Náðu í appið
Öllum leyfð

Eat Pray Love 2010

(Borða biðja elska)

Justwatch

Frumsýnd: 1. október 2010

Let Yourself Go This August

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 35% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Byggð á metsölubók Elizabeth Gilbert. Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili - en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu,... Lesa meira

Byggð á metsölubók Elizabeth Gilbert. Þegar Elizabeth Gilbert var um þrítugt hafði hún allt sem ung nútímakona getur óskað sér: Góða vinnu, traustan eiginmann og fallegt heimili - en einhverra hluta vegna var hún ekki hamingjusöm heldur ráðvillt og stressuð. Hér segir Elizabeth frá því þegar hún snýr við blaðinu, losar sig við eiginmann og atvinnu, tekur föggur sínar og fer út í heim.... minna

Aðalleikarar

Julia Roberts

Elizabeth Gilbert

Viola Davis

Delia Shiraz

Hadi Subiyanto

Ketut Liyer

Mike O'Malley

Andy Shiraz

Harold Childe

Bookstore Girl

Lisa Roberts Gillan

Woman in Play

Ryan O'Nan

Play Walk-Out

Mary Testa

Laundromat Gal

Welker White

Andrea Sherwood

Richard Jenkins

Richard from Texas

Leikstjórn

Handrit

Skilur lítið eftir sig
Eat Pray Love er byggð á samnefndri bók um raunverulega ferð Liz Gilbert til að finna sjálfan sig. Bókin hefur selst í milljónum eintaka og hefur haft áhrif á margar konur, sama má ekki segja um þessa kvikmynd.

Söguþráðurinn er áhugaverður fyrir konur, þrítug kona skilur við manninn og fer í heimsreisu í heilt ár til að finna sig. Hún fer til Ítalíu og borðar, Indlands og biður, og loks Balí í Indónesíu og verður ástfangin þar. Það er engri spurningu svaraðri hér nema hvort Liz muni finna hamingjuna aftur í þessari för.

Þessi mynd á ekki skilið hræðilegu dómana sem hún hefur fengið, leikararnir standa sig ágætlega, þótt að Julia Roberts skíni ekki sínu skærasta ljósi. Myndin er listrænlega glæsileg og fylgir bókinni ágætlega. En það vantar einhvern sjarma yfir henni, það vantar meiri húmor og dýpri persónur sem að maður kynntist í bókinni. Hún er líka aðeins of löng, hún er tveir og hálfur tími, og fyrir rómantíska mynd er það aðeins of mikið.

Myndin er samt ágæt fyrir sinn markhóp, salurinn var 90% kvenfólk, hún kætir áhorfendur (stundum) og fer með mann á skemmtilegar og framandi slóðir. Hún skilur samt lítið eftir sig ólíkt bókinni og held ég að þrátt fyrir alla markaðssetninguna að baki hennar þá verði hún fljótgleymd. Ég mæli samt með henni fyrir mæður og dætur sem vilja fara á alvöru kellingamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.01.2013

Julia Roberts í hjólastól í sjónvarpsmynd

Julia Roberts hefur tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmynd sem verður byggð á verðlaunaleikritinu The Normal Heart. Í myndinni leikur Roberts lækninn Dr. Emma Brookner sem er í hjólastól. Hún meðhöndlar HIV-smita...

18.08.2011

Vælumyndaviðvörun í flugvélum Virgin Atlantic

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að gefa út sérstakar vælu viðvaranir áður en ákveðnar bíómyndir eru sýndar í bíókerfi vélanna. Gildir þetta fyrir myndir eins og Water for Elephants og Toy Sto...

12.02.2011

KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS: ÓRÓI OG INCEPTION SIGURVEGARARNIR

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is voru afhent í fyrsta, en alveg örugglega ekki síðasta sinn, þann 11. febrúar í Egilshöll. Lesendur blaðsins og vefsins völdu sigurvegara í alls 16 flokkum, en þ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn