Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Ran 1985

(Revolt)

160 MÍNJapanska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 97
/100

Sagan gerist í Japan á miðöldum. Stríðsherra er kominn á efri ár og hyggst setjast í helgan stein, og afhenda veldi sitt til þriggja sona sinna. En hann misreiknar sig með það hvernig nýfengin völd þeirra, spilla þeim, og láta þá snúast gegn hverjum öðrum ... og honum.

Aðalleikarar


Horfði á þessa í bútum um helgina. Þetta er japönskt útgáfa af verki Shakespeare um King Lear eftir einn besta leikstjóra allra tíma Akira Kurusawa. Ég hef séð nokkrar Kurusawa myndir og þetta er allavega sú flottasta. Hún er í lit, sem hjálpar, en svo er bara allt svo vel gert að maður á varla orð. Settin, búningarnir, tónlistin, leikararnir, orustuatriðin eru fyrsta flokks. Myndin er tæpir 3 tímar og maður finnur svolítið fyrir því. Það hefði mátt byrja hraðar, fyrsti klukkutíminn fer bara í spjall sem verður þreytt. Maður sér mjög greinilega hvaða áhrif þessi mynd hefur haft á aðra leikstjóra, sum orustuatriðin til að mynda úr Braveheart virðast vera beint úr Ran.

Myndin er nr. 121 á lista imdb yfir bestu myndir allra tíma. Ran var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og listræna leikstjórn. Hún vann hinsvegar óskar fyrir búninga sem er ekki skrítið, ótrúlega flottir búningar í þessari mynd.

Það voru um 1.400 aukaleikarar í myndinni enda ekki hægt að margfalda herliðið með tölvutækni líkt og þekkist í dag (LOTR).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.04.2024

Mesta áskorunin að finna réttu Amy

Marisa Abela fer með hlutverk Amy Winehouse í kvikmyndinni Back to Black sem kemur í bíó á Íslandi á morgun, föstudaginn 12. apríl. Í samtali Morgunblaðsins við aðstandendur myndarinnar kemur fram að mesta ásko...

07.04.2024

Uppgötvar komu andkrists

Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verk...

04.04.2024

Spennumyndafíkill frá unga aldri

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horf...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn