Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Lost World: Jurassic Park 1997

(Horfinn heimur: Júragarðurinn)

Justwatch

Frumsýnd: 18. júlí 1997

They're Walking Our Streets

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur. Tilnefnd til fjölda annarra verðalauna, svo sem MTV verðlauna og Razzie.

Eftir að ráðist er á unga stúlku af litlum risaeðlum af tegundinni compsognathus, þá uppgötvar Ian Malcolm að til er önnur eyja full af risaeðlum. Dr. John Hammond, skapari Júragarðsins, ákveður að senda fjóra ævintýramenn til að gera úttekt á lífi risaeðlanna á eyjunni, áður en INGEN taka yfir stjórn á eyjunni. Ian Malcolm er ekki hrifinn af þeirri... Lesa meira

Eftir að ráðist er á unga stúlku af litlum risaeðlum af tegundinni compsognathus, þá uppgötvar Ian Malcolm að til er önnur eyja full af risaeðlum. Dr. John Hammond, skapari Júragarðsins, ákveður að senda fjóra ævintýramenn til að gera úttekt á lífi risaeðlanna á eyjunni, áður en INGEN taka yfir stjórn á eyjunni. Ian Malcolm er ekki hrifinn af þeirri hugmynd Hammonds, og vill hafa samband við hina þrjá sem áttu að fara með honum á eyjuna. En áður en honum tekst að hafa samband við þá, þá uppgötvar hann að kærasta hans, Sarah Harding, er þá þegar á eynni. Núna snýst, það sem áður átti að vera saklaus útivistar- og náttúrulífsskoðunarferð, upp í björgunarleiðangur, og líf allra er í hættu. ... minna

Aðalleikarar


Mér fannst þessi mynd nú ekkert voðalega góð. í fyrsta lagi er plottið alveg útí hött og er hún mjög langsótt. Ég gef eina stjörnu fyrir það hvað hún er spennandi og ég er viss um að aðrir eru á sama máli og ég gef hálfa fyrir góðar tæknibrellur. Punktur og ekki einu basta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er satt að þessi mynd hefur ekkert í fyrri myndina að segja. Vandamálið er að þessi hugmynd er útjöskuð og ekkert spennandi lengur. Þó má sjá mörg skemmtilega ofbeldisfull og fyndin atriði í henni. Lokaatriðið setur stóran + á myndina, snilldarlega gert og tæknibrellur glæsilegar. Hún er því vel þessarra tveggja og hálfrar stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Spielber, Spielberg, Spielberg!!!

Guð minn góður, hvernig datt manninum í hug að leikstýra þessari þvælu? Og að hleypa T-Rex lausum hala í LA er fáránlegt og út í hött! Ég skrifa þessa grein með neinu tilliti til þess að fólk á eftir að sjá hana eða ekki. Þetta er þvæla sem á ekkert sameginlegt með forvera sínum Jurassic Park. FORÐIST HANA Á VIDEO LEIGUM!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa komið alveg þvílíkt meistarastykki, sem var Jurrasic Park, kemur hann með þetta ömurlega framhald. Ég hafði aldrei dottið í hug að Steven Spielberg gæti gert svona lélega mynd. Endirinn þar sem grameðlan fer í borgina er algjör rugl endir. Ekki nógu góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Yfirleitt þegar ég sé góðar spennu-, ævintýra- eða vísindaskáldsögu- myndir þá er ég æstur í að framhald verði gert. En það var ekki svo með Jurassic Park. Mér fannst hún vera svipuð og ET, bara væri ekki rétt að gera framhald. Í ofanálag, þá er einn af boðskap fyrstu myndarinnar hversu rangt það er að hagnast á þennan 'auglýsingahátt', eða eins og Dr. Ian Malcolm segir: 'You stood on the shoulders of geniuses to accomplish something as fast as you could and before you even knew what you had you painted it and packaged it and slapped it on a plastic lunchbox, and now you're selling it, you want to sell it!'. Svo var ekki komið nóg að hinu góða? Nei, framleiðendur vildu mjólka kvikmyndagesti örlítið meira. Mynd tvö um risaeðlurnar greinir frá annarri eyju þar sem risaeðlurnar flakka nú um frjálsar. Eftir óhappið í fyrri myndinni virðist heimurinn hafa ákveðið að gleyma þessu atviki, eða ekki trúa því (hversu ótrúlegt sem það er nú að einhver geti haldið þessu leyndu til lengri tíma þegar Dr. Malcolm segir hverjum sem heyra vill söguna.) Tengdarsonur Hammonds, Peter Ludlow (Arliss Howard), hefur tekið yfir fyrirtækið og ætlar sér að flytja risaeðlurnar til LA í hálfbyggðan skemmtigarð þar. Vill nú Hammond að Dr. Malcolm og félagar fari til eyjunnar til að safna heimildum um risaeðlurnar. Ætlar hann sér að nota þær heimildir til að geta lýst friðhelgi yfir þeim. Þetta framhald er alls ekki slæm mynd, og oft á tíðum skemmtileg. Er þar helst að þakka að sjálfsögðu Jeff Goldblum, en vert er að nefna Pete Postlethwaite í hlutverki Roland Tembo, þjálfaðs veiðimanns sem hefur verið ráðinn af Mr. Ludlow til að stjórna veiðunum á hinum villtu risaeðlum. Skemmtilegir eru líka Richard Schiff sem Eddie Carr, tæknimaður Dr. Malcoms, og óþokkaaðstoðarmaður Rolands, Dieter Stark (Peter Stormare). Allar þessar persónur gera myndina áhugaverða, en bæði Julianne Moore og Vince Vaughn geri lítið annað en skemma fyrir. Lang skemmtilegasta atriðið er þegar trailerinn þeirra hangir fram af fjallsbrún og er það um það bil eina atriðið þar sem um einhverja spennu er að ræða. Um miðbik myndarinnar virðast handritshöfundar hafa alveg verið hugmyndasnauðir og er endirinn bara bölvuð vitleysa. Hetjurnar verða endilega að bjarga litla risaeðlubarninu og virðast vera eina fólkið í heiminum sem veit hvað á að gera. Voðaleg þynna. En endilega lítið á myndina, hún er góð afþreying á laugardagskvöldi, með popp og kók.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.12.2018

Risaeðlurnar ráðast ekki á heiminn

Í endann á myndinni Jurassic World: Fallen Kingdom er látið að því liggja að risaeðlur myndu ryðjast í hópum yfir lönd heimsins án nokkurra hindrana í næstu Jurassic World kvikmynd, Jurassic World 3, og hrella þar mann...

13.03.2014

Bak við tjöldin: Jurassic Park

Nú þegar styttist í fjórðu Jurassic Park myndina þá er um að gera að rifja upp hvar ævintýrið byrjaði. Fyrsta myndin um Júragarðinn var frumsýnd árið 1993 og var leikstýrt af Steven Spielberg.  Jurassic Park er ...

04.07.2016

Nýtt á Netflix í júní

Nýjar kvikmyndir í júní 2016 7 Anos de Matrimonio (2013) 7 Chinese Brothers (2015) A Country Called Home (2015) A Fish Story (2013) A Walk to Remember (2002) Alien Autopsy: Fact or Fiction (2006) All Hail King J...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn