Náðu í appið
Öllum leyfð

Sense and Sensibility 1995

Lose your heart and come to your senses.

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 97% Critics
The Movies database einkunn 84
/100
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handrit og var að auki tilnefnd fyrir bestu leikkonu (Emma Thompson), bestu myndatöku, bestu búningahönnun, bestu tónlist, besta mynd og besta leikkona í aukahlutverki (Kate Winslet)

Sögusviðið er England á síðari hluta 18. aldar, en myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Jane Austen, sem hún skrifaði árið 1795. Myndin fjallar um raunir Dashwood-systranna, hinnar jarðbundnu Elinor, og draumóramanneskjunnar Marianne, sem bæði er tilfinningarík og ástríðufull. Þegar faðir þeirra fellur frá gengur fjölskylduauðurinn til elsta bróður... Lesa meira

Sögusviðið er England á síðari hluta 18. aldar, en myndin er gerð eftir fyrstu skáldsögu Jane Austen, sem hún skrifaði árið 1795. Myndin fjallar um raunir Dashwood-systranna, hinnar jarðbundnu Elinor, og draumóramanneskjunnar Marianne, sem bæði er tilfinningarík og ástríðufull. Þegar faðir þeirra fellur frá gengur fjölskylduauðurinn til elsta bróður þeirra og fjölskyldu hans, en systurnar verða að spjara sig með móður sinni og yngri systur. Þær leita eftir hentugu mannsefni og verður Elinor ástfangin af hinum óframfærna Edward og Marianne fellur fyrir glæsimenninu Willoughby, en hún lítur hins vegar ekki við hinum trausta Brandon liðþjálfa, sem er yfir sig ástfanginn af henni. Á ýmsu gengur í lífi systranna og margt fer öðru vísi en ætlað er þar til þær að lokum finna hamingjuna og hinn rétta lífsförunaut.... minna

Aðalleikarar

Emma Thompson

Elinor Dashwood

Kate Winslet

Marianne Dashwood

Alan Rickman

Colonel Christopher Brandon

Hugh Grant

Edward Ferrars

Gemma Jones

Mrs. Dashwood

Greg Wise

John Willoughby

Elizabeth Spriggs

Mrs. Jennings

Imogen Stubbs

Lucy Steele

Harriet Walter

Fanny Ferrars Dashwood

James Fleet

John Dashwood

Imelda Staunton

Charlotte Jennings Palmer

Hugh Laurie

Mr. Palmer

Emilie François

Margaret Dashwood

Robert Hardy

Sir John Middleton

Tom Wilkinson

Mr. Dashwood

Oliver Ford Davies

Doctor Harris

Robert Jones

Maid Admitting Col. Brandon (uncredited)

Robert Jones

Maid Admitting Col. Brandon (uncredited)

Leikstjórn

Handrit


Í kvikmyndinni "Sense and Sensibility" eða "Vonir og væntingar" eins og myndin nefnist í íslenskri þýðingu er sögð saga systranna Elinor (Emma Thompson) og Marianne (Kate Winslet). Þrátt fyrir skyldleikann og góða vináttu þeirra á milli eru þær afar ólíkar að upplagi. Elinor er jarðbundin og raunsæ á alla hluti en Marianne er lausbundin, lífsglöð og rómantísk. Þegar faðir þeirra deyr gengur ættarsetrið samkvæmt þáverandi erfðarlögum til elsta sonar hans af fyrra hjónabandi. Þetta leiðir til þess að systurnar og móðir þeirra neyðast til að flytja og temja sér nýja lífshætti, enda gjörbreytist fjárhags- og félagsleg staða þeirra við þessi umskipti. Þær mæðgur ná samt furðu fljótt að aðlaga sig hinum breyttu aðstæðum, sérstaklega hin rómantíska Marianne sem fljótlega verður yfir sig ástfangin af hinum glæsilega Willoughby. Elinor er fremur ósátt við samband þeirra en á um leið í harðri innri baráttu vegna tilfinninga sinna í garð Edwards Ferras (Hugh Grant). Hún hefur um árabil haldið þessum tilfinningum leyndum fyrir fjölskyldu sinni og jafnvel Edward einnig, en gerir sér grein fyrir að eigin hamingja er e.t.v. of mikil fórn á altari stéttskipts samfélags sem einblínir á félagslega stöðu fólks umfram allt annað. Þessi stórfenglega kvikmynd hlaut óskarinn 1995 fyrir besta handrit ársins, byggt á áður útgefinni sögu, en það var aðalleikkona myndarinnar, Emma Thompson sem samdi handritið. Myndin var alls tilnefnd til 7 óskarsverðlauna 1995, þ.á.m. fyrir bestu leikkonu í aðal- og aukahlutverki (Thompson og Winslet). Kvikmyndin hlaut einnig þrenn BAFTA-verðlaun (breski Óskarinn), þ.e. fyrir handritið, og einnig fyrir besta leik í aðal- og aukahlutverkum kvenna (Emma Thompson og Kate Winslet). Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Thompson (Howards End, The Primary Colors) er stórfengleg í aðalhlutverkinu og vinnur hún enn einn leiksigurinn, jafnframt því sem hún kemur mikið á óvart sem handritshöfundur myndarinnar og skapar hún áhrifamikla og hreint ógleymanlega sögu uppúr verðlaunabók ensku skáldkonunnar Jane Austen, einnig kemur Kate Winslet (Titanic, Jude) sannarlega á óvart í hlutverki systur hennar, en hún átti eftir að sanna sig endanlega í óskarsverðlaunamyndinni "TITANIC" nokkrum árum síðar. Meðal annarra leikara myndarinnar má nefna Hugh Grant, Alan Rickman, Gemmu Jones og Hugh Laurie. Þetta er stórfengleg og hreint ógleymanleg sem ég var hrifinn af og er ég ekki mikill aðdáandi kvikmynda af þessari gerð en hef verið að mildast með árunum. Ég gef "Sense and Sensibility" hiklaust þrjár og hálfa stjörnu og mæli hreint eindregið með henni við alla kvikmyndaunnendur. Þessi kvikmynd er trygging fyrir ógleymanlegu kvöldi við sjónvarpið. Ekki missa af þessari bresku úrvalsmynd!!
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.08.2010

Thompson orðin ódauðleg

Hin fimmtíu og eins árs gamla breska leikkona Emma Thompson hefur verið gerð ódauðleg í formi stjörnu sem lögð er í steinsteypu fyrir utan hinn fornfræga Pig ´n Whistle bar í Hollywood Boulevard. Þetta gerist nú tv...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn