Náðu í appið
Öllum leyfð

Back to the Future Part III 1990

(Back to the Future 3)

Justwatch

They've saved the best trip for last... But this time they may have gone too far.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 80% Critics
The Movies database einkunn 55
/100

Marty McFly er fastur í fortíðinni, á árinu 1955. Hann fær skilaboð frá vini sínum, geggjaða vísindamanninum Dr. Emmett Brown, um það hvar hann getur fundið DeLorean tímavélina. Það setur þó strik í reikninginn hjá Marty þegar óheppileg uppgötvun neyðir hann til að fara og hjálpa vini sínum. Marty notfærir sér tímavélina og ferðast aftur í tímann... Lesa meira

Marty McFly er fastur í fortíðinni, á árinu 1955. Hann fær skilaboð frá vini sínum, geggjaða vísindamanninum Dr. Emmett Brown, um það hvar hann getur fundið DeLorean tímavélina. Það setur þó strik í reikninginn hjá Marty þegar óheppileg uppgötvun neyðir hann til að fara og hjálpa vini sínum. Marty notfærir sér tímavélina og ferðast aftur í tímann og allt aftur til tíma villta vestursins, þar sem vinur hans er flæktur í slæm mál sem tengjast bófagengi, og er orðinn ástfanginn af kennara í bænum. Marty þarf nú að notast við tæknina sem var til á þessum tíma, til að komast aftur til framtíðar á tímavélinni. ... minna

Aðalleikarar

Sú þriðja verst
Mér finnst þessi þriðja og síðasta Back to the future mynd verst. Hinar tvær eru mikklu fyndnari og flottari. Þessi mynd gerist í villtra vestrinu árið 1885 sem mér fannst ekkert það góð hugmynd en þetta kom bara ágætlega út.
Michael J. Fox (Teen Wolf, Mars Attacks!) leikur Marty McFly og Christopher Lloyd (Who Framed Roger Rabbit, Addams Family Values) leikur hinn ávalt fyndna Doc.
Þótt að þessi mynd olli mér smá vonbrigðum (mér sérstaklega illa við endinn) er hún mikilvægur lokakafli sem maður verður að sjá.

Quote:
Marty McFly: Hey, Doc! Where you goin' now? Back to the future?
Doc: Nope. Already been there.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aftur? Jæja oki. Aftur það sama gamla góða. Þessar sögur eru eins og ein löng bíómynd. Og þessvegna eru þær svona góðar. Þeir félagar eru fastir í villta vestrinu og þurfa að komast heim.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Back to the future myndirnar eru algjörar snilld en þessi er samt lélegust af þeim en hún er engu að síður algjör snill sérstaklega tæknibrellurnar að minnsta kosti miðað við það hvað hún er gömul.

Í þessari mynd eru þeir fastir í vestrinu og eru auðvitað að eyna að komast heim ef ég segi meira er ég hræddur um að eyðileggja söguþráðinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jájá, Back to the Future 3 er ekkert verri en vorveranir og betri en númer 2. Sagan er traustari en í númer 2. Og umhverfið og atvikin eru skemmtilegri. Stemningin er öðruvísi en í hinum Back to the Future myndunum en samt þá er þetta afbragðsmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í þetta sinn eru þeir Marty og Dr.Brown fastir tímabundið á árinu 1885 af völdum bensínskorts í tímavélinni. Að mínu mati sísta myndin í seríunni. Ágætis skemmtun og allt það en stemmingin úr fyrstu myndinni sem aðeins minnkaði í millikaflanum er hér alveg gjörsamlega horfin. Og ekki bregst það að alltaf þegar ég horfi á þessa mynd sakna ég á vissan hátt fyrstu myndarinnar sem þýðir að það hefði mátt gera þessa aðeins betur. En þessi lokakafli í Back to the future seríunni er þó engan veginn alslæmur því hann gefur svo góðan endi á þessum ævintýrum hjá vinum okkar. Að loknu áhorfi myndarinnar veit maður að fjórða myndin verður aldrei gerð. Semsagt ágætis skemmtun en ég mæli frekar með fyrri myndunum tveimur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn