Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Liar Liar 1997

Justwatch

Trust Me

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 70
/100
Jim Carrey var tilnefndur til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn. Carrey vann einnig Blockbuster Awards og MTV awards.

Fletcher Reede, er lipurmæltur lögmaður, og hikar ekki við að ljúga ef það hjálpar málinu sem hann flytur, enda hefur hann notið mikillar velgengni í störfum sínum. Hann er fráskilinn faðir, en hefur ítrekað látið starfið ganga fyrir því að verja tíma með syni sínum Max, og því ítrekað svikið loforð sem hann hefur gefið honum. Hámarki nær það... Lesa meira

Fletcher Reede, er lipurmæltur lögmaður, og hikar ekki við að ljúga ef það hjálpar málinu sem hann flytur, enda hefur hann notið mikillar velgengni í störfum sínum. Hann er fráskilinn faðir, en hefur ítrekað látið starfið ganga fyrir því að verja tíma með syni sínum Max, og því ítrekað svikið loforð sem hann hefur gefið honum. Hámarki nær það þegar hann gleymir afmælinu hans. Það er einmitt á afmælinu sem Max fær nóg af pabba sínum og óskar þess kl. 8.15 að hjálpa pabba sínum að verða betri pabbi, og óskar sér þess að í einn heilan dag, verði pabbinn ófær um að segja ósatt. Þegar óskin rætist, getur Fletcher ekki annað en sagt sannleikann öllum stundum, sem getur reynst þrautin þyngri fyrir forfallinn lygara eins og Fletcher. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þetta er ein af mínum uppáhalds jim carrey myndum söguþráððurinn er einfaldur en hann er um lögfræðing sem lýgur miera en hann mígur og sonur hans óskar þess að hann geti ekki logið í einn dag sem reynist mun erfiðara fyrir hann en maður getur ýmindað sér.

Snilldar mynd ég meig í mig af hlátri og guð má vita hvað ég er búinn að sjá hana oft en ég fæ aldrei leið á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveghreint æðisleg mynd sem sýnir hvernig sumt fólk er.....Jim Carrey sem að leikur hann Fletcher Reede er ekki maður sem allir myndu treista .. Hann er lögmaður ,er fráskilinn og á einn son.. Á afmæli sonar hann óskar strákurin sér að pabbi hans gæti ekki logið og viti menn hann gat það ekki!!!! Ég mæli hiklaust með þessari mynd ..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg grínmynd þar sem Jim Carrey leikur faðir sem lýgur alltaf. Það er nú frekar furðulegur söguþráður en hann er um það Jim Carrey lofar engu handa drengum sínum og drengurinn á afmæli og óskar sér að hann gæti aldrei logið aftur í einn heilan sólahring. Hann er nú lögfræðingur og þá byrjar vandamálin. Allt er í steik og sonur hans er að flytja með móður sinni með öðrum manni til Boston og það er mjög langt frá þessum stað. Þannig er eiginlega myndinn um. Mér fannst þessi mynd skemmtileg og er hún líklega ein fyndasta mynd sem Jim Carrey hefur leikið hingað til. Ég verð nú að segja það að ef þið viljið hlæja, þá skuluð þið sjá þessa. Hún er alveg þess virði. Þetta voru lokaorð mín á Liar liar. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki besta mynd Jim Carrey, ekki besti leikur hans, en lang fyndnasta mynd hans. Myndin fjallar um Fletcher Reede sem er lygasjúkur lögmaður. Samband hans við fyrverandi eiginkonu sína og son hans er ekki alveg það sem best verður á kosið og þegar Fletcher kemur ekki í afmæli sonar síns Max óskar Max sér að í aðeins ein dag geti Fletcher ekki logið. Og viti menn. Óskin rætist. og í kjölfar þess hefst stórhlægileg atburðarrás. Myndin er góð á flesta kanta og eru sum atriðin alveg drep fyndin. Jim Carrey á fínan leik í þessari mynd eins og flestir aðrir leikarar myndarinar. Þessi mynd er frábær í afmæli eða yfir skyndibita mat. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógeðslega fyndin mynd. Jim Carrey bregst ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2012

Níu brakandi fersk plaköt

Og loksins fáum við eitt almennilegt fyrir John Carter (seriously, hvar er spennan hjá markaðsdeild myndarinnar?). Lítum aðeins yfir það nýjasta í einni fréttafærslu: John Carter IMAX-plakatið- svona á að gera þetta! Nú finnur maður fyrir epíska ævintýratóninum sem við höfum vo...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn