Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Frighteners 1996

Justwatch

Your number's up!

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Tilnefnd til International Horror Guild verðlaunanna.

Eftir bílslys þar sem eiginkona hans, Debra, lætur lífið, og hann slasast sjálfur, öðlast Frank Bannister yfirnáttúrulega hæfileika sem gera honum kleift að sjá, heyra og eiga samskipti við drauga. Eftir að konan deyr, þá ákveður hann að hætta í vinnunni á arkitektastofunni, og lætur óklárað draumahús sitt sitja á hakanum í mörg ár. Í staðinn notar... Lesa meira

Eftir bílslys þar sem eiginkona hans, Debra, lætur lífið, og hann slasast sjálfur, öðlast Frank Bannister yfirnáttúrulega hæfileika sem gera honum kleift að sjá, heyra og eiga samskipti við drauga. Eftir að konan deyr, þá ákveður hann að hætta í vinnunni á arkitektastofunni, og lætur óklárað draumahús sitt sitja á hakanum í mörg ár. Í staðinn notar hann hæfileika sína til að vingast við nokkra drauga og fær þá til að hræða líftóruna úr fólki í húsum í nágrenninu til að hann fái vinnu við að reka draugana úr sömu húsum. En þegar Frank uppgötvar að vera í gervi sláttumannsins slynga, sé að drepa fólk, og sker út númer á enni þess áður, þá reynir Frank að hjálpa fólkinu sem sláttumaðurinn eltist við! ... minna

Aðalleikarar

Michael J. Fox

Frank Bannister

Trini Alvarado

Lucy Lynskey

John Astin

The Judge

Jeffrey Combs

Milton Dammers

Dee Wallace

Patricia Bradley

Albert Brooks

Ray Lynskey

Jake Busey

Johnny Bartlett

Hulk Hogan

Stuart

Tom Welling

Sheriff Walt Perry

Julianna McCarthy

Old Lady Bradley

Elizabeth Hawthorne

Magda Rees-Jones

Angela Bloomfield

Debra Bannister

Desmond Kelly

Harry Sinclair

Stuart Devenie

Museum Curator

Leikstjórn

Handrit


The Frighteners er draugamynd með gamansömu ívafi eins og þær gerast bestar. Peter Jackson gerði þessa snilldarmynd áður en hann komst á toppinn með LOTR þríleiknum. Það sem mér fannst best við myndina: Hröð atburðarrás, creepy tónlist Danny Elfman, frammistöður Jeffrey Combs og Chi McBride, tæknibrelluvinnan er frábær og svo er hún á tímum verulega creepy og spennandi, og það er alltaf gott fyrir draugamynd. Þetta er með betri myndum Peter Jacksons sem leikstjóra, og mynd sem er mun betri til áhorfs en King Kong. Mæli með að þið fáið ykkur 3 diska Director's Cut útgáfuna af myndinni. Veglegur pakki þar á ferð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afskaplega skondin mynd, Peter Jackson að gera aðra flipp mynd. Alger sýra en samt óvenju góð sýra. Hún á að vera fyndin, hún er fyndin. Ein sérstök persóna í myndinni sem var alveg stórfengleg, special agent Milton Dammers sem var fáranlega fyndinn og var leikinn af Jeffrey Combs sem var frægur fyrir Reanimator myndirnar. Ég sé alveg hvaðan Jackson fékk hann. Söguþráðurinn er aðalega það að Frank Banister sem Fox leikur er einkennilegur maður sem missti konu sína í bílsslysi sem hann var með í og eftir það fer hann að sjá dautt fólk, drauga. Óvenju margir hafa verið drepnir í heimabænum hans og hann er mest grunaður fyrir morðin. Frighteners er sígild kult mynd frá honum Peter Jackson. Hann Lee Ermey sem lék drill instructor Hartman í Full Metal Jacket kemur með stórfyndið cameo.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í syfjulega smábænum fairwater hefur skelfilegt illt afl vaknað upp illt afl sem er svo máttugt að vald þess nær út fyrir gröf og dauða leikstjórinn peter jackson (Heavenly creatures) og framleiðandinn robert zemeckis (death becomes Her, back to the future, forrest gump)senda hér frá sér magnaða spennumund með stórkostlegustu tæknibrellum sem sést hafa hafa hérna megin grafar. Frank Bannister (Michael j. Fox) hefur lifibrauð sitt af hinum dauðu: Hann rekur óvelkomna ,,gesti út úr húsum sem reimt er í. staðreynd málsins er hins vegar sú að hann er í slagtogi með draugunum sem hann lofar að rega á brott? þetta er fullkomin svikamylla þar til frank lendir hringiðu myrks og hræðilegs leyndardóms. Djöfullegur andi flakkar um og myrðir fólk og allur bærinn telur að frank standi á bak við það. frank reynir í örvæntingu að finna sökudólginn og særa burt sína persónulega ára. frank fer inn í veröld þar sem jafnvel dauðinn getur ekki stöðvað morðingja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fjallar í stuttu máli um Frank Bannister ( Michael J. Fox ) sem kallar sig paranormal investigator, hefur þá hæfileika að geta séð dáið fólk og talað við það eftir bílslys sem hann lenti í. Hann vinnur semsagt við það að losa fólk við drauga, en auvitað er hann í samstarfi við draugana, draugarnir hræða fólkið og hann kemur og rukkar fé fyrir návist sína, hin sæmilegasta vinna!En í þessum litla bæ sem myndin gerist í hafa orðið mörg óvenjuleg dauðsföll undanfarið. Fórnarlömbin sýnast fá hjartaáfall, en við krufningu kemur annað í ljós, það er eins og hjarta fórnarlambanna hafi verið kramið. Og fyrst að Banner getur séð the living dead reynir hann að komast í drullugan botninn af þessum málum, en á meðan er hann eftirlýstur fyrir morð, þrír flippaðir draugar fylgja honum hvert fótspor og hjálpa honum, einhver úber klikkuð kelling læsir dóttur sína inni í húsi sínu og talar um að hún sé anti-kræstur eða eikkhvað álíka, og svo blandast kona ein inn í þetta, og hálfklikkaður lögreglumaður sem hræðist kvenfólk sem öskrar. Myndin er verulega klikkuð og skrýtin, en þó skilst mér að hún sé ekki jafn blóðug og fyrri myndir Jackson´s, þó slatti af ofbeldi sé í henni. Leikurinn er ágætur hjá flestum, myndatakan er mjög flott ( eins og oftast í myndum Jackson´s ), og handritið óvenju gott ( miðað við að þetta sé grín-horror mynd ), og myndin frekar spúkí á köflum. Ágætis mynd sem er vel þess virði að kíkja á einhvern dag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn