Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Tron 1982

(Tron: The Electronic Gladiator)

Justwatch

In the future video game battles will be a matter of life or death.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

Myndin fjallar um tölvuhakkarann Kevin Flynn sem er brottnuminn inn í stafrænan heim þar sem hann er neyddur til þess að taka þátt í skylmingaþrælaleikjum. Eini möguleiki hans til að sleppa er að fá aðstoð frá hetjulegu öryggisforriti.

Aðalleikarar

Költ-mynd? Já. Költ-klassík? NEI
Nostalgía veldur því oft að við erum tilbúin til þess að fyrirgefa hina augljósustu galla, og oft felum við okkur einmitt á bakvið þessa nostalgíutilfinningu til að koma í veg fyrir að viðurkenna að það sem við eitt sinn nutum í botn er í rauninni voða slappt eða jafnvel óáhorfanlegt. Annars ætti maður svosem ekkert að skammast sín fyrir svona lagað, sérstaklega ef um eitthvað er að ræða sem maður dýrkaði sem lítill krakki, eins og tilfellið var með Tron hjá mér. Auðvitað, þegar maður er smákrakki þá er maður autómatískt með glataðan bíómyndasmekk, en slíkt er svo eðlilegt að það þýðir ekkert að skammast sín fyrir sumt bullið sem maður fílaði. Mér þótti allavega viðeigandi að kynna mér Tron aftur þar sem mjög stutt er í framhaldsmyndina þegar þessi texti er skrifaður. Til gamans má geta að ég hafði ekki séð hana í yfir 10 ár. Litli krakkinn í mér var spenntur en fullorðna, kröfuharða kvikmyndafríkið fékk aðeins meiri kvíða á sig.

Tron er að vísu hvergi nálægt því að vera með því versta sem ég horfði á í æsku. Ég held að Masters of the Universe eða Power Rangers-myndin geti slegist um þann titil. Engu að síður er myndin ansi kjánaleg, og þeir sem kynna sér hana í dag í fyrsta sinn - sérstaklega eftir að hafa séð nýju myndina eða sýnishorn úr henni - eiga ábyggilega eftir að hlæja að henni óviljandi. Það eru náttúrulega ekki allir sem taka tillit til þess að Tron er barn síns tíma. Hún var nokkurn veginn fyrir árið 1982 það sem fyrsta Matrix var fyrir 1999. Menn höfðu aldrei séð neitt í líkingu við hana á þessum tíma og á ýmsan hátt er hún stórmerkileg einungis fyrir að vera svona byltingarkennd fyrir tölvutæknina í bíómyndum. Hvort sem hún eldist vel eða ekki er algjört aukaatriði.

Ég er samt ekki kominn til að ræða um það hvernig Tron eldist. Það svar er nokkurn veginn borðliggjandi, en hins vegar er ég hér til að skoða gæði myndarinnar í heild sinni. Ef myndir eldast illa má samt njóta þeirra ef innihaldið er þess virði að sökkva sér út í (lítið t.d. bara á fyrstu Terminator). Ég get ekki sagt það um þessa mynd því hún gerir þau mistök að snúast nánast alfarið í kringum útlitið. Og þegar myndir stíga þessi feilspor verður afgangurinn samstundis ómerkilegri því lengra sem líður á. Það eru fáeinar senur í Tron sem eru frekar skemmtilegar (eins og lightcycle keppnin) en flestar eru svo þurrar því það vantar alla spennu í söguna til að gera skemmtanagildið virkt út alla myndina. Ég er heldur ekki frá því að senurnar sem gerðust í alvöru heiminum hafi verið mun áhugaverðari en þær sem gerðust í tölvuheiminum.

Jeff Bridges er samt nokkuð hress allan tímann og hann nær að draga myndina úr því að vera slöpp yfir í það að vera býsna þolanlegt miðjumoð. 28 árum eftir að þessi mynd kom út get ég ekki sagt að hún eigi sér mikið meira líf framundan heldur en hún hefur átt, þrátt fyrir framhaldsmyndina sem er á leiðinni. Hún er vissulega með ákveðinn költ-status og verður það áfram en ég efast um að hún finni sér nýja áhorfendur reglulega því hún er bara ekki nærri því jafn kúl í dag og hún var eða þótti vera á sínum tíma. Hún er án efa betri í minningunni, og ég er hræddur um að flestir átti sig á því þegar þeir kynna sér hana aftur á undan framhaldinu. Og í samanburði við óaðfinnanlega útlit nýju myndarinnar er þessi gamla bara algjör '80s djókur.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.04.2024

Djöfulleg aðsókn - 666 gestir mættu

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen se...

02.04.2024

Eins manns her - Villimannslegur stórsigur

Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um fyrstu kvikmynd Slumdog Millionaire leikarans Dev Patel sem leikstjóra, hasarmyndina Monkey Man, sem kölluð hefur verið John Wick í Mumbai, lýsir myndinni sem Villi...

10.03.2024

Sagan mátti ekki vera gömul og þreytt

Leikstjóri teiknimyndarinnar Kung Fu Panda 4, sem komin er í bíó hér á landi, Mike Mitchell, segir að leitin að réttu sögunni til að segja af endurkomu Drekastríðsmannsins í myndinni hafi verið það allra mikilvægas...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn