Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Grizzly Man 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. febrúar 2019

In nature, there are boundaries. One man spent the last 13 years of his life crossing them.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Myndin fjallar um dýravinina Timathy Treadwell og Amie Huguenard, sem héldu langdvölum til í óbyggðum Alaska. Þau rannsökuðu og bjuggu meðal grábjarna, á löngum tímabilum, 13 sumur í röð. Þau létust þar í október 2003 þegar grábjörn réðst á þau. Leikstjórinn Wernre Herzog vann myndina upp úr um 100 klukkutímum af efni sem Timoty myndaði.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Eftir að Arnar Steinn talaði um að Werner Herzog væri gæðastimpill, í sambandi við Rescue Dawn, ákvað ég að leita uppi aðra mynd eftir hann. Ég hef haft þessa mynd í sigtinu síðan hún kom út en hef ekki séð hana fyrr en núna. Grizzly Man er ein magnaðasta heimildarmynd sem ég hef séð og jafnvel ein magnaðasta kvikmynd sem ég hef séð.

Myndin segir frá Timothy Treadwell sem tileinkaði líf sitt grizzly björnum. Hann bjó einn með björnunum heil 13 sumur og komst nærri þeim en nokkur annar maður hefur gert. Herzog fékk í hendurnar allt hans myndefni og smíðaði þessa heimildarmynd út frá því. Treadwell er rosalegur persónuleiki og létt geggjaður. Hann lifir fyrir dýrin og náttúruna og segir beint út að hann sé tilbúinn að deyja fyrir þau. Myndirnar sem Treadwell náði af björnunum eru einstakar. Ég ætla ekki að tala um hvað gerist en þetta er mynd sem ég get ekki mælt nógu mikið með.

“I will die for these animals, I will die for these animals, I will die for these animals.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn