Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Karate Kid 2010

(Kung Fu Kid, Untitled Karate Kid Remake)

Justwatch

Frumsýnd: 28. júlí 2010

A Challenge He Never Imagined. A Teacher He Never Expected.

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Hinn 12 ára gamli Dre Parker hefði getað verið vinsælasti strákurinn í Detroit, en í staðinn ákveður mamma hans að flytja með hann til Kína. Dre verður þar umsvifalaust skotinn í bekkjarsystur sinni Mei Ying, og hún í honum. Menningarmunur kemur hins vegar í veg fyrir samand þeirra. Villingurinn í bekknum Cheng, er ekki sáttur við að þau séu að draga... Lesa meira

Hinn 12 ára gamli Dre Parker hefði getað verið vinsælasti strákurinn í Detroit, en í staðinn ákveður mamma hans að flytja með hann til Kína. Dre verður þar umsvifalaust skotinn í bekkjarsystur sinni Mei Ying, og hún í honum. Menningarmunur kemur hins vegar í veg fyrir samand þeirra. Villingurinn í bekknum Cheng, er ekki sáttur við að þau séu að draga sig saman, og er fjótur að pakka Dre saman með Kung Fu brögðum, en Dre kann bara pínulítið í karate, sem dugar skammt. Dre á nú enga vini og er í ókunnu landi, og leitar því til húsvarðarins Mr. Han, sem er í raun mikill Kung Fu meistari. Han kennir Dre að kung fu sé ekki um högg og spörk heldur þroska og ró. Dre þarf að lokum að mæta óvini sínum augliti til auglitis. ... minna

Aðalleikarar


Þetta var hræðileg mynd um tólf ára gamlan gutta sem flytur frá Bandaríkjunum til Kína og ákveður síðan að læra kung fu(ég sleppi að gera komment varðandi titilinn....) til að taka þátt í kung fu móti. Jaden Smith leikur aðalsögupersónuna og er alveg afleitur, manni klígjar við að horfa á hann. Ég þoli þennan krakka ekki. Jackie Chan er reyndar töluvert skárri, hann á engan stórleik en fær prik fyrir að vera annað en lélegur í fyrsta sinn í langan tíma. Þessi Karate Kid endurgerð er mjög leiðinleg á flesta vegu, söguþráðurinn er virkilega slappur og myndin er full löng. Sagan er alls ekkert það margbrotin að hún höndli þessa lengd. Það hefði alveg mátt klippa þetta aðeins. Mér fannst The Karate Kid vera með verri endurgerðum og bara verri myndum undanfarið og eina góða við hana er þokkaleg frammistaða hjá Jackie Chan. Hálf stjarna fyrir það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fleiri kostir en gallar
Karate Kid fjallar um 12 ára strák, Dre Parker, sem flytur til Beijing ásamt mömmu sinni. Þar hittir hann stelpu sem vingast við hann en líka nokkra stráka sem vilja honum illt. Eftir enn ein slagsmál skerst Mr. Han (Chan) í leikinn og byrjar að æfa Dre Kung Fu fyrir stórt mót sem Dre þarf að taka þátt í til þess að vinna sér inn virðingu strákanna. Hann vonar það allavega.

Aðalhlutverkin eru í góðum höndum og ég efast um það hvort margir 12 ára strákar hefðu getað bætt leik Jaden. Hann kemur virkilega á óvart sem Dre Parker og sýnir hér að hann geti leikið því þetta er mun meira hlutverk en Pursuit of Happiness. Jackie Chan er svo klassískur sem Mr. Han. Hann stelur senunni í öllum atriðum sem hann er í. Sem er skiljanlegt vegna þess að hann er skemmtilegur, fyndinn og mjög fínn leikari.

Handritið er ekki beint gott og fer stundum út í smá kjánafíling. Takan er fín og tónlistin líka en tónlistin aukar kjánahrollinn sem maður fær hjá nokkrum atriðum. Kostur við myndina er að hún er ágætlega fyndin og það eru geðveik bardagaatriði í myndinni. Seinni helmingur myndarinnar er mun betri þar sem Jackie Chan fær meira skjátíma og stendur sig vel. Galli við myndina er mamman, hún er ekki mjög illa leikinn en hún er bara svo illa skrifuð að hvert einasta atriði með henni er leiðinlegt.

Þessi mynd er mjög fín skemmtun með góðum bardögum, fínum húmor, góðum aðalleikurum og nokkrum kjánahrollum.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blanda af góðu og kjánalegu
Það er pínu skrítið að sjá endurgerð á The Karate Kid svona stuttu eftir að Never Back Down (sú frábæra draslmynd!) kom út, því hún var eiginlega óbein endurgerð á nákvæmlega sömu sögu. Annars kemur ekki á óvart að einhver skildi vilja búa til aðra útgáfu fyrir nýjar kynslóðir. Frummyndin frá 1984 gefur sumum óneitanlega sterkt högg af nostalgíu en ég get vel trúað því að hún þykir of úrelt fyrir þá sem sjá hana í fyrsta sinn í dag. Einhvern veginn efast ég samt um að þessi 2010-mynd hafi verið gerð af miklum listrænum metnaði, heldur frekar sem gjöf frá Will Smith og Jada Pinkett-Smith til sonar síns, Jaden, enda eru þau meðframleiðendur. Ég verð samt að játa að þrátt fyrir augljósa egóbústið fyrir krakkann og þá gegnsæju staðreynd að myndin hafi einungis verið gerð til að græða, þá er hún alls ekki svo slæm. Hún er m.a.s. betri en sú upprunalega á ýmsa vegu. Aftur á móti, þegar hún misstígur sig, þá gerir hún það ansi harkalega og að mínu mati frekar skömmustulega.

Það er ýmislegt sem er vel hróssins virði hér. Í fyrsta lagi er Jaden Smith alls ekki slæmur í titilhlutverkinu (ég kem að því á eftir hvað heitið böggar mig hroðalega mikið). Hann hefur egó föður síns og það sést langar leiðir en miðað við barnaleikara er hann óvenju viðkunnanlegur og auk þess virðist hann ekki feila á dramatísku augnablikum sögunnar, sem skiptir mestu máli. Ég bjóst reyndar við því versta því þessi krakki var vægast sagt leiðinlegur í The Day the Earth Stood Still. Að horfa á hann var næstum því jafn pirrandi og að vera með poppkorn fast í tönnunum í marga klukkutíma. En svo er annað sem stendur upp úr þessari mynd og það er Jackie Chan, sem í fyrsta sinn í LANGAN tíma fær alvöru hlutverk, en ekki bara karakter sem er látinn leika listir sínar. Mér fannst hann standa sig frábærlega, og því meira sem við fáum að kynnast hans persónu því meira líkar manni við hann og finnur til með honum. Myndin býður síðan aukalega upp á stórskemmtilega slagsmálasenu (en aðeins eina) í klassískum Jackie Chan-stíl þar sem hann lætur fullt af ungum strákum lemja sjálfa sig. Ég var við það að klappa eftirá.

Það sem þessi Karate Kid nær jafnframt góðum tökum á er umhyggjan gagnvart persónum sínum, og maður finnur vel fyrir því að Harald Zwart (sem er greinilega enn að jafna sig eftir að hafa leikstýrt Pink Panther 2!) hafi litið á þessa mynd sem meira en bara launaseðil. Það má eiginlega segja að umhyggjan hafi verið alltof mikil því þessi maður virðist ómögulega vita hvenær nóg er komið. Myndin rennur hjá á sæmilegum hraða en hún er alltof, alltof löng. Við þurftum heldur ekkert á aukaplottinu að halda þar sem lykilkarakterinn fær ekki að hitta bestu vinkonu sína (já, þá tala ég um stelpuna með fetish fyrir hárinu hans Smiths). Ónauðsynleg uppfylling, og þær eru því miður nokkuð margar. Gamla myndin þjáðist af því sama nema þessi bætir 20 mínútum við þegar heildarlengdin ætti ekki að vera meiri en 110 mínútur cirka. Það vita líka allir sem horfa á hana hvernig hún mun enda um leið og hún byrjar, sem gerir það enn ónauðsynlegra að teygja lopann svona mikið. Leikstjórinn fær heldur ekki hrós hjá mér fyrir tónlistarvalið í sumum senum.

Handrit myndarinnar er líka rosalega upp og niður og tónninn er misvel meðhöndlaður. Stundum slær dramað á rétta strengi en svo koma fyrir tilfelli þar sem myndin verður bara angandi af hallærisleika. Svo eitthvað sé nefnt þá fannst mér það slæm ákvörðun að láta hana enda á "freeze-frame" skoti, því það vekur frekar upp kjánahroll heldur en bros sem stýrist af feel-good tilfinningu, sem svona sögur eiga að gefa manni. Sumar upplýsingarnar í handritinu komust einnig furðulega til skila. Takið t.d. eftir því hvernig áhorfandinn fær að vita að pabbi Smiths sé dáinn í myndinni. Frekar... spes, og nei, ég er ekki að spoila þar sem þetta kemur fram þegar u.þ.b. mínúta er liðin.

Gleymum því svo ekki hvað titillinn er kolrangur, og þó svo að það sé vitnað í Karate þá kemur það hvorki sögunni né persónunum við. Þessi titill er þarna bara svo fólk viti að þetta sé endurgerð á samnefndri '80s mynd. Engin önnur ástæða og mér finnst það frekar lágkúrulegt. Allir sem munu horfa á þessa mynd munu hugsa að þessi mynd hefði frekar átt að heita The Kung-Fu Kid. Persónulega finnst mér það líka flottari titill.

En yfir heildina er þessi mynd mjög fín afþreying fyrir fjölskylduna, burtséð frá ofbeldinu (sem er óvenju brútal. Án gríns!) og boðskapnum sem gefur í skyn að slagsmál séu rétta svarið. Myndin hefur marga kosti en aðeins of mikið af göllum sem koma í veg fyrir meðmæli. Á tímabili var ég samt mjög nálægt því að kalla þetta góða mynd. Kannski það segi eitthvað. A.m.k. gef ég henni punkta fyrir að gera ýmislegt nýtt í stað þess að kópera frummyndina skref fyrir skref.

6/10

Eitt enn:
(SPOILER þó)

Er ég einn um það að bardagastíllinn hjá Smith í lokin hafi oft verið algjörlega úr takt við það sem við sáum hann læra?? Ég á líka rosalega erfitt með að kaupa það að hann hafi orðið Kung-Fu meistari eftir að hafa fengið þjálfun á innan við ári, sérstaklega þar sem hann keppti við grjótharða bardagasnillinga sem virtust æfa oftar en þeir töluðu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.06.2015

Titanic tónskáld látið

Kvikmyndatónskáldið James Horner, sem vann tvenn Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við stórmyndina Titanic eftir James Cameron, er látinn, 61 árs að aldri. Horner gerði jafnframt tónlist við stórmyndirnar Avatar, Bravehe...

01.06.2013

Gagnrýnendur tæta After Earth í sig

Nýjasta mynd Will Smith, After Earth, virðist ekki ætla að ná flugi í miðasölunni í Bandarískum bíóhúsum, en myndin var frumsýnd nú um helgina þar í landi. Gagnrýnendur hafa auk þess tætt myndina í sig, en m...

20.01.2012

Titanic tekin í gegn á 10 mínútum

Vorið 2008 hófst lítill netþáttur inni á Kvikmyndir.is sem bar hið einfalda heiti Bíótal. Í þeim þætti var reglulega fjallað um nýjar og gamlar (oftast samt þessar nýjustu) myndir og hefur markmið þáttarins frá ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn