To Sleep with Anger (1990)12 ára
Tegund: Drama
Leikstjórn: Charles Burnett
Skoða mynd á imdb 7.1/10 816 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
When Harry comes to town, he brings good times, bad times... And a lot of trouble!
Söguþráður
Harry Mention er fjörmikill flækingur að suNnan. Hann kemur í heimsókn til gamals kunningja í Los Angeles sem heitir Gideon. Harry er heillandi á yfirborðinu en í raun fylgja honum eintóm vandræði og hann hefur slæm áhrif á Gideon og miðstéttarfjölskyldu hans, þar á meðal á eiginkonuna Suzy og soninn Junior. Eftir að Gideon fær hjartaáfall, þá fara áhrif Harrys á fjölskylduna vaxandi, og sérstaklega yfir yngsta syninum, Babe Brother. Harry kynnir hann fyrir drykkju og fjárhættuspili og hvetur hann til að yfirgefa eiginkonuna og koma með honum og vinum sínum í ferðalag. Áður en Babe Brother fær tækifæri til að fara, þá lendir honum saman við Junior. Þeir slást og móðir þeirra er stungin í hendina þegar hún reynir að skilja þá að. Eftir að þeir hafa farið með hana á spítalann, þá ákveður Babe Brother að vera um kjurrt hjá fjölskyldunni, í stað þess að fara í burtu með Harry. Þegar Harry kemur aftur að ná í eitthvað dót sem hann skildi eftir, rennur hann á glerkúlum sem sonur Babe Brother hafði verið að leika sér að, og deyr. Skömmu síðar fer Gideon úr rúminu í fyrsta skipti í marga mánuði, og þá fara áhorfendur að spyrja sig spurninga um samhengið á milli veru Harrys í húsinu og veikinda Gideons.
Umfjallanir