Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Public Enemies 2009

Justwatch

Frumsýnd: 5. ágúst 2009

America's Most Wanted

140 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 68% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Public Enemies gerist á krepputímum Bandaríkjanna á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá hinum víðfræga John Dillinger, glæpamanni sem var meðal annars þekktur fyrir gríðarlegan sjarma og tókst að fanga athygli fólks með vel heppnuðum bankaránum og eftirminnilegum undakomuleiðum. Fljótlega verður hann að helsta markmiði FBI-alríkislögreglunnar.... Lesa meira

Public Enemies gerist á krepputímum Bandaríkjanna á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá hinum víðfræga John Dillinger, glæpamanni sem var meðal annars þekktur fyrir gríðarlegan sjarma og tókst að fanga athygli fólks með vel heppnuðum bankaránum og eftirminnilegum undakomuleiðum. Fljótlega verður hann að helsta markmiði FBI-alríkislögreglunnar. Þar á meðal svífst hinn metnaðarfulli Melvin Purvis einskis til að ná Dillinger og koma honum á bakvið lás og slá fyrir fullt og allt. ... minna

Aðalleikarar

Johnny Depp

John Dillinger

Christian Bale

Melvin Purvis

Marion Cotillard

Billie Frechette

Rory Cochrane

Agent Carter Baum

Billy Crudup

J. Edgar Hoover

Stephen Lang

Charles Winstead

Bill Camp

Frank Nitti

Matt Craven

Gerry Campbell

Spencer Garrett

Tommy Carroll

Peter Gerety

Louis Piquett

Shawn Hatosy

Agent John Madala

Remy K. Selma

Agent Hugh Clegg

Domenick Lombardozzi

Gilbert Catena

Heino Ferch

Polly Hamilton

Rebecca Spence

Doris Rogers

Carey Mulligan

Carol Slayman

Christian Stolte

Charles Makley

Leikstjórn

Handrit

Flott mynd eftir M. Mann!
Það er ekki hægt að gefa henni fullt hús, en það er hægt að gefa henni eitthvað, og þetta "eitthvað" er mjög gott. Leikstjóri myndarinar Michael Mann hefur oftast gert gott, til dæmis : Heat, The Insider, Collateral og svo þessi. Ég veit að þessi mynd fer misjafnt í alla. Ég veit að það fíla ekki "allir" myndatökurnar hans, þessi High Quality myndavélar sem hann byrjaði á að nota þegar hann bjó til Collateral. Og það er gaman að sjá svona gæði á svona gömlum tíma. Það sem ég líka fílaði við þessa mynd var leikara valið. Johnny Depp, Christian Bale,Billy Crudup og Marion Cotillard. Þegar ég fór á þessa mynd í bíó, þá sá ég slatta af fólki, ungu fólki (ég held að það var útaf J. D).

Handritið er alls ekki slæmt, það er frekar gott. Hún er með vel skrifuð hasaratriði og veit alveg hvert það er að fara. Hún var alls ekki langdreiginn eða neitt, ég meina, það var alveg hægt að setja við henni. Handritið var líka frekar sniðugt. Hún hafði mikið að leyna og maður verður að hugsa. Svo er það persónurnar. Johnny Depp var frekar flottur í myndinni sem John Dillinger, nema hann einnhvernveginn í einu eða tvem atriðum minnti hann mig á Jack Sparrow í smá stund. En það var nú samt ekki lengi. Hann var líka frekar góður krimmi. Enda hafði hann snilldar leiðir í myndinni hvernig hann átti að ræna bankana en persónan sjálf var samt frekar ofbelldisfullari sjálf, en í myndinni var hans svona fínn.

Christian Bale var með mjög skemmtilegan Breskan-texas hreim. Eða mér fannst það. Persóna hans var frekar róleg en viljug, sem kom mér í þannig fíling þannig að ég vildi virkilega fanga Dillinger. Hann var bara með svo svöl plön við að fanga Dillinger en vandamálið var að þeir voru jafnklárir. Bale er oftast í myndunum sínum frekar rólegur og svo í endanum er hann brjálaður eða reiður. Í þessari var hann frekar rólegur, en góður leikari eins og hann er oftast (T4 og Reign of fire, hræðilegar myndir).

Franska leikonan M. Cotillard (hún er svo heit) frekar saklaus í myndinni en myndi gera allt til að bjarga Dillingerinn sinn, frekar ástríðafull persóna. Sambandið þeirra Dillengers var ekki það lengi á skjánum. Eða, þau byrjuðu allt í einu saman en svo sáum við sambandið ekkert þroskast. En það voru mjög kröftug atriði þegar maður sá hana Marion standa með Depp í myndinni. Svo vel leikið.

Útlitið og hasarinn var rosalega flottur. Myndin var frekar raunveruleg þegar hún var tekin í High Quality. Þá fannst maður þetta vera tekið alvörunni. Það er Michael Mann bestur í. Að gera rosalega flottan og raunverulegan hasar og þessi mynd hefur mikið af þeim. Ef þú ert mikill Michael Mann aðdándi, þá áttu eftir að dýrka þessa. Þessi mynd fær auðvitað ekki fullt hús, en hún fær samt ekki gott. Töff, vel leikinn, flottar tökur, gott leikaraval. Bara snilld, eitt af bestu myndum sem kom út á þessu ári.
Ofmetinn hasar
Ég fór á public enemies vegna þess að ég hafði heyrt svo margt gott um hana hjá vinum mínum. Ég steig inn í kvikmyndasalinn mjög spennt og labbaði út með vonbrigðum.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust á fjórða áratug síðustu aldar í bandaríkjunum. Glæponinn Johnny rænir ásamt félögum sínum banka og nær ekkert fangelsi að halda honum inni. Á miðjum ferlinum kynnist hann svo konu Marion Cotillard og þróa þau sterkt ástarsamband á milli þess sem hann flýr frá lögreglunni sem að Christian Bale stjórnar.

Myndin var allt of löng og vantaði algjörlega útskýringu á ákveðnum atburðarrásum. Johnny Depp stóð sig ekki jafn vel og venjulega og langaði mig að henda Christan Bale út úr myndinni fyrir hræðilega frammistöðu sem leikari með ömurlegan hreim. Franska dísin Marion Cotillard stóð sig ágætlega í hlutverki sínu en vantaði fannst mér chemistry á milli hennar og Johnny Depp.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum bæði með myndina og leikarana og mæli ekki sérstaklega með myndinni nema fyrir hasaraðdáendur og Johnny Depp aðdáendur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Public Enemies sannsöguleg mynd um bankaræningjann John Dillinger(Johnny Depp) og klíku hans sem ganga berserksgang um Chicago og nágrenni á fjórða áratug síðustu aldar. Óstöðvandi virðist en lögreglan undir stjórn Melvin Purvis(Christian Bale) gefst ekki upp. Public Enemies er mjög flott mynd og útlitslega séð ekkert ósvipuð Heat(sami leikstjóri) og byssulætin öll glæsileg, annars var ég ekkert mjög hrifinn af henni, mér fannst skorta einna helst almennilega karaktera. Það er ekki nóg að hafa sögulegar heimildir réttar, leikararnir verða að sýna einhvern lit. Sorrý en Johnny Depp er bara ekkert góður sem Dillinger, hann er slappur og fær mann aldrei til að líka við karakterinn. Christian Bale sem var svo góður í The Dark Knight og Terminator Salvation er flatur hér og með einhvern ógreinilegan og lágstemmdan hreim. Restin af leikurunum er samt ennþá verri og hef ég ekki fyrir því að telja það allt upp. Public Enemies er að mínu mati tveggja stjarna miðlungsmynd, ókei að horfa á hana upp á fílinginn og myndatökuna en leikur og leikstjórn fá lítið hrós frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta mynd ársins!
Ég sá Public Enemies í gær á sérstakri Kvikmyndir.is forsýningu (takk btw!!!) og var ekki fyrir vonbrigðum.

Myndin byrjar hægt en byggist rólega upp að trylltum eltingarleik milli bankaræningjans John Dillinger (snilldarlega leikinn af Johnny Depp) og lögreglunnar Melvin Purvis (ágætlega leikinn af Christian Bale), og nær myndin loksins hámarki með einhverjum mergjaðasta og raunverulegasta skotbardaga sem ég hef séð (Thompson byssur eru geggjaðr!!) á filmu í einhver ár.

Michael Mann veit hvað hann er að gera og heldur uppi mögnuðum stíl. Annað en flestar glæpamyndir er þessi tekin upp digital. Það er mjög sérstakt að sjá og sjálfum fannst mér þetta ekki eins pirrandi og ég hef heyrt/lesið frá öðrum. Tónlistin, búningarnir, setin og allt þar á milli er alveg nógu öflugt til að nappa óskarstilnefningu, og myndin reyndar líka (fyrst Little Miss Sunshine gat verið tilnefnd sem besta myndin, afhverju ekki Public Enemies??).

Ég hef bara ekki mikið annað að segja um þessa mynd. Hún hélt athygli minni allan tímann og skildi slatta eftir sig í lokin. Ef þið hafið áhuga á vel gerðum og úthugsuðum glæpamyndum þá er öruggara að velja þessa fyrir sumarbíóið frekar en Transformers 2 eða Harry Potter.

9 af 10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þrusufín glæpamynd með öðruvísi stíl
Michael Mann er farinn að sækja dálítið í sjálfan sig. Public Enemies er alls ekki ólík Heat, einu af tveimur meistaraverkum hans (hin er auðvitað The Insider), nema hún er einfaldari, ofbeldisfyllri og gerist sex áratugum áður. Myndirnar eiga fjölmargt sameiginlegt hvað keyrslu og strúktúr varðar, og báðar bjóða meira að segja upp á ákaflega öflugan skotbardaga í seinni hluta þar sem helstu persónur koma saman og dúndra byssukúlum í næsta mann í drykklanga stund. Náttúrulega, ef það er einhver sem getur skapað grípandi og raunsætt ofbeldi, þá er það Mann.

Það sem gerði Heat svo fjandi góða var hversu djúpt hún kafaði ofan í einkalíf "vonda" og "góða" gaursins. Enginn var þó beinlínis góður eða slæmur, heldur bara mannlegur og þá á sitthvorum enda laganna. Public Enemies gerir svipað, nema hún fókusar aðeins á glæpamanninn og lætur lögguna nánast alveg í friði. Þetta gerir myndina pínu staðlaða, en alls ekki leiðinlega.

Eins og reyndar flestar myndir leikstjórans þá er Public Enemies frekar hæg. Hún hefði líka mátt fylla betur upp í lengdina (ég kem að því eftir smá) þótt það sé alls ekki hægt að kalla hana langdregna. Myndin er það flott og það vel leikin að hún heldur athygli manns án þess að maður iði í sætinu. Ef það dugar manni ekki þá er nóg af byssuhvellum til að halda manni vakandi.

Mann hefur sjaldan sem aldrei feilað á því að ná því besta fram úr leikurum sínum, en þeir í þessari mynd standa sig allir mjög vel. Það böggar mig þó pínu hvernig sum hlutverk virka sem algjör uppfylling og er áberandi að fræg andlit voru fengin til að áhorfandinn þekki persónurnar betur. Billy Crudup er tilvalið dæmi, og reyndar Christian Bale líka. Hann spilar stórt hlutverk í myndinni en samt er persóna hans vanskrifuð og grunn. Meiri áhersla á hans hlið hefði strax gert myndina mun betri. Bale gerir sitt besta með það sem hann hefur en manni finnst dálítið eins og honum hafi verið sóað, þó sem betur fer ekki eins alvarlega og í Terminator Salvation. Þar lækkaði álit mitt á honum talsvert. Núna hefur Mann komið honum í rétta gírinn aftur. Aukinn fókus á aðra glæpamenn hefði líka breytt miklu, frekar en bara þennan eina, fyrst að myndin heitir Public EnemIES, en ekki Public EnemY.

Johnny Depp kemur aftur á móti mjög vel út. Hann er virkilega góður sem John Dillinger, bankaræninginn með persónutöfrana. Hann er afar jarðbundinn og viðkunnanlegur og það skiptir einmitt öllu þar sem myndin snýst um hann, þ.e.a.s. "vonda gaurinn." Depp er þó ekki bestur á skjánum heldur er franska eðalleikkonan Marion Cotillard senuþjófurinn. Áhrifamesta senan er einnig hiklaust í hennar höndum.

Það sem myndin hefði alveg mátt vera án er þessi einkennilegi tökustíll sem Mann notar oft. Ég spái því að hann eigi ekki eftir að leggjast vel í marga. Hann virkaði svosem vel sumstaðar (t.d. í ofbeldisatriðunum - sem voru 10 sinnum hrárri fyrir vikið) og á vissan hátt setur þetta mjög ferskt útlit á myndina, enda er sjaldséð að sjá stafrænar HD-vélar notaðar í gangster-mynd. Stíllinn var þó engu að síður ofnotaður og kameruhreyfingarnar gera mann stundum ringlaðan. Annars var klippingin flott og allt annað tengt útlitinu glæsilegt. Tónlistin (sem Elliot Goldenthal sér um - en hann samdi einnig músíkina fyrir Heat) smellpassaði líka.

Ég þori engan veginn að setja Public Enemies á sama gæðastall og þær ræmur sem hún sver sig í ætt við, svosem Heat, The Untouchables eða Miller's Crossing, en hún er engu að síður með þeim betri glæpamyndum sem hafa komið út síðustu misseri. Hún er flott, vel leikin, spennandi á köflum og furðulega grípandi á seinustu mínútunum. Svo tala ég nú ekki um það að hún býður upp á aðeins öðruvísi gerð af hasar, sem setur skemmtilega fjölbreyttan stíl á bíósumarið.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2013

Jason Clarke í Dawn of the Planet of the Apes

Nú liggur ljóst fyrir að leikarinn Jason Clarke mun fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni Dawn of the Planet of the Apes. Hér er um að ræða framhald af kvikmyndinni Rise of the Planet of the Apes sem kom út árið 2011 og vakti mikla lukku. Jason Clarke er ...

15.02.2013

Michael Mann og Chris Hemsworth leiða saman hesta sína

Kvikmyndavefurinn Hollywood Reporter greinir frá því í dag að leikstjórinn Michael Mann og stórleikarinn Chris Hemsworth muni leiða saman hesta sína í nýjum spennutrylli. Ekki er þó gefið upp hvenær myndin mun líta dagsins ljós en framleiðslufyrirtækið Legend...

27.09.2012

Krimmar með kjaft!

Lawless er eins og hún sé hönnuð fyrir mig. Hörð, grípandi, skemmtileg og smávegis öðruvísi gangster mynd sem hefur fullt af þursasterkum hápunktum og leikaraval þar sem tekist hefur að gera hér um bil hvern og einn ei...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn