Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Youth in Revolt 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. maí 2010

He Wasn't a Rebel Until He Found His Cause. / Every "Revolution" Needs A Leader

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Á meðan hjólhýsahyskis-foreldrar hans ramba á barmi skilnaðar, hefur Nick Twisp heillast af draumastúlkunni Sheeni Saunders, og vonar að hún sé sú sem muni hjálpa honum að missa sveindóminn.

Aðalleikarar

Michael Cera

Nick Twisp / François Dillinger

Portia Doubleday

Sheeni Saunders

Jean Smart

Estelle Twisp

M. Emmet Walsh

Mr. Saunders

Joey Box

George Twisp

Adhir Kalyan

Vijay Joshi

Fred Willard

Mr. Ferguson

Ray Liotta

Lance Wescott

Justin Long

Paul Saunders

Rooney Mara

Taggarty

Jade Fusco

Bernice Lynch

Mary Kay Place

Mrs. Saunders

Miguel Arteta

Illegal Immigrant #2

Christa B. Allen

Teenage Girl

Leikstjórn

Handrit

Viti menn, Cera er orðinn þolanlegur aftur
Youth in Revolt er fyrsta tilraun Michaels Cera til að prófa nýja hluti, sem þýðir að hann reynir (loksins?) að gjörbreyta þeirri einhæfu ímynd sem hann hefur skapað sér með hverri einustu mynd sem hann hefur leikið í. Við höfum alltaf þekkt hann sem ljúfan, kaldhæðinn nörda sem breytir aldrei um svipbrigði og lítur oftast út eins og hann sé við það að míga á sig úr vandræðalegheitum. Ég get samt ekki beint kennt hlutverkavalinu hans um þetta, því ég held að drengurinn sé bara ekki með vott af fjölbreyttum leikhæfileikum í sér. Hann er líklegast bara að leika sjálfan sig, og þó svo að ég sé mjög spenntur að sjá hvernig Scott Pilgrim kemur út (og Arrested Development-myndin líka... ef hún verður gerð þ.e.a.s.), þá held ég að Youth in Revolt sé með því besta sem hann hefur gert á stutta ferlinum sínum. Ég var nefnilega orðinn heldur þreyttur á þessum dreng, sérstaklega eftir hörmungina Paper Heart og Year One þar á undan, þar sem hann bókstaflega meig á sjálfan sig.

Hérna leikur Cera bæði "sjálfan sig" og "alter egó" týpu sem er bæði bráðfyndin og hallærisleg í senn. Hann virkar samt einfaldlega vegna þess að handritið er í ferskari kantinum, og leikstjórinn Miguel Arteta (sem m.a. gerði hina stórlega vanmetnu The Good Girl) virðist kunna að nota Cera án þess að hann verði pirrandi. Hingað til höfum við oftast séð Cera deila aðalhlutverki með einhverjum öðrum (m.a. Jonah Hill, Kat Dennings, Jack Black o.fl.) en hérna er hann nánast alveg einn á báti, fyrir utan hina krúttlegu Portiu Doubleday. Engu að síður kunni ég vel við strákinn hér og fannst hann akkúrat smellpassa í þessa(r) rullu(r). Vandræðalegi persónuleikinn hans hefur ekki hentað hlutverki svona vel fyrir hann síðan hann lék í Arrested Development. "Alter egóið" fær samt auðvitað mesta hrósið, þótt jafnvel sú týpa sé ekki aaaalveg eins frábrugðin hinum "venjulega" Michael Cera og hún ætti að vera. Það má, þannig séð, segja að hann hafi *næstum því* tekist að gera eitthvað nýtt, en ekki alveg. Góð tilraun þó. Skal alveg leyfa honum að hækka aðeins í áliti hjá mér.

Youth in Revolt virðist samt ekki geta ákveðið sig hvort hún vilji vera skrítin indie-mynd eða "hipp" unglingamynd, en það skiptir svosem ekki öllu, því sem unglingamynd er hún með þeim óvæntari sem ég hef séð í langa tíð, þrátt fyrir sína galla. Ég get ekki sagt að hún sé eitthvað rugl eftirminnileg og einnig finnst mér teiknimyndainnskotin vera heldur gagnslaus. Þau þjónuðu sögunni voða lítið og voru bara sett inn til að gera myndina meira skrítna. En hvað heildina varðar var ég mjög sáttur. Myndin er fljót að líða, heldur góðum dampi í húmor, er stundum skemmtilega súr og dettur mjög sjaldan í þá gryfju að vera dæmigerð. Hún fær líka feitan plús fyrir það að innihalda tryllt hlaðborð af kostulegum aukapersónum, þar sem nánast hver og einn leikari (hvort sem það er Ray Liotta, Justin Long, hálfnakinn Fred Willard, Steve Buscemi eða indverski gaurinn með breska hreiminn, sem var alveg frábær!) virðist skilja eitthvað smá eftir sig. Væri ekki fyrir þessa aukaleikara myndi þessi mynd sleppa með háa sexu, en þar sem svona margir náðu að koma glotti á andlitið á mér þá verð ég að gefa henni nokkuð solid meðmæli.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.10.2014

Allt fer úrskeiðis

Gamanmyndin Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day verður frumsýnd á morgun, föstudaginn 10. október. Myndin segir frá afar óheppnum dreng. Fjölskyldan hans er aftur á móti með eindæmum gæfurík, en einn d...

08.05.2014

Hræðilega ömurlegur dagur

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni, sem ber hinn langa titil 'Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day' var opinberuð í dag. Myndin segir frá afar óheppnum dreng. Fjölskyldan hans er aftur á móti með eindæmum gæf...

20.01.2012

Titanic tekin í gegn á 10 mínútum

Vorið 2008 hófst lítill netþáttur inni á Kvikmyndir.is sem bar hið einfalda heiti Bíótal. Í þeim þætti var reglulega fjallað um nýjar og gamlar (oftast samt þessar nýjustu) myndir og hefur markmið þáttarins frá ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn