Náðu í appið
Öllum leyfð

Algjör Sveppi og leitin að Villa 2009

Justwatch

Frumsýnd: 25. september 2009

80 MÍNÍslenska

Þegar Villa besta vini hans Sveppa er rænt af misyndismönnum tekur Sveppi til sinna ráða og fer sjálfur að leita.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Alíslenskur kjánahrollur
Ég vil ekki hljóma eins og sjálfumglaður mongólíti en ég get ekki ímyndað mér að það sé svakalega erfitt að búa til bíómynd sem nær auðveldlega til barna, ekki síður þegar þekktur barnaskemmtikraftur fer með aðalhlutverkið. Margir gera sér grein fyrir þessu og þess vegna reyna bestu kvikmyndargerðarmennirnir töluvert meira á sig svo eldri hópar séu ekki skildir útundan með ekkert til þess að gera annað en að athuga klukkuna á korters fresti. Sjálfum finnst mér æðislega gaman að horfa á góða barnamynd sem sýnir fullorðnum viðlit, en þá er hún sennilega ekki lengur barnamynd, heldur fjölskyldumynd.

Börn hlæja að næstum því öllu ef reynt er að þóknast þeim með húmornum sem þau oftast kunna við. Listinn yfir tegundir brandara sem börnin fíla er ekki mjög langur, og oftast ef nógu mikið af slapstick-gríni er til staðar þá haldast þau límd við skjáinn eins og gamlar konur við Leiðarljósi. Þess vegna ef menn ætla að búa til úrvalsbarnamynd sem talar sama tungumál og börn án þess að leggja einhvern aukametnað í verkið þá er það útilokað að hópar eldri en kannski 9 ára (segjum það bara) geti nokkurn tímann notið hennar til botns. Það er yfirleitt sagt að allir krakkar séu með lélegan bíómyndasmekk á ungum aldri og það er ekki erfitt að skilja hvers vegna.

Algjör Sveppi og leitin að Villa er ekki mikið að sækjast eftir hylli frá fullorðnum, en hún þarf þess svosem ekkert. Hún veit hver markhópur sinn er og á litlu landi eins og Íslandi nægir það alveg til að hún skili sér í plús. Í fáeinum tilfellum blikkar myndin öðru auganu framan í okkur gamla pakkið, en að megnu til er metnaðarleysið fulláberandi til að hægt sé að telja þetta góða bíómynd, eða svo mikið sem skemmtilega bíómynd, sem hún vill frekar vera. Hún er reyndar góð barnamynd, en það þýðir bara að börnin vaxi upp úr þessu seinna meir. Slíkt er sjaldan hægt að segja um góðar fjölskyldumyndir.

Þar sem þessi mynd er ekki að setja sér há markmið þá vil ég ekki kryfja hana of djúpt, þótt það sé hægara sagt en gert. Öll svokallaða sagan er einn langur og óvandaður hamagangur frá byrjun til enda. Handritið er illa unnið, en ég efast ekki um að aðstandendur séu meðvitaðir um það. Allar svokölluðu hasarsenur myndarinnar eru óvandaðar og orkulausar og tölvubrellurnar eru eins og eitthvað úr amatör stuttmynd sem maður finnur á YouTube. Er nokkuð svo ósanngjarnt af mér að búast við betra jafnvel þótt þetta sé íslensk mynd?

Reyndar eru nokkur ágætlega fyndin atriði dreifð út myndina með löngu millibili. Atriðið sem lýsir kvöldfréttunum frá sjónarhorni barns var nokkuð snjallt og senurnar þar sem fjórði veggurinn er rofinn virka einnig prýðilega. Einkahúmor er að vísu mikið til staðar og ljóst er að allir sem komu nálægt þessari mynd skemmtu sér eins og leikskólabörn. Stundum var þetta samt fullmikið af "þið-eruð-að-vísa-í-ykkur-sjálf" atriðum. Vilhelm Anton (Villi) syngur t.d. lag eftir sjálfan sig og segist einnig vita fullvel hvað naglbítur er (200,000 naglbítar. Augljóst, ekki satt?). Ég get nefnt fleiri dæmi, en það væri sóun á orðafjölda.

Sveppi veit alveg hvað hann syngur, og hann má eiga það að standa sig vel enda barngóður og með fína útgeislun. Villi er að vísu langbestur en með betra handriti og leikstjórn gæti Sveppi alveg haldið heilli mynd á floti. Guðjón Davíð (Gói) er stundum fyndinn en reynir stundum líka fullmikið á sig. Egill Ólafs og Auddi Blö eru prýðilegir í smáhlutverkum en fyrir utan þá eru langflestir aðrir bara grátlega slæmir. Ein fallegasta skvísa landsins er þar meðtalin.

Myndin verður sem betur fer ekki óáhorfanleg fyrr en í kringum seinustu 20 mínúturnar og þá eykst kjánahrollurinn hratt, og hann byrjaði nú snemma um leið og Sveppi kemur með hlægilegt plögg og treður því ofan í hálsinn okkar hvaða bíó er best. Sú staðreynd að myndin sé meðframleidd af eigendum Sambíóanna er greinilega vel falin (*hóst*). Ég veit samt að þessi mynd var ekki gerð fyrir mig. Þeir fullorðnu sem hafa hátt álit á henni hljóta að vera annaðhvort skildir aðstandendum eða einhverjir sem horfa alltof sjaldan á bíómyndir. En að minnsta kosti eru börnin sátt. Það skiptir einhverju.

4/10

PS.
Feitur mínus á tónlistina. Af hverju í ósköpunum var notað stef úr Minority Report?!? Endilega kíkið einnig á trailerinn fyrir gömlu Rocketeer-myndina og segið mér hvort þemalagið í Sveppa og tónlistin þar hljómi svipuð :)

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.09.2019

Kanarí valin fyndnasta íslenska kvikmyndin

Heimildarmyndin Kanarí eftir þær Magneu B. Valdimarsdóttir og Mörtu Sigríði Pétursdóttir var valin fyndnasta kvikmyndin á nýafstaðinni Gamanmyndahátíð, eða Iceland Comedy Festival, sem haldin er árlega á Flateyri....

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn