Normal Adolescent Behavior
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Í myndinni er ljótt orðbragð
RómantískDrama

Normal Adolescent Behavior 2007

93 MÍN

Normal Adolescent Behavior gerist í menntaskóla í úthverfi nokkru, þar sem flestir eru auðugir og lifa átakalausu lífi. Þrír unglingar, Wendy, Billie og Ann, eru á lokaári sínu í þessum einkaskóla og eyða öllum lausum stundum með þremur vinum sínum, John, Prince og Robert. Þau hafa verið vinir síðan í grunnskóla og hefur myndast mjög sérstakt samband... Lesa meira

Normal Adolescent Behavior gerist í menntaskóla í úthverfi nokkru, þar sem flestir eru auðugir og lifa átakalausu lífi. Þrír unglingar, Wendy, Billie og Ann, eru á lokaári sínu í þessum einkaskóla og eyða öllum lausum stundum með þremur vinum sínum, John, Prince og Robert. Þau hafa verið vinir síðan í grunnskóla og hefur myndast mjög sérstakt samband milli þeirra. Þau lifa mjög frjálslegu kynlífi og skiptast reglulega á að vera með hvort öðru. Þau hafa í raun skapað sitt eigið litla samfélag sem telur sig hafið yfir hversdagsleika skólans. Wendy líður mjög vel í þessu sérstaka sambandi sínu við fimm vini sína, það er að segja þangað til hún hittir Sean á fyrsta degi lokaársins og fellur fyrir honum. Því þarf hún brátt að velja hvort hún vill: Sean eða vinina...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn