Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

My Bloody Valentine 3-D 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. janúar 2009

On January 16, Get Your Heart Broken., Nothing says 'date movie' like a 3D ride to hell!

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Þegar myndin hefst eru tíu ár liðin frá atburðum sem höfðu mikil áhrif á bæinn Harmony. Tom Hanniger, óreyndur námuverkamaður, varð valdur að slysi sem varð fimm mönnum að dauða og kom þeim sjötta í dauðadá. Sá maður, Harry Warden, leitaði hefndar um leið og hann vaknaði úr dáinu. Á Valentínusardag ári eftir slysið myrti hann 22 manneskjur með... Lesa meira

Þegar myndin hefst eru tíu ár liðin frá atburðum sem höfðu mikil áhrif á bæinn Harmony. Tom Hanniger, óreyndur námuverkamaður, varð valdur að slysi sem varð fimm mönnum að dauða og kom þeim sjötta í dauðadá. Sá maður, Harry Warden, leitaði hefndar um leið og hann vaknaði úr dáinu. Á Valentínusardag ári eftir slysið myrti hann 22 manneskjur með haka áður en tókst að drepa hann. nú, tíu árum síðar, snýr Tom Hannigan til Harmony rétt fyrir Valentínusardag. Er hann enn þjakaður af slysinu sem hann olli, en vill ná sáttum við aðra og sjálfan sig. En þetta Valentínusarkvöld, þegar myrkrið fellur yfir bæinn, byrjar fólk að týna tölunni á ný. Brátt kemur í ljós að það virðist sem Harry Warden sé risinn upp frá dauðum og ætli nú að hefna pers-ónulega fyrir slysið forðum tíð… ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hrikalega léleg en léleg skemmtun?
My Bloody Valentine 3-D er ágætlega léleg kvikmynd þannig talað. Lélegur leikur, lélegt handrit og ekki hrikalega ógnandi vondur kall. Samt, þegar ég fór á hana í bíó, sá ég ekki eftir peningunum eins og með Final Destination sem er hrikalega ömurleg á alla vegu! Mér leiddist ekki á myndinni þótt að nokkur atriði voru hrikalega lame og reyndu að vera dramatískt. Leikstjórinn sagði í Bonus á DVD disknum: Þetta er fyrsta hryllingsmyndin með átakanlega sögu, persónusköpun og konur með heila. Af hverju eru þær þá alltaf að detta og öskra hátt þannig að morðinginn heyrir í þeim? Af hverju eru þá allar persónur illa skrifaðar? Hefur þessi Lussier séð myndina sína eða hvað!

Myndin er eins og hver önnur gore mynd og hún er ágætlega gory og skemmtilegt að sjá hann drepa hvern á eftir hverjum. Gott að hann notar ekki pick axe í öll morð, samt flest. Skil ekki hvernig hann náði að rífa fólk í helming í byrjun myndarinnar.

Allir leika allt illa að það er næstum hlægilegt. Ég er að gagnrýna bíóútgáfuna í 3D. Þrívíddin er mjög ýkt og öskrar á mann að þetta sé þrívíddarmynd. Fljúgandi hlutir frá byssu til kjálka. Myndin er ekki mjög vel gerð en samt er nógu mikið blóð. Myndin var samt með ágætt skemmtanagildi fyrir mér, drápin nokkur hlægileg og ýkt. Ég sá myndian á DVD og hún er öll græn. Pappagleraugu eru hræðileg!

5/10
Myndin hefði jafnvel náð sex hefði hún ekki misst spennuna alveg síðustu tuttugu mínútur. Góð endahugmynd en ekki vel útfærð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er voða erfitt að standast freistinguna að sjá hryllingsmynd í þrívídd, unglingurinn í manni brýst út. Við Krissi skelltum okkur því á þessa og sáum ekki eftir því. Það er samt ekki þannig að þessi mynd sé eitthvað meistaraverk, hún er rétt svo góð. Leikurinn er undir meðallagi, persónurnar týpískar og söguþráðurinn nákvæmlega eins og 100 aðrar myndir í sama flokki, þ.e. slasher myndir. Samt var myndin hin besta skemmtun. Við vissum hvernig mynd við vorum að fara á og fengum það sem við vildum út úr henni. Morðin voru brútal og stundum frumleg. Morðinginn var ógnandi með Darth Vader gasgrímuna. Maður gat leikið sér að því að giska á hver morðinginn var og svo var það þrívíddin. Fyrir hlé var hún fín en til að flýja flissandi hálfvita ákváðum við að færa okkur á fremsta bekk, góð hugmynd Krissi. Fremst fékk maður þrívíddina beint í æð. Haglabyssuhlaupið og hakinn voru næstum áþreifanlegir hlutir sem mann langaði að færa sig undan. Þessi mynd verður bara enn ein slasher myndin á dvd en í bíó er hún frábær skemmtun. Skellið ykkur á hana.

Þessi mynd er auðvitað endurgerð, upphaflega myndin var gerð árið 1981.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My shitty Valentine.....
Og þetta er það hræðilegasta sem ég hef séð í langan tíma, ekki þannig að ég var hræddur, þetta var bara svo ömurlegt. Hefur séð þannig mynd að eftir hana þá langar þér til að drepa einnhvern! Já þetta er svo þannig skítur.

Myndin var leikstýrð af Patrick Lussier og skrifuð af Todd Farmer. Patrick Lussier gerði Dracula 2000 trilogy-una, sem er versta trilogy-a EVER. Illa leikið drasl, brellurnar fáranlegar og illa skrifaðar sögur. Todd Farmer skrifaði The Messenger og Jason X. Sem eru jafn fáranlegar og Dracula 2000- trilogy-an. Þessir tveir snillingar koma sér saman og gera skítalegustu skítahrúgu í heiminum. Illa skrifaðar persónur, hráar myndatökur og tökuvélar, klippingarnar virka eins og ömurlegur guiding light þáttur og illa leikið. Það sem má eiga sig er HUGMYNDIN af sögunni, ekki sagan sjálf og gore-inu (ekki einu sinni það flott). Maður hefur gaman af gore-myndum, en sagan er miklu skemmtilegri því að það verður að vera saga sem veldur öllu gore-inu. En þessi var það ekki....OOOO NÓ !

Þessi mynd er mjög týpíst. Maður sér það bara í byrjuninni. Maður segjir setningarnar á eftir leikurunum sem leika í myndinni. Leikararnir eru óþekktir fyrir utan einn, og hann leikur Dean í Supernatural. Hann og vinnufélaginn hans í Supernatural (Sem leikur Sam) léku í sitthvorri hryllingsmyndinni þetta ár. Friday the 13th (Sam) og þessi (Dean). Friday the 13th virðist miiiiklu betri. Samtöl milli persóna er FÁRANLEGT. Allir geðveikt tilfinningaleigir og reiðir, það er mjög pirrandi. Sumir eru geðveikt hetjuleigir og resstinn eru skíthælar, hversu mikið bömm er það !?! Eina sem maður fylgist með í myndinni.

Útlitið á myndinni er fáránlegt. Það er svo ó-hryllilegt, svo bjart að maður þarf að öskra : GAY. Söguþráðurinn skiptir engu máli. Það er bara verið að fókusera á GORE-inu sem er ekki einusinni það flott eða hryllilegt. Allt hrátt, allt glatað, chessy og ekkert annað.
Hálf stjarna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hefði Darkness Falls orðið betri í þrívídd? Ónei!
Þegar markaðssetning myndar eins og My Bloody Valentine gengur einungis út á það að auglýsa 3-D tæknina, þá getur það aðeins þýtt eitt: Að myndin sé léleg og þrívíddin ofnotuð, ef ekki það eina sem þessi ræma hefur upp á að bjóða.

Það getur verið gaman að horfa á mynd í þrívídd, sérstaklega ef hún tekur sig vel út í henni. My Bloody Valentine virkar ekki aðeins vel í henni, heldur notfærir hún sér tæknina sem gimmick til að gefa til kynna að það eigi ekki að taka hana alvarlega. Líkamshlutar fljúga framan í áhorfandann, byssur og önnur vopn koma að þér eins og myndin gargi framan í áhorfandann: "Finnst ykkur þetta ekki sniðugt?"
Svona lagað er eðlilegt þegar maður horfir á sérstakar 3-D sýningar (ég sá nokkrar slíkar í Bandaríkjunum eitt sinn), en það er erfitt að vera bjartsýnn um heild heillar kvikmyndar þegar 3-D upplifunin er það eina sem hún leggur einhverja áherslu á.

Ef kvikmynd er góð, þá getur þrívíddin aðeins gert upplifunina skemmtilegri. En þrívídd getur engan veginn hjálpað mynd sem er þegar vond. My Bloody Valentine fer algjörlega eftir klisjubókinni. Ég hef reyndar ekki séð frummyndina, en ég get ekki ímyndað mér að þessi endurgerð geri einhverja nýja hluti ef hún er svona gríðarlega dæmigerð. Myndin er ekki einu sinni "léleg" á skemmtilegan hátt. Hún er hvorki "campy" né skemmtilega kjánaleg. Jú, dauðsföllin eru mörg skemmtilega yfirdrifin og rak ég upp hlátur við mörg þeirra (kallið mig endilega ósmekklegan fyrir að segja þetta). Ég gef ræmunni líka smá plús fyrir að skemmta manni með 4-5 mínútna nektarsenu, en annars er söguþráðurinn bara svo gamall og keyrslan svo formúlukennd að það er erfitt að hafa gaman að restinni.

Það er líka ljóst að myndin reynir að vera svolítið taugatrekkjandi í andrúmslofti sínu, og ef helsta markmið hennar er að fá litlar gelgjur til að hoppa úr sætum sínum með skræktu öskri, þá tekst henni það. Kannski virkar My Bloody Valentine á ungu kynslóðina sem hefur takmkarkaða reynslu af hryllingsmyndum, og þar af leiðandi þekktu formúlunum. Mér fannst myndin ekki vitund spennandi, né óhugnanleg.

Þessi mynd leikur sér stundum skemmtilega með þrívíddina og oft má hafa lúmskt gaman að því. Burtséð frá því er hér á ferðinni ekta fljótgleymdur B-táningahrollur sem hefði venjulega farið beint á leigurnar. Lélegur leikur, glatað handrit ásamt nautheimskri hegðun persóna einkenna þessa upplifun e.t.v meira en þrívíddin. Svekk.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.10.2017

Halloween í fjóra áratugi

Hin sígilda „Halloween“ (1978) eftir John Carpenter nálgast óðfluga stórafmæli og staðfest er að ný mynd er  væntanleg til að fagna þeim merkilega áfanga. Sú mun einfaldlega bera titilinn „Halloween“ (2018) og...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn