Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Quick and the Dead 1995

Justwatch

Frumsýnd: 31. maí 1995

You can't ignore her. You can't beat her. You can't resist her. You can't win...

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 49
/100
Sharon Stone tilnefnd til Saturn verðlaunanna.

Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun... Lesa meira

Ellen, óþekkt byssukona, kemur ríðandi inn í lítinn, sóðalegan og þunglyndislegan bæ úti á sléttunni, sem býr yfir leyndarmáli, sem er einnig ástæða þess að byssukonan er komin. Stuttu eftir að hún kemur í bæinn, er prestinum í bænum, Cort, hent í gegnum kráardyrnar um leið og bæjarbúar eru að skrá sig í skotkeppni. Í boði eru há peningaverðlaun og eina reglan er sú að maður eigi að fylgja reglunum sem upphafsmaður keppninnar, Herod, setti. Herod er einnig aðalmaðurinn í bænum og stjórnar þar öllu. Svo virðist sem hann hafi sett upp þessa skotkeppni til að presturinn ( sem var eitt sinn útlagi í liði með Herod ) þurfi að taka aftur fram byssubeltið og keppa. Cort hinsvegar harðneitar að nota byssu aftur og drepa fólk, en Herod, sem veit að Cort er besti byssumaðurinn í bænum, er staðráðinn í að fá hann til að skipta um skoðun, jafnvel þó að það kosti það að einhver láti lífið. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd var ekki nógu góð, að mínu mati. Sam Raimi er leikstjóri sem ég er farinn að fíla mikið eftir að sjá Evil Dead myndirnar og náttúrulega Spider-man. En eitthvað hefur klikkað hjá honum þegar hann gerði þessa ræmu. Og miðað við það hversu gott leikaralið hann fékk með sér fer maður að velta því fyrir sér, hvernig hann fór að því? Svo auk þess, ef maður ber þessa mynd við öll hin snilldarverkin sem Raimi hefur sent frá sér, þá er þessi pottþétt sú versta sem hann hefur gert á ferlinum. Ég ætla að lýsa þessari mynd eins og gagnrýnandi lýsti Batman Returns í gagnrýni: Þessi mynd gæti verið góð að einhverju leyti. En sem Sam Raimi mynd, er hún alveg glötuð. Þannig að haldið ykkur frá henni. Ef þið viljið góða Sam Raimi mynd, náttúrulega Spider-man og Evil Dead. En bendi samt einnig á A simple plan og Darkman. Brilliant myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er eitt það almesta drasl sem ég hef á minni fulllöngu ævi augum barið. Sharon Stone leikur einhverja kúaglyðru sem ætlar að drepa Gene Hackman-karakterinn til að hefna fyrir pabba sinn, sem Hackman hafði drepið. Í myndinni eru nokkrir góðir leikarar, til dæmis Hackman, Leó DiCaprio og Lance Henriksen og eiga þeir allir að dauðskammast sín fyrir að láta gabba sig til að taka þátt í þessu ógeði. Svo til að bæta gráu ofan á svart er endirinn svo frámunalega heimskulegur að mig verkjar ennþá í gáfurnar. Frekar myndi ég vilja láta taka úr mér hálskirtlana gegnum endaþarminn en að horfa á þetta rusl aftur. Þeir sem telja þetta rusl einhvers virði ættu helst ekki að eignast börn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hinn kraftmikli leikstjóri Sam Raimi sýndi það með sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Evil Dead, að hann er algjör snillingur með myndavélina þar sem hann lætur hana leika lausum hala og margar af myndum hans innihalda sumar flottustu og skemmtilegustu myndatökur sem ég hef áður séð, jafnvel hafa félagar hans og vinir þeir Coen-bræður fengið ýmislegt lánað frá Raimi og öfugt. Í The Quick and the Dead naut ég þess að fylgjast með villtum myndatökunum og skemmtilegum hraða sem Raimi bjó til en ég efast þó um að eitthvað væri varið í þessa mynd með öðrum leikstjóra. Sharon Stone er flott sem kvenkyns útgáfan af vestra-persónum Clint Eastwood en því miður virkar frammistaða hennar best þegar hún talar ekki - og hún talar mjög lítið í þessari mynd. Sharon leikur Ellen, einskinskonu sem kemur í litla bæinn Redemption þar sem Gene Hackman ræður ríkjum. Það vill svo skemmtilega til að dagana sem Ellen er í heimsókn stendur yfir einvígskeppni þar sem nokkrar af bestu skyttum bæjarins berjast þangað til aðeins einn maður stendur eftir. Það kemur okkur ekki á óvart að Ellen er engin smá skytta og skráir sig í keppnina eins og skot (hahaha) en það er heldur ekkert leyndarmál að hún er þarna í bænum vegna einhvers úr fortíðinni. Söguþráðurinn er alls ekkert sérstakur og heldur ekki handritið sem snýst meira og minna um einvígin milli bæjarbúanna, en skemmtilega er unnið úr þeim. Í þau fáu skipti sem handritið sjálft lætur á sér kræla tekur maður strax eftir breytingu á tón í myndinni og fer hún að verða frekar langdregin, en óttist eigi því þau atriði eru mjög fá. Skemmtilegast er að fylgjast með Raimi og myndavélunum hans í trylltum dansi en þar sem flestir vilja fá eitthvað meira en það þá er erfitt fyrir mig að mæla með The Quick and the Dead nema kannski fyrir aðdáendur Raimis. En myndin er samt sem áður skemmtileg og vel gerð og kom mér a.m.k. mjög skemmtilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn