Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Daybreakers 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. mars 2010

In 2019, The Most Precious Natural Resource... Is Us

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Árið er 2010. Illvígur faraldur hefur breytt nær öllum mönnum í vampírur. Menn sem ekki eru enn sýktir, glíma nú m.a. við þverrandi blóðbirgðir. Á sama tíma reynir einn maður að vinna með leynilegum hópi af vampírum að leið til að bjarga mannkyninu.

Aðalleikarar

Ethan Hawke

Edward Dalton

Sam Neill

Charles Bromley

Claudia Karvan

Audrey Bennett

Isabel Lucas

Alison Bromley

Vince Colosimo

Christopher Caruso

Benjamin Mouton

Senator Turner

Huan Wang

Frankie Dalton

Tiffany Lamb

News Reader

Christopher Kirby

Jarvis Bayom

Damien Garvey

Senator Westlake

Leikstjórn

Handrit

Svöl hugmynd,slök úrvinnsla
Það er alltaf einhver sjarmi yfir vel heppnuðum vampírumyndum. Þær hafa samt verið fáar almennilega undanfarin ár. 30 Days of Night var góð en annað hefur verið slappt, þoli t.d. ekki þessar unglingavampírumyndir sem eru svo vinsælar núna eins og Twilight, New Moon og Tha Vampire´s Assistant.

Ég var mjög spenntur fyrir þessari mynd enda hugmyndin flott og frábærir leikarar. Í stuttu máli þá gerist myndin árið 2019 þegar vampírur ráða ríkjum og menn eru nýttir til blóðlosunar, ekki drepnir heldur nýttir til að fá meira blóð. Það eru bara svo fáir menn eftir að blóðið úr þeim dugar ekki nema í nokkrar vikur í viðbót og því keppast vampírurnar við að finna upp blóðlíki til að nota í staðinn. Á meðan svelta vampírurnar og uppreisn er yfirvofandi. Þessar fáu manneskjur sem eftir eru keppast við að halda frelsinu og aðilar í þeirra röðum búa yfir vitneskju um það hvernig má ,,lækna" vampírur og breyta þeim aftur í menn.

Myndin byrjar vel og heldur góðum dampi í svona 45 mínútur. En þá er eins og handritshöfundar hafi farið að rífast um það hvernig niðurlag myndarinnar ætti að vera því það hellast yfir allskonar útfærslur af misheppnuðum hasaratriðum, uppgjörf aðaleikaranna sem fer út um víðan völl, ruglingslegir eltingaleikir og almenn leiðindi. Tilvísun í helförina var t.d. alveg glötuð.

Leikarnir standa sig ágætlega, bestur er samt Sam Neil sem stendur alltaf fyrir sínu.

Fín mynd fram að hléi en svo hvorki fugl né fiskur eftir það.
Besta vampírumyndin síðan... uh?
Ein ástæðan af hverju Twilight-myndirnar hafa fallið svona vel í kramið hjá ungu fólki er sú að það eru bara ekki til nógu margar góðar (hvað þá töff) vampírumyndir þarna úti. Sumir eru einfaldlega farnir að sætta sig við miðjumoðið eða verra. Daybreakers er ekki aðeins skrefið í réttu áttina að mínu mati, heldur einhver ferskasta, athyglisverðasta og metnaðarfyllsta mynd sinnar tegundar í ábyggilega meira en áratug. Það segir auðvitað ekki neitt, en trúið mér, þessi mynd gerir fyrir vampírur það sem District 9 gerði með geimverur. Hún býr s.s. til ýkta - en aldrei of yfirdrifna - útgáfu af okkar heimi ásamt því að þræða haug af hugmyndum inn í traust handrit. Samt er nóg pláss eftir fyrir subbuskap, húmor, smá hasar og örlitla persónusköpun - og allt þetta er unnið fyrir litlar $20 milljónir (þriðjungi minna en D-9).

Ég var allt annað en ánægður með fyrstu mynd þeirra Spierig-bræðra, Undead, en með þessari mynd hafa þeir stokkið upp um mörg fet í áliti hjá mér. Sjónræni stíll þeirra er einstaklega grípandi hérna. Myndin lítur glæsilega út og þrátt fyrir B-mynda brellur er ótrúlegt hvað leikstjórunum tókst að gera mikið fyrir lítið. Handritið þeirra er líka þrælskemmtilegt. Grunnhugmyndin er frumleg og sagan heldur dampi án þess að fara út í klisjur eða svo mikið sem dauðan kafla. Það eina sem mér fannst ekki eiga erindi inn í myndina var hasarinn. Hann virkaði ótrúlega vel á sumum stöðum, en á hinn bóginn fannst mér eins og bræðurnir ákváðu að troða hasar inn í myndina af engri sérstakri ástæðu nema bara til að ná til breiðari mainstream-hópa. Ef þeir hefðu haldið lágstemmda (en samt drungalega) tóninum og nýtt frekar fjármagnið í að stækka heiminn aðeins meira þá hefði þessi mynd getað orðið stórkostleg.

Ekki samt halda að ég kunni ekki að meta hraðskreiða bíla, byssuhvelli og Willem Dafoe haldandi á lásaboga. En mér fannst samt alltaf myndin mun áhugaverðari þegar hún var ekki alveg eins "hefðbundin" og þegar lætin byrjuðu. Einnig fannst mér það hreint út sagt glatað þegar ákveðin bifreið sprakk í loft upp eftir að hafa fengið planka í gegnum rúðuna. Þetta leit út eins og það ætti heima í allt annarri mynd. Kannski Transporter? Engu að síður þá fannst mér þetta vera eitt af mörgum merkjum um það að bræðurnir eru ekki sérfræðingar í hasardeildinni. Það breytir samt ekki miklu, því þeirra hæfileikar eru gríðarlega efnilegir. Meira að segja hafa þeir mjög föst tök á leikurunum sínum, og það er með ólíkindum hvernig þeir komast upp með sum samtölin án þess að þau séu kjánaleg. Ethan Hawke er virkilega fínn, Dafoe flottur og Sam Neill virðist njóta sín í botn. Claudia Karvan og Isabel Lucas eru einnig hörkugóðar í sínum hlutverkum þótt maður hefði viljað sjá aðeins meira af þeim.

Ef út í það er farið hefði Daybreakers klárlega mátt vera lengri. Hún er mjög straightforward (en sem betur fer ekki formúlubundin) á þessum 90 mínútum þótt ég gæti ímyndað mér alls kyns möguleika með þennan efnivið. Ég ætla mér samt ekki að kvarta því myndin á hiklaust skilið góð meðmæli og aðstandendur eiga jafnvel skilið klapp á bakið fyrir að prófa eitthvað nýtt með vampírur sem loks er hægt að kalla töff aftur.

7/10

Költ-status? Já takk!

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.03.2016

Janúar góður hrollvekjumánuður

Framleiðslufyrirtækin The Weinstein Company og Dimension Films tilkynntu í dag að þau hefðu breytt frumsýningardegi hrollvekjunnar Amityville Horror: The Awakening.  Nýr frumsýningardagur er 6. janúar 2017, en upphaflega...

22.07.2010

Comic-Con - Dagbók: Preview Night

Comic-Con hófst með látum í kvöld þar sem svokallað "Preview Night" var haldið fyrir hörðustu aðdáendurna, sem gátu fengið fyrstu rúntana um kynningarbása myndasögufyrirtækja, leikjaframleiðenda og kvikmyndastúd...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn