Very Bad Things
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndSpennutryllirGlæpamynd

Very Bad Things 1998

Frumsýnd: 5. mars 1999

A very savage comedy. This fall. Tell no one.

6.4 43661 atkv.Rotten tomatoes einkunn 43% Critics 6/10
100 MÍN

Vinahópur fer til Las Vegas til að halda steggjapartý ... en eitthvað fer úrskeiðis og kona er drepin. Fljótlega fara líkin að hrannast upp og vinirnir fara að snúast gegn hverjum öðrum eftir því sem þeir reyna að hylma yfir morðin.

Aðalleikarar

Christian Slater

Robert Boyd

Cameron Diaz

Laura Garrety

Jon Favreau

Kyle Fisher

Leland Orser

Charles Moore

Jeremy Piven

Michael Berkow

Daniel Stern

Adam Berkow

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Bleksvertuhúmorinn í kvikmyndinni Very Bad Things kom ánægjulega á óvart, enda fátítt að svona ferskar gamanmyndir reki á fjörur landsmanna frá Hollywood. Það eina sem ég var ósáttur við var bláendirinn, sem reyndist full farsakenndur. Hann kemur þó tæpast niður á handritinu, sem heldur myndinni uppi að leikurunum og öðrum aðstandendum hennar ólöstuðum. Ég bíð því spenntur eftir næstu mynd Peter Bergs.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með hreina gamanmynd í huga. Það er sennilega það sem ég hef klikkað á. Mér finnst trailerinn gefa mjög ranga mynd af sjálfri kvikmyndinni vegna þess að þessi mynd reyndist vera frekar ógeðsleg og eiginlega meira af blóði en húmor. Myndin var vel leikin og Cameron Diaz kemur vel út eins og í There's Something About Mary. Ég mæli með henni ef þú vilt sjá sláandi mynd þegar kemur að ofbeldi og slysum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kolsvört gamanmynd sem fjallar um vinahóp sem fer til Las Vegas til að halda steggjapartý fyrir einn félagana. Hluturnir byrja að fara illilega úrskeiðis og í framhaldi taka fleiri ógeðfeldir atburðir að gerast. Söguþráðurinn er ekki týpískur og það má alveg fullyrða að þetta er ekki mynd fyrir viðkvæmt fólk - né heldur fólk sem ekki er fyrir gálgahúmor. Mér fannst þetta aftur á móti vera skemmtileg mynd því að hún náði að hneyksla mann á köflum, það er ekki mjög margar myndir sem gera það í dag. Maður getur orðið þreyttur á þessum formúlukenndu Hollywood gamanmyndum og ég var feginn að þessi mynd var ekki ein af þeim. Hún er að mörgu leiti frumleg og gerð af fólki sem þorir að fara nýjar leiðir en er ekki bara að leitast við að gera mynd sem á að falla í kramið hjá sem stærstum markhóp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn