Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Get Him to the Greek 2010

(Get Me to the Gig)

Justwatch

Frumsýnd: 4. júní 2010

Aaron Green has 72 hours to get a Rock Star from London to L.A. Pray for him.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Aaron Green er metnaðarfullur dugnaðarforkur sem kemst í starfsþjálfun hjá útgáfufyrirtæki. Hann fær tækifæri til að sanna sig þegar hann er sendur til London til að fylgja rokkgoðinu Aldous Snow til LA þar sem hann á að spila í The Greek Theatre og hefja þar með milljóna dollara tónleikaferð sem plötuútgáfan reiðir sig á. Verkefnið reynist ekki eins... Lesa meira

Aaron Green er metnaðarfullur dugnaðarforkur sem kemst í starfsþjálfun hjá útgáfufyrirtæki. Hann fær tækifæri til að sanna sig þegar hann er sendur til London til að fylgja rokkgoðinu Aldous Snow til LA þar sem hann á að spila í The Greek Theatre og hefja þar með milljóna dollara tónleikaferð sem plötuútgáfan reiðir sig á. Verkefnið reynist ekki eins auðvelt og Jonah hélt í fyrstu, það varaði hann enginn við því að snúa aldrei bakinu í Aldous Snow...og hann hefur einungis tvo daga til stefnu.... minna

Aðalleikarar

Christine Dye

Aaron Green

Russell Brand

Aldous Snow

Rose Byrne

Jackie Q

Elisabeth Moss

Daphne Binks

Rötger Feldmann

Matty Briggs

Katy Perry

Herself

Colm Meaney

Jonathan Snow

Sean Combs

Sergio Roma

Kali Hawk

Kali Coleman

Nick Kroll

Kevin McLean

Ellie Kemper

Pinnacle Executive

Jake Johnson

Jazz Man

Tom Felton

Tom Felton

Kristen Bell

Sarah Marshall

Kristen Schaal

Today Show Production Assistant

Ato Essandoh

Smiling African Drummer

Carla Gallo

Destiny

Leikstjórn

Handrit


Myndin fjallar um Aaron Green (Hill) sem fær það verkefni að flytja Aldous Snow rokksöngvara frá London til Greek-tónlistarhússins í L.A. Það er léttara sagt en gert. Aaron lendir í ýmsum þrautum þar sem dópfíkni Aldous kemur mikið við sögu.

Myndin er mjög fyndinn. Það er aldrei langt í gott djók og samspil Brand og Hill er frábært. Þeir eru voða fyndnir saman. Senuþjófurinn er hins vegar Sean Combs eða P. Diddy. Í næstum hverri senu sem hann er í, sem eru þó nokkrar, stelur hann senunni og er geðveikt fyndinn. Brand er samt ekki langt í burtu og er virkilega búinn að sýna að hann er góður grínleikari. Aukaleikararnir eru fínir en kærasta Aarons er hrikalega leiðinleg leikkona. Hún dregur myndina beinlínis niður í endann.

Myndin dregst aðeins niður í endann vegna kærustu Aaron og einfaldlega húmorsleysi. Hún er ekki mjög fyndinn í endann og reynir að troða hjarta í myndina sem hún einfaldlega þarf ekki. Myndin er ekki mjög lengi með mín, en hún teygir sig pínulítið og verður smá langdreginn. Brandarnir eru solid og myndin næstum því jafn góð og Sarah Marshall.

8/10
Myndin skríður rétt svo upp í áttuna því að hún gerir nákvæmlega það sem er ætlast af henni. Pure skemmtun í 100 min og svo búinn. Hún skilur ekkert eftir sig en ég horfi örugglega á hana aftur. Kannski ekki jafn oft og Sarah Marshall... Ég er örugglega búinn að horfa á hana 5sinnum.
Bráðskemmtilegt sukk
Ég veit ekki alveg hvers vegna það er, en oftast er það aldrei talið jákvætt þegar einhver notar orðin "spin off," hvort sem um er að ræða þætti eða bíómyndir. Ég var ekkert alltof bjartsýnn á hugmyndina að gefa Aldous Snow heila bíómynd. Ekki samt misskilja mig, hann er frábær karakter og stal að sjálfsögðu senunni í Forgetting Sarah Marshall, en stundum er hægt að fá of mikið af því góða. Auk þess virtist hann vera fulleinfaldur til að vera lykilpersóna heillar myndar. Það er þó öruggt að aðstandendur hafi verið á sömu skoðun því það er nánast hneykslandi hvað Get Him to the Greek kemur mikið á óvart, bæði í húmor og persónusköpun.

Myndin er ekki bara ákaflega (og á köflum drep)fyndin heldur afar viðkunnanleg, rétt eins og svokallaði forveri hennar. Það má kannski ásaka hana fyrir að vera örlítið teygð (það kemur líka oftar en einu sinni fyrir að senur eru þrefalt lengri en þær þurftu að vera) en einhvern veginn rífur hún sig upp úr því á endanum. Svo þegar lokatextinn byrjar að rúlla þá áttar maður sig á því að manni líkar mun betur við þessar sérstöku persónur en maður bjóst við að væri hægt. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að Judd Apatow er búinn að vera að moka inn gífurlegt magn af seðlum síðustu árin með gamanmyndum sínum. Burtséð frá því að skiljahúmor betur en flestir framleiðendur þá (oftast allavega, ekki alltaf) gerir hann myndir sem sýna alvöru umhyggju fyrir persónum sínum, sama hve skemmdar þær eru. Og þær gerast varla ónýtari heldur en Aldous Snow. En alveg sama hversu ruglaður maðurinn er, þá er hann aldrei í vondu áliti hjá áhorfandanum. Nokkrar senur toga einnig lúmskt í hjartarætur manns, þrátt fyrir að láta mann hlæja á sama tíma.

Russell Brand er algjör meistari í sínu hlutverki. Hann tæklar kómísku lætin með stæl og lágstemmdu senurnar eru óvenju vel meðhöndlaðar. Samleikur hans og Jonah Hill er náttúrulega það sem keyrir söguna frá A-Ö. Þeir virkuðu vel í þeim fáeinu senum sem þeir áttu í Marshall og það breytist ekkert hér, þó svo að Hill leiki ekki sömu persónu (sem betur fer?). Ég get samt alls ekki sagt að allar senurnar séu fyndnar, eða þess vegna sagt að myndin sé stöðugt fyndin. Hún er það nefnilega ekki. Hins vegar, þegar góðu atriðin koma, þá er hún ógeðslega fyndin og fáein móment - sem komu algjörlega upp úr þurru - fengu mig til að hendast úr sæti mínu (persónulegt uppáhald mitt er þegar T.J. Miller kemur við sögu). Og nánast allt sem viðkemur Sean "P DIddy" Combs er gull. Hann gerir fyrir aukahlutverk sitt í þessari mynd það sem Brand gerði fyrir "fyrstu" myndina og ef þú hlærð ekki yfir annarri hverri senu sem hann á, þá er húmor þínum ekki viðbjargandi.

Eini leikarinn sem hefði mátt skipta út er Elisabeth Moss, sem lék kærustu Hills. Það var bara eitthvað svo þurrt og leiðinlegt við frammistöðu hennar að það gerði karakterinn hennar ennþá meira óspennandi. Sem betur fer kemur hún ekki mikið fram en hlutverkið er engu að síður mikilvægt og þau skipti sem hún birtist leið manni eins og myndin hafi dalað í smátíma. Annars vegar er heildin nógu fyndin og rugluð til að gera áhorfið vel þess virði. Ekki bara ætla ég að ráðleggja fólki að sjá myndina, heldur mæli ég með að hún og Sarah Marshall verði teknar fyrir í röð. Þetta eru skemmtilegar, fyndnar, grófar en samt óvenju notalegar systkinamyndir sem eru einnig blessunarlega ólíkar. Greek er að vísu ekki alveg eins góð og Marshall, en hún haltrar ekki langt á eftir.

Svo er bara málið að fá sér "furry" vegg!

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.08.2019

Vill Brand á Níl

Breski leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh er nú í óða önn að fylla inn í leikarahópinn fyrir næstu mynd sína eftir sögu sakamáladrottningarinnar Agatha Christie, Death On The Nile. Nýjasta viðbótin gæti orði...

10.12.2017

Helstu hlutverk Meghan Markle

Bandaríska leikkonan Meghan Markle hefur verið mikið á milli tannnanna á fólki eftir að breska konungsfjölskyldan upplýsti að hún og Harry prins, sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, væru trúlofuð. Margir kannast við...

03.08.2015

Er einkvæni eðlilegt? - Trainwreck frumsýnd 5. ágúst!

Gamanmyndin Trainwreck verður frumsýnd miðvikudaginn 5. ágúst. Myndin verður sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri. Myndin er einnig forsýnd í kvöld í Laugarásbíói. Amy hefur st...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn