Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Vampires Suck 2010

(L.A. Art Show)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. ágúst 2010

From the guys who couldn't sit through another vampire movie!

82 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 4% Critics
The Movies database einkunn 18
/100

Mynd sem gerir grín að ýmsum vampírumyndum. Becca þarf að velja á milli tveggja stráka og hún og vinir hennar glíma við ýmis vandamál. Allt þetta nær svo hámarki á lokaballinu í skólanum.

Aðalleikarar

Jenn Proske

Becca Crane

Chris Riggi

Jacob White

Diedrich Bader

Frank Crane

Kelsey Ford

Iris Sullen

Dave Foley

Principal Smith

Mike Mayhall

Nicholas

Randal Reeder

Biker Dude

Michelle Lang

Innocent Woman

Leikstjórn

Handrit

Svona vondur húmor skaðar heilsuna
Ég ætla að byrja á því að hemla á reiði minni og reyni að skrifa eins faglega umfjöllun og ég get, og reyni að hafa hana eins stutta og hægt er.

Í fyrsta lagi þá þarftu að vera virkilega, virkilega ófyndinn einstaklingur til þess að geta klúðrað heilli spoof-mynd um Twilight-seríuna (ásamt öllu vampíruæðinu sem fylgdi með) því fyrirbærið gerir nánast grín að sér sjálfu. En í stað þess að vera með einn ófyndinn einstakling á bakvið kameruna hér, þá eru þeir tveir. Það er ekki oft þar sem ég ræðst persónulega á leikstjóra með orðum en Jason Friedberg og Aaron Seltzer eru FÁVITAR! Algjör húmorslaus smábörn sem sérhæfa sig í þeirri list að kveikja í peningum í 80 mínútur. Þeir eru nánast jafn heftir í kvikmyndagerð og Tommy Wiseau, en a.m.k. fær sá gaur mann til að hlæja – oft!

Vampires Suck er að vísu ekki versta myndin þeirra (skal alveg viðurkenna að einn af hverjum 105 bröndurum virkaði á mig), en hverjum er ekki skítsama?? Besta mynd þessara manna er hvort eð er eitt af því alversta sem ég hef á minni 23 ára ævi séð, þannig að framför þeirra koma oftast í hænuskrefum. Það sem mér þótti samt sorglegast við Vampires Suck er hversu áberandi mikill peningur fór í sviðsmyndir, leikmuni og búninga. Í alvöru talað... hvaða stúdíó gefur mönnunum sem gerðu m.a. Meet the Spartans og Disaster Movie heilar 20 milljónir til þess að gera grín að Twilight og öðrum vampírumyndum þegar þeir hefðu léttilega getað fengið einhverja hópa af unglingum til að gera það sama fyrir minni pening, og eflaust fyndnara.

Það er löngu orðið ljóst að Friedberg og Seltzer hata sitt eigið líf. Með því að gera sífellt fleiri svona ógeðfelldar spoof-myndir eru þeir að gera sig að einhverjum hötuðustu „kvikmyndagerðarmönnum“ samtímans, og það líður ekki langt þar til menn verða byrjaðir að ráðast á þá með brotnum glerflöskum úti á götu. Það var einu sinni tími þar sem spoof-myndir höfðu einhvern lúmskan sjarma við sig, og menn eins og David Zucker og Jim Abrahams vissu hvað þeir voru að gera. Það er ansi djarft að segja að Friedberg og Seltzer hafi persónulega slátrað spoof-mynda geiranum og grafið hann í sand, en það er dagsatt! Við þurfum fleiri myndir eins og Black Dynamite til að rétta þessu öllu við.

2/10 - Ef þér líkar í alvörunni við þessa mynd, þá vorkenni ég þér. Því miður.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.01.2011

Razzie-tilnefningarnar opinberaðar

Nýlega voru tilnefningar til Óskarsverðlaunanna opinberaðar en það eru margar myndir sem berjast um gullstyttunna fallegu. En það er önnur verðlaunahátíð væntanleg sem Hollywood-menn eru ekki alveg jafn spenntir fyrir,...

22.08.2010

Expendables traustir á toppnum - McPhee floppar

Sylvester Stallone og félagar hans í The Expendables voru á toppnum á aðsóknarlista bíóanna í Bandaríkjunum um helgina, aðra helgina í röð. Myndin þénaði eina 16,5 milljónir Bandaríkjadala frá föstudegi til su...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn