Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Universal Soldier: Regeneration 2009

(Universal Soldier 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The ultimate weapons of the future are back!

97 MÍNEnska

Hryðjuverkamenn undir stjórn hershöfðingjans Boris (Aki Avni) hafa rænt börnum rússneska forsætisráðherrans. Þeir hafa einnig notað háleynilega tækni til að búa til næstu kynslóð ,,Universal"-hermannanna, sem eru bardagamenn og drápsvélar sem enginn getur stöðvað. Nýjasti UniSol-hermaðurinn (UFC þungavigtar-meistarinn Andrei ,,bolabítur" Arlovski) fer... Lesa meira

Hryðjuverkamenn undir stjórn hershöfðingjans Boris (Aki Avni) hafa rænt börnum rússneska forsætisráðherrans. Þeir hafa einnig notað háleynilega tækni til að búa til næstu kynslóð ,,Universal"-hermannanna, sem eru bardagamenn og drápsvélar sem enginn getur stöðvað. Nýjasti UniSol-hermaðurinn (UFC þungavigtar-meistarinn Andrei ,,bolabítur" Arlovski) fer nú fyrir hryðjuverkamönnunum og saman ná þeir að stela kjarnaofninum úr Tjernobyl-kjarnorkuverinu. Þeir heimta að félögum þeirra verði sleppt úr haldi innan þriggja sólarhringa, annars búa þeir til geislavirkt ský úr kjarnorkuverinu sem mun hafa hræðilega afleiðingar í för með sér. Sá eini sem getur stöðvað þá er Luc Deveraux (Jean-Claude Van Damme), UniSol-hermaður sem hefur eytt síðustu árum í stífri þjálfun til að geta orðið venjulegur maður á ný. Ógnin við hryðjuverkamennina er þó svo mikil að hann er þjálfaður upp á nýtt sem drápsvél, svo hann geti komist inn í vel varið og stórhættulegt virki hryðjuverkamannanna. En Deveraux kemst að því að helsta hættan felst ekki í því að komast inn, heldur í því hvað - og hver - leynist innan veggja virkisins. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn