Hurlyburly
Bönnuð innan 16 ára
Drama

Hurlyburly 1998

(Gauragangur)

5.9 9570 atkv.Rotten tomatoes einkunn 59% Critics 6/10
122 MÍN

Hér segir frá hinum sálarkreppta Eddie sem náð hefur langt í Hollywood en er um það bil að glata fótfestunni í tilverunni. Hann gengur um gólf í eiturlyfjavímu og reynir að rökræða tilgangsleysi sitt við sjálfan sig og álíka ruglaða félaga sína og ástvini. Um er að ræða kvikmyndaútgáfu af frægu leikriti eftir David Rabe sem fjallar um firrtar og... Lesa meira

Hér segir frá hinum sálarkreppta Eddie sem náð hefur langt í Hollywood en er um það bil að glata fótfestunni í tilverunni. Hann gengur um gólf í eiturlyfjavímu og reynir að rökræða tilgangsleysi sitt við sjálfan sig og álíka ruglaða félaga sína og ástvini. Um er að ræða kvikmyndaútgáfu af frægu leikriti eftir David Rabe sem fjallar um firrtar og sjálfhverfar manneskjur í draumaborginni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Ég get nú ekki sagt að þessi mynd hafi verið það besta sem fyrir mig hefur komið, en sniðug var hún þó! Hún er tveggja tíma hugleiðing um lífið í dag í smáatirðum. Vandamálið er að hún kemur sér aldrei alminnilega af stað og hún verður svolítið langdregin, plús að Sean Penn á það til að ofleika smá á köflum)og handritið, ekki textinn heldur það sem gerist með textanum, er stundum alveg handónýtt. Annars er hún mjög fyndið skot á lífið í dag en ég vara fólk við að þessu húmor er ekki endilega fyrir alla. Þetta er eitthvað sem ég kalla heimspekilegur húmor og maður verður að horfa oftar en einu sinni á hana til að ná góðum tökum á öllum þeim viskupunktum sem hent er í mann. Það er hægt að skemmta sér alveg ágætlega yfir þessari mynd í tvo tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn