Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Imaginarium of Doctor Parnassus 2009

(Parnassus)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The man who tried to cheat the devil.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Myndin fjallar um ferðaleikhús undir stjórn hins sérvitra Dr. Parnassus, en ferðaleikhús þetta færir áhorfendum óvenjulegri og furðulegri upplifun en nokkuð annað leikhús. Það ber ekki mikið yfir sér utan frá séð, en þeir fáu sem láta til leiðast að fylgjast með undarlegum ferðasýningum hópsins eru fengnir upp á svið í einum hluta sýningarinnar.... Lesa meira

Myndin fjallar um ferðaleikhús undir stjórn hins sérvitra Dr. Parnassus, en ferðaleikhús þetta færir áhorfendum óvenjulegri og furðulegri upplifun en nokkuð annað leikhús. Það ber ekki mikið yfir sér utan frá séð, en þeir fáu sem láta til leiðast að fylgjast með undarlegum ferðasýningum hópsins eru fengnir upp á svið í einum hluta sýningarinnar. Þar ganga þeir í gegnum lítið hlið en þegar í gegn er komið er viðkomandi kominn í annan heim, þar sem hið villtasta í ímyndunarafli hans fær lausann tauminn og hlutgerist allt í kringum hann. Í söguna blandast svo samningur Parnassus við djöfullega persónu að nafni Mr. Nick, en hann hefur veðjað við Parnassus um að sá sem nái að tæla fimm persónur inni í ímyndunarheiminum geti fengið Valentinu dóttur Parnassusar sem verðlaun. Nái því enginn fyrir sextánda afmælisdag hennar fær Mr. Nick hana hins vegar til eilífðar.... minna

Aðalleikarar

Undarlega vel heppnuð
Ég verð að segja, að þrátt fyrir ójafnt flæði, þunna sögu og takmarkaða dýpt hjá einni aðalpersónunni þá er þessi mynd alveg fáránlega góð miðað við það framleiðsluhelvíti sem hún upplifði. Það var í rauninni bara heppni að Heath Ledger hafði tekið upp svona stóran hluta af myndinni áður en hann dó (*tár), og að Terry Gilliam skuli hafa náð að móta heilsteypta niðurstöðu eftir að hafa endurskrifað stóran part af henni er alveg einstaklega merkileg tilhugsun í sjálfu sér.

The Imaginarium of Doctor Parnassus er sjónrænt séð langflottasta mynd Gilliams síðan Brazil. Engin spurning! Tæknibrellurnar, listræna hönnunin og búningarnir eru stórkostlegir. Bætið síðan ofan á allt þetta það sturlaða hugmyndaflug sem maðurinn hefur og þá verður útkoman eitthvað það steiktasta kvikmyndatripp sem ég hef séð í bíó síðustu árin. Á köflum verða atriðin svo súr að þetta fór að minna mig á gömlu teiknimyndasketsana sem Gilliam gerði fyrir Monty Python á sínum tíma. En styrkir myndarinnar liggja ekki einungis í útlitinu (þrátt fyrir að það sé stærsti kosturinn), heldur líka góðum leik og afskaplega frumlegri sögu. Handritið hefur sína galla, en það er erfitt að segja til um hvort það hafi verið þannig frá upphafi eða hvort það sé útaf "reddingunni." Til dæmis fannst mér persóna Ledgers vera alltof dularfull, og vantaði miklu meiri dýpt í hann. Ég held samt að það hafi ekki verið þannig upphaflega, því reynt er að fylla upp í persónusköpunina með því að láta Johnny Depp, Jude Law og Colin Farrell hlaupa í skarðið, en þeir leika allir mismunandi útgáfur af persónu hans. Trúið mér, það gengur mun betur upp en það hljómar.

Ledger er samt þrælskemmtilegur í sínu hálfkláraða hlutverki, og bara það hversu góður hann er gerir tilhugsunina verri að hann muni aldrei aftur leika. Hinir þrír, s.s. Depp, Law og Farrell, fylgja honum vel eftir og halda sér í takt við karakterinn. Það tekur reyndar smátíma að venjast hugmyndinni á bakvið þessa skiptingu, allavega fyrst. Í smástund hugsar maður: "nei sko! Þarna er Johnny Depp!" frekar en að fylgjast með þróun sögunnar á eðlilegum hraða.

Maður fær samt þá tilfinningu að Gilliam hafi reynt að halda eins mörgum atriðum með Ledger og hann mögulega gat bara til að sýna okkur meira af honum, meira að segja þeim ómerkilegu, og það bitnar rosalega á fyrri helming myndarinnar (hann sést nefnilega voða lítið í þeim seinni). Hann drattast ógurlega því ýmsar senur eru annaðhvort tilgangslausar eða óþarflega teygðar. Seinni hlutinn er mun líflegri og skemmtilegri, en þá er sagan líka mótuð í kringum breytingarnar, frekar en að reyna að styðjast við gamla efnið sem var tekið upp. Bestir fannst mér samt vera þeir Christopher Plummer og Tom Waits, sem léku titilkarakterinn og djöfulinn. Lily Cole og Andrew Garfield féllu dálítið í skuggann á öllum hinum, en þau stóðu sig engu að síður mjög vel.

Myndin er augljóslega ekki fullkomin á neinn hátt en ef ég á að vera hreinskilinn þá bjóst ég við verra. Ekki bara útaf leiðindunum með tökurnar, heldur líka vegna þess að ég missti talsvert álit á Gilliam eftir síðustu tvær myndir hans, The Brothers Grimm og Tideland. Eins mikið og ég dýrka þennan grillaða snilling fyrir suma gullmolana (t.d. Time Bandits, Brazil og Fisher King) þá hefur hann í ýmsum tilfellum einblínt meira á súrrealisma frekar en vandaða frásögn. Doctor Parnassus er engin undantekning þarna, en hún samt einfaldari og þess vegna er auðveldara að fyrirgefa það. Hún tapaði heldur aldrei áhuga mínum þar sem ég vissi aldrei við hvað ég væri að fara að sjá næst, sem er alltaf þægileg tilfinning þegar maður horfir á mynd sem er eins spes og þessi.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

05.02.2021

Christopher Plummer látinn

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Le...

08.04.2017

Austin Powers stjarna í meðferð

Austin Powers stjarnan Verne Troyer hefur skráð sig í meðferð á sjúkrastofnun, vegna áfengissýki. Leikarinn, sem er 48 ára gamall, er þekktastur fyrir leik sinn í hlutverki Mini-Me í Austin Powers seríunni, auk þess sem ...

31.10.2011

Stærsta flopp Depps til þessa

Nýjasta mynd Johnny Depp, The Rum Diary, náði aðeins að hala inn 5 milljónum dollara í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina, en myndin var frumsýnd síðasta föstudag. Miðað við að myndin kostaði um 45 milljónir dollara...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn