa klippt, illa hljóðsett, hörmulega leikin, tilgerðarleg, grunn eða þvinguð á einhvern hátt. Senuuppbyggingar eru hræðilegar og flæði myndarinnar alveg yfir höfuð út úr kú. Hún er drulluhæg og reynir að slóra eins og hún mögulega getur, bæði með tilgangslausum samræðum, átökum sem stefna hvergi og kynlífssenum sem eru svo bjánalegar að þú ferð að efast um hvort leikararnir hafi hugmynd um hvernig kynlíf virkar. Tónlistin í þeim senum er algjör djókur líka. Reyndar ekki bara þar, heldur í allri myndinni. Annars hata ég venjulega að horfa á svona óvandaðar hægðarhrúgur en þar sem The Room virðist stefna að því að vera Casablanca slæmra mynda tókst mér að skemmta mér konunglega yfir henni, og félagar mínir gerðu það líka.

Ég hef sjaldan eða aldrei hlegið jafn mikið yfir mynd sem ætlaðist aldrei til þess að kalla fram slík áhrif. En í þessari mynd er varla mínúta sem líður án þess að maður hneykslist yfir hversu hallærisleg öll myndin er, og sumar setningar eru svo sjúkt kjánalegar að þú munt kvóta í þær dögum (jafnvel mánuðum) saman eftirá. Þetta er ein slíkra mynda sem þú þarft að sjá með eigin augum til að trúa. Hún er fyndnari heldur en Commando, Batman & Robin, Battlefield Earth og Never Back Down lagðar saman. Ef þú ert kvikmyndaaðdáandi og átt fullt af þannig vinum þá skaltu ekki hika við að skipuleggja gott vídeókvöld með þeim (smá bjór myndi nú ekki drepa múdið heldur). Hún nýtur sín albest í rétta félagsskapnum.

Lógíska einkunn fyrir þessa mynd væri að sjálfsögu ás, en skemmtanagildið nær alveg upp í áttu í minni bók og því beygi ég reglurnar aðeins og enda með því að skella sjöu á kvikindið. Framvegis verður þessi mynd ofarlega á lista hjá mér yfir þær myndir sem munu kæta mig mest eftir vondan dag. Takk hr. Wiseau. Þú ert ómetanlegur og svo sannarlega einn þinnar tegundar.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.08.2019

Styles verður ekki prins

Harry Styles, aðalsöngvari strákahljómsveitarinnar vinsælu One Direction, mun ekki taka að sér hlutverk í leikinni útgáfu Disney af teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni. Styles í Dunkirk. Dunkirk leikarinn, sem hafði ...

25.01.2018

Sérstök þátttökusýning á 'The Room' í Bíó Paradís

Kvikmyndin The Room, sem er þekkt fyrir að vera ein versta mynd sem gerð hefur verið, verður sýnd í Bíó Paradís 26. og 27. janúar nk. kl. 20:00. Um er að ræða sérstaka þátttökusýningu þar sem boðið verður up...

30.12.2017

Frábær mynd um slæma mynd

Í stuttu máli er „The Disaster Artist“ frábær mynd um hreint svakalegan sérvitring sem gat komið á koppinn hræðilegri mynd sem þó lifir betra lífi en margar frábærar myndir. Það er til fullt af ömurlegum my...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn