Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Mar adentro 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. febrúar 2005

125 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 74
/100
Vann Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina árið 2005.

Sönn saga af Spánverjanum Ramon Sampredro sem barðist í 28 ár fyrir lögleiðingu líknardráps og því að eiga rétt á því sjálfur að deyja með reisn. Í myndinni er m.a. sagt frá sambandi Ramon við tvær konur, lögfræðinginn Juliu, sem styður málstað hans, og Rosa, konu úr bænum, sem vill sannfæra hann um að það sé þess virði að lifa lífinu áfram.

Aðalleikarar


Ég er glerharður karlmaður með vagavöðva og mucho bringuhár (uhh) en þessi mynd snerti mig. The Sea Inside vann óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina árið 2005. Hún hefði svo sem mátt vinna bestu mynd ársins mín vegna af því að hún er betri en Million Dollar Baby! Myndin er sannsöguleg og segir frá Ramón Sampedro sem hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neðan háls. Hann óskaði opinberlega eftir því að deyja og ...um það er myndin.

Myndin spyr mikilvægra spurninga um tilgang lífsins, líknardráp og rétt manna til að deyja. Hver verður að svara fyrir sig. Ég verð hinsvegar að segja að ef búið er að ganga úr skugga um menn séu heilir á geði og ef lífsgæði þeirra eru engin þá finnst mér að þeir eigi rétt á því að binda endi á eigið líf. Hvað finnst ykkur?

Þessi leikstjóri er alveg magnaður. Ég þarf að fá Abre los ojos hjá ykkur Benni og Iðunn. Tesis og The Others voru virkilega flottar en þessi er betri en þær báðar. Javier Bardem er klárlega einn af topp 5 leikurum í dag, hann hefur sannað það hvað eftir annað. Þrátt fyrir efnisval er þetta ekki þynglyndismynd. Mér fannst hún nokkuð létt á köflum og skemmtileg. Allar helstu persónur eru vel þróaðar og allir leikarar standa sig vel. Fantasíu atriðið er líka vel heppnuð þar sem Ramón flýgur út um gluggann sinn í átt að hafinu. Virkilega falleg mynd.

“The person who really loves me will be the one who helps me die. That's love, Rosa. That's love.”

Condenado a vivir er önnur mynd sem gerð var um Ramón Sampedro árið 2001.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn