Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Last Airbender 2010

(Avatar: The Last Airbender, The Last Airbender: Book 1 Water, The Legend of Aang)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. ágúst 2010

Four nations, one destiny

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 5% Critics
The Movies database einkunn 20
/100

Myndin segir af ævintýrum Aang, ungs erfðaprins í langri línu guðlegra manngervinga, sem verður að yfirgefa heim æskunnar og stöðva Eldþjóðina sem vill hneppa Vatns- , Jarðar-, og Loftþjóðirnar í þrældóm.

Aðalleikarar

Dev Patel

Prince Zuko

Shaun Toub

Uncle Iroh

Aasif Mandvi

Commander Zhao

Cliff Curtis

Fire Lord Ozai

Seychelle Gabriel

Princess Yue

Lachlan Murdoch

Gran Gran

Francis Guinan

Master Pakku

Damon Gupton

Monk Gyatso

Randall Duk Kim

Old Man in Temple

Keong Sim

Earthbending Father

John Noble

The Dragon Spirit (voice)

Brittany Paige Bouck

Appa / Momo (voice) (uncredited)

Ben Cooke

Avatar Roku (uncredited)

Leikstjórn

Handrit

Mig verkjar enn...
Þá er það komið á hreint; Ef M. Night Shyamalan gerir aftur mynd sem reynist vera góð, þá verður það fyrir slysni. Enginn maður getur staðið á fætur eftir svona horbjóð og sagt að hann hafi einhverja hæfileika í sér ennþá.

Það er hægt að segja að The Last Airbender detti í sundur vegna þess að leikstjórinn er engan veginn reyndur í brelludrifnum stórmyndum, en jafnvel það væri hæpið vegna þess að myndin lítur út fyrir að vera gerð af einhverjum sem hefur ekki minnstu hugmynd um þær lágmarkskröfur sem eru gerðar til kvikmyndagerðar, svona næstum því eins og Tommy Wiseau fengi peninginn til að gera fantasíumynd. Já, þessi mynd er ÞAÐ vond.

Ef þetta væri fyrsta myndin frá einhverjum óþekktum leikstjóra þá myndi ég betur skilja og kannski fyrirgefa þetta apagubb. En að hún skuli hafa verið gerð af manni sem var virkilega góður einu sinni og hefur síðan þá leikstýrt 6 myndum er hreint út sagt sjokkerandi. Shyamalan hefur EKKERT vit lengur á því hvernig skal segja sögu á filmu, eða hvernig skal segja sögu svo innihaldið komist eitthvað til skila af viti. The Last Airbender er einfaldlega einhver mesta óreiða sem ég hef lengi orðið vitni af. Mér leið ekki eins og ég væri að fylgjast með sögu, heldur 100 mínútna leiknu kynningarvídeói fyrir anime-seríuna, þar sem öll helstu atriðin voru sýnd.

Myndin hefur hörmulegt, sundurtætt flæði og glötuð samtöl, sem gerir það ennþá verra að sitja í gegnum þetta allt saman. Þau hvort eð er gegna engum öðrum tilgangi en að koma persónum frá einum stað til þess næsta. Persónurnar eru langflestar pirrandi og hasarinn þrefalt leiðinlegri vegna þess að manni gæti ekki verið meira sama um allt sem er að gerast. Jafnvel brellurnar geta engu bjargað vegna þess að allt annað sem umkringir þessa mynd er svo slæmt að maður hefur engan fókus á það hversu mikil vinna fór í útlitið. Mér stóð líka á sama. Veit heldur ekki hvort ég eigi að vorkenna liðinu sem sá um búninga, sviðsmyndir og brellur fyrir að taka þátt í þessu frati eða öfunda því lúmskt fyrir að hafa fengið góðan pening fyrir það eina sem vert er að hrósa ásamt myndatökunni.

Dev Patel (úr Slumdog Millionaire og Skins) er sá eini sem niðurlægir ekki sjálfan sig alveg í sínu hlutverki, en allir hinir gera það, meira að segja Cliff Curtis, og hann er venjulega frekar traustur. Drengurinn sem leikur Aang fær samt heiðurinn á því að vera einn af verri barnaleikurum sem sést hefur í háa herrans tíð. Jake Lloyd úr The Phantom Menace lítur út eins og Matt Damon í samanburði. Greinilega hefur eitthvað slæmt komið fyrir hausinn á Shyamalan. Hann þótti bara nokkuð góður með barnaleikara hér í denn. Þarf varla að nefna dæmi.

Partur af mér vildi reyndar óska að Tommy Wiseau hefði frekar gert þessa mynd því a.m.k. hefði ég hlegið og skemmt mér. Shyamalan er svo misheppnaður í þessu að honum tókst ekki einu sinni að gera mynd sem er svo yndislega léleg að þú nærð að hafa gaman af henni fyrir vikið. Onei, myndin er allan tímann að prufa þolið þitt og það er bókað að hver og einn mun finna allavega eitthvað eitt sem mun fara í hans fínustu. Í mínu tilfelli er það hér um bil allt saman. Þetta er ekkert annað en langur kjánahrollur sem neitar að hverfa. Mér finnst ég eiga skilið einhver verðlaun fyrir að hafa þraukað hana alla, þó það væri ekki nema bolur sem stæði á: "Farðu í rassgat, Shyamalan!" Þetta er versta myndin sem ég hef séð á öllu árinu, og ábyggilega versta stórmynd sem ég hef séð síðan 10,000 B.C. Kaldhæðnislega lék Cliff Curtis líka í henni. Skamm!

1/10

Allt of hratt farið yfir
Söguþráðurinn í myndinni er svo hraður og sundurtættur, ég sá teikniseríuna og hún var góð en í myndinni er reynt að taka það besta úr seríu 1 og búa til 100 mínútna mynd. Þeir hefðu betur bætt við áttatíu mínútum og gert myndina hægari og skiljanlegri, í stað þess að vera alltaf á hlaupum alla myndina. Get ekki mælt með þessari mynd, horfið frekar á seríuna. (Avatar-the last airbender)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.07.2016

23 persónuleikar - M. Night Shyamalan með nýja hrollvekju

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu hrolllvekju The Sixth Sense leikstjórans M. Night Shyamalan, Split, er komin út, og það má segja að miðað við stikluna þá lofi myndin nokkuð góðu, enda er okkur boðið upp á illmenni...

05.07.2010

Twilight efst, en þó minni en "New Moon"

The Twilight Saga: Eclipse, nýjasta myndin í Twilight Vampíru - ástarsögunni, fór örugglega í efsta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum um helgina en gekk þó ekki eins vel í miðasölunni í Bandaríkjunum eins og Twilight my...

10.12.2012

After Earth með Will Smith - Stikla

Stikla úr nýjustu mynd leikstjórans M. Night Shyamalan, After Earth er komin á netið. Þar sjást feðgarnir Will Smith og Jaden Smith í kröppum dansi. Myndin gerist eitt þúsund árum eftir að mannkynið hefur yfirgefið jör...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn