Náðu í appið

H 2002

(H Hypnosis)

Justwatch

An Intelligent Thriller

106 MÍNKóreska

Raðmorðingi að nafni Shin-Hyun gefur sig fram við lögreglu. Hann viðurkennir röð af einstaklega hrottalegum morðum á einkum kvenmönnum. Hann er settur í fangelsi og bíður þess að fá dauðadóm fyrir glæpi sína. En samt hætta drápin ekki. Þau halda áfram og bera öll einkenni Shin-Hyun. Málið er enduropnað þegar tvö lík finnast til viðbótar, bæði... Lesa meira

Raðmorðingi að nafni Shin-Hyun gefur sig fram við lögreglu. Hann viðurkennir röð af einstaklega hrottalegum morðum á einkum kvenmönnum. Hann er settur í fangelsi og bíður þess að fá dauðadóm fyrir glæpi sína. En samt hætta drápin ekki. Þau halda áfram og bera öll einkenni Shin-Hyun. Málið er enduropnað þegar tvö lík finnast til viðbótar, bæði af ófrískum konum. Ein finnst á uppfyllingarsvæði í borginni, og hin finnst hrottalega myrt í strætó. Rannsóknarlögreglumaðurinn Mi Yun og nýi félagi hans rannsóknarlögreglumaðurinn Kang, fá málið til rannsóknar. Mi Yun og Kang eiga erfitt með að vinna saman, en stöðugir árekstrar verða vegna ólíkra persónuleika og starfsaðferða. Kang fer af krafti og áhuga inn í málið. Hann fylgir nýjum aðila sem er grunaður, Huh, og að lokum þá ná þeir honum við að murka lífið úr konu á yfirfullum Teknó bar. Huh er færður í varðhald eftir að Kang skýtur hann og særir á vettvangi glæpsins. Í enn eitt skiptið lítur nú út fyrir að málið sé leyst, en samt halda morðin áfram, eins og sífellt sé verið að apa eftir aðferðum raðmorðingjans. Lögreglan leitar nú í örvæntingu að nýjum ábendingum. Hún byrjar á því að rannsaka Dr. Chu, sem er með Shin-Hyun í meðferð. En rannsóknin verður fyrir áfalli þegar Dr. Chu verður sjálf fórnarlamb morðingjant. Fljótlega fellur grunur á fyrrum kærasta Dr. Chu, hinn öfgafulla Choi. Nú eru öll púsl í þessari ráðgátu að byrja að púslast saman og málið virðist vera leyst. En rétt einu sinni þá fer allt upp í loft þegar Choi fremur sjálfsmorð. En morðin halda samt áfram. Málið flækist enn, og jafnvel þegar lögreglan sjálf fer að verða grunuð í málinu þá vandast málið enn frekar. ... minna

Aðalleikarar


Myndir frá S-Kóreu hafa verið nokkuð áberandi undanfarin ár með myndum á Borð við A Bittersweet Life, Oldboy, Brotherhood og A Tala of Two Sisters. Þetta er mynd sem bróðir minn keyptir á slikk í HMV án þess að vita hvað hann væri að kaupa. Ég hafði aldrei heyrt um hana en útgáfafyrirtækið Tartan er oft gæðastimpill. Þetta er nokkuð solid serial killer mynd. Hún er áhugaverð framan af og vel gerð í alla staði. Handritið hefði mátt vera þéttara en hún missir dampinn um miðpunktinn. Endirinn er reyndar fínn og það er twist sem ég var ekki búinn að fatta, en kannski er ég bara fattlaus. Það vantaði einhvern extra neista, annars, la la mynd, ágæt afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.04.2024

Ofdekraður kisi vinsælastur

Kötturinn Beggi sló í gegn í bíó um síðustu helgi en kvikmyndin um hann, 10 líf, fór rakleitt ný á lista beint á topp íslenska aðsóknarlistans. Rúmlega þúsund manns börðu myndina augum um helgina. Í ...

23.04.2024

Vilja lausnargjald fyrir vampíruna

Í gegnum tíðina hafa vampírukvikmyndir gert margan ungan leikarann að stjörnu, allt frá Kirsten Dunst til Kirsten Stewart. Og bráðum getum við líklega sagt það sama um hina 13 ára gömlu Alisha Weir en hún er aðalle...

22.04.2024

Sagan lét Keaton ekki í friði

Knox Goes Away, sem komin er í bíó á Íslandi, er önnur kvikmyndin sem Michael Keaton leikstýrir. Hin er The Merry Gentleman frá árinu 2008. Og eins og í þeirri kvikmynd þá er Knox Goes Away íhugul persónuskoðun með ha...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn