Náðu í appið

Rudo Y Cursi 2008

(Rough and Vulgar)

103 MÍNSpænska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Tveir bræður berjast um frægð innan knattspyrnuheims Mexíkó. Mexíkósku hálf bræðurnir Beto og Tato sem fá viðurnefnin Rudo, grófur, og Cursi, væminn, eiga í dæmigerðu ástar hatars bræðrasambandi. Þeir vinna báðir á banana ekru og búa með stórfjölskyldunni, móður sinni, ofbeldisfullum stjúpföður, systurinni Nadia, og eiginkonu Beto, Tona, og börnum.... Lesa meira

Tveir bræður berjast um frægð innan knattspyrnuheims Mexíkó. Mexíkósku hálf bræðurnir Beto og Tato sem fá viðurnefnin Rudo, grófur, og Cursi, væminn, eiga í dæmigerðu ástar hatars bræðrasambandi. Þeir vinna báðir á banana ekru og búa með stórfjölskyldunni, móður sinni, ofbeldisfullum stjúpföður, systurinni Nadia, og eiginkonu Beto, Tona, og börnum. Fjölskyldan er dæmigerð sveitafjölskylda og rétt ná að skrimta. Allt breytist þegar Batuta, maður sem leitar að hæfileikafólki, verður á vegi þeirra, en bræðurnir eru báðir góðir í fótbolta. Beto er markvörður en Tato er framherji. Beto hefur alltaf dreymt um að leika sem atvinnumaður, en Tato hefur þó meiri áhuga á frama innan tónlistarinnar. Batuta finnur að lokum lið fyrir báða bræðurna og í framhaldinu gengur á ýmsu og bræðurnir verða frægir. Það mætti þó ganga betur hjá Tato í tónlistinnni, og Beto er veikur fyrir fjárhættuspili, en allt þetta spilar inn í líf þeirra og hefur áhrif á framvindu lífs þeirra í myndinni. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn