Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gran Torino 2008

Frumsýnd: 6. mars 2009

Fordómafullur, bitur hermaður verður fyrirmynd ungs innflytjanda

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Walt (Clint Eastwood) er þrjóskur hermaður á eftirlaunum sem eyðir dögum sínum í að laga ýmsa hluti og drekka bjór. Fólkið sem hann kallaði eitt sinn nágranna hafa öll flutt eða dáið, og í stað þeirra eru komnir asískir innflytjendur, honum til mikillar mæðu. Walt kemst þó að því að það er ýmislegt sem hann á sameiginlegt við nýju nágranna sína... Lesa meira

Walt (Clint Eastwood) er þrjóskur hermaður á eftirlaunum sem eyðir dögum sínum í að laga ýmsa hluti og drekka bjór. Fólkið sem hann kallaði eitt sinn nágranna hafa öll flutt eða dáið, og í stað þeirra eru komnir asískir innflytjendur, honum til mikillar mæðu. Walt kemst þó að því að það er ýmislegt sem hann á sameiginlegt við nýju nágranna sína og um leið og asísku og Suður-Amerísku klíkurnar fara að skipta sér af honum og nýju kunningjum hans fer mælirinn heldur betur að fyllast og er þá Walt að mæta til að sýna hver hefur yfirhöndina í nágrenninu.... minna

Aðalleikarar


Hér kemur enn eitt meistaraverkið frá Clint Eastwood. Ég á eftir að sjá Changeling en bæti bráðum úr því. Myndin fjallar um mann sem verður ekkill og situr eftir einn og einmanna. Ég hélt að hún yrði eins og About Schmidt en hún varð eiginlega eins og About Dirty Harry.

Gamli kallinn verður bara svalari með aldrinum. Það er frábært að horfa á hann ryðja út úr sér textanum og urra á unga fólkið með vískí röddinni sinni. Ég vill ekki segja of mikið um söguþráðinn, það er betra að vita ekki neitt. Ég mæli mikið með þessari mynd, hún er smellpassar í hóp með bestu myndum Eastwood.

Gran Torino er tegund á bíl í eigu persónu Eastwood í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Clint í essinu sínu!
 Sjaldan hefur manni liðið eins vel í bíó og á þessari mynd, Gran Torino, með gamla brýninu, Clint Eastwood. Myndin, sem hefur þó þennan rasíska undirtón, en aldrei þó þannig að maður gangi rasismanum á hönd, hefur sterka skírskotun til þess veruleika sem blasir við alls staðar í heiminum. Fólk flyst frá sínum heimkynnum til annarra landa í leit að betra lífi. Allir eru ekki alltaf velkomnir þangað sem þeir koma.
Persónurnar eru flestar mjög sannfærandi, þó kemur ungi kaþólski presturinn, með írska útlitið, svolítið á óvart. Fannst hann a.m.k. til að byrja með, vera pínulítill 'stílbrjótur' í þessu umhverfi í miðvesturríkjunum sem sagan á gerast. Hann vinnur þó á þegar á líður.
Þótt að söguþráðurinn sé sáraeinfaldur og allt það, þá eru þarna atriði sem sem eru svo nærtæk í núinu, eins og þessi yfirmáta forsjárhyggja barnanna þegar annað foreldrið yfirgefur þetta tilvistarstig, að hitt foreldrið sé þá algjörlega ósjálfbjarga osfrv.
Þessi lágstemda mynd er frábærlega vel unnin, með hnyttin tilsvör og er mjög fyndin á köflum. Það er langt síðan ég skemmt mér svo vel í bíó!



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Urrandi góð afþreying
Sko minn mann! 78 ára gamall og ennþá bullandi töffari! Eða að vissu leyti allavega... Það sést reyndar að aldurinn er heldur betur farinn að ná honum, og töffaraskapurinn (að hætti Dirty Harry) er farinn að virka kannski aðeins of píndur núna. Það breytir því náttúrlega ekki að Clint Eastwood skýtur flest öllu gömlu (sérstaklega frægu) fólki ref fyrir rass, en pýrðu augun og endalausu urrin og gretturnar koma stundum hálf bjánalega út. Eins gott að persóna hans í þessari mynd hafi verið vel skrifuð, en sá kostur bjargar manninum alveg og e.t.v. stigmagnar "kúlið" upp á allt annað level.

Gran Torino er ekki mikil nýjung, en áhrifarík mynd engu að síður sem leynir meira á sér en maður heldur í fyrstu. Sagan er mjög einföld og söguþráður nánast enginn, en handritið fyllir í eyðurnar með því að keyra myndina sem karakterstúdíu og sem slík gengur hún nokkuð vel upp. Hún er kannski örlítið yfirdrifin á köflum, en aldrei neitt óviðeigandi.

Leikararnir eru flestir traustir, þótt að nokkrir af asísku leikurunum hafi komið hálf kjánalega út einstaka sinnum - ég vona innilega að þessi setning hljómi ekki fordómafull. Clint er auðvitað eitursvalur, fyrir utan áðurnefnd atriði sem gera hann einum of þvingaðan sumstaðar. Annars fær hann hnefafylli (!) af skemmtilegum setningum. Sumar eru flottari en aðrar. Ég held þó að menn eigi lengi eftir að muna setninguna "Get off my LAWN!" Mikill Dirty Harry bragur þar.

Clint leikur (kemur á óvart) gamlan skrögg (Walt) sem reynist vera fyrrum hermaður. Hann er nýbúinn að missa konu sína og gerir fátt annað yfir daginn en að dunda sér og drekka bjór. Þarna fær Clint það erfiða verkefni að fá áhorfandann til að líka við sig, þrátt fyrir áberandi merki um fordóma og hefðbundin gamla manna leiðindi. Hlutverkið er eiginlega það sama og í Million Dollar Baby, nema persóna hans hérna fær tækifæri til að líta vel út með haglabyssu. Engu að síður er maður alltaf fylgjandi þessum karakter. Maður sér strax að þetta er bara einmana kall sem hefur vondar minningar að baki og ekkert sem getur talist almennilegt líf. Samband hans við asísku nágrannana er þungamiðja sögunnar, og senurnar á milli Walt's og Thao, strákpjakkans í næsta húsi, eru ákaflega góðar og virka frábærlega sem uppbygging að flottum endi.

Úrlausn sögunnar er líka skemmtilega óhefðbundin, og gott dæmi um hvernig þessi mynd kemur lúmskt á óvart. Það verða örugglega nokkuð margir ósáttir við þennan endi, m.a.s. var ég það fyrst. Í smástund leið mér eins og handritið hafi svikið mann á lokasprettinum en því meira sem ég melti hann því meira finnst mér hann ekki hafa getað virkað betur. Bæði óvæntur og áhrifaríkur endir.

Clint misstígur sig þó gríðarlega sem leikstjóri myndarinnar með einni tiltekinni ákvörðun. Án þess að fara nokkuð út í lok myndarinnar þá get ég a.m.k. fullyrt að endirinn hafi virkað fullkomlega... ÞANGAÐ TIL að kreditlistinn byrjar að rúlla, en þá kemur eitthvað það glataðasta titillag sem ég hef heyrt í bíómynd, og það sem verra er, CLINT SYNGUR ÞAÐ! Guð minn góður! Ég hélt að þetta væri fyrst grín, en svo reyndist ekki vera. Þarna sjáið þið líka hvað ég meinti þegar ég sagði að Clint hafi verið aðeins töffari upp að vissu marki. En burtséð frá hallærisleikanum var þetta lag bara áberandi rangt val fyrir mynd sem er tiltölulega alvarleg allan tímann. Björk lag hefði verið álíka óviðeigandi.

Annars er kvikmyndatakan ótrúlega flott og almennt andrúmsloft myndarinnar passlega litlaust og dautt - eins og flestar myndir leikstjórans. Myndin gengur upp á flestan hátt en skilur samt merkilega lítið eftir sig þegar litið er á heildina. Væri heldur ekki fyrir þær óvæntu stefnur sem sagan tekur myndi ræman hverfa gjörsamlega í skuggann á betri myndum Clints þegar rennt er yfir feril hans á endanum. Gran Torino er samt hiklaust þess virði að mæla með, og ef þið komist fljótt yfir ýktu svipina hjá aðalmanninum og leitist ekki eftir neinu frumlegu, þá ætti þetta að vera ljómandi gott bíókvöld fyrir ykkur.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

29.12.2013

Róleg byrjun hjá boxhetjum

Sylvester Stallone og Robert De Niro eru tveir af þekktustu hnefaleikamönnum bíómyndasögunnar, en á áttunda og níunda áratug síðustu aldar léku þeir í myndum eins og Rocky og Raging Bull. Þeir leiða saman hesta sína á ný þessa helgina í...

27.01.2012

Spillandi hulstur vikunnar - Invictus

Ath! Þeir sem lesa hvaða mynd er tekin til umræðu í þessum fasta lið eru beðnir um að skoða afganginn á þessu innihaldi á eigin ábyrgð. Tilgangurinn með þessu er að benda á sorglega myndefnið sem aðstandendur bíómy...

06.10.2011

Clint Eastwood að leika aftur?

Það þarf ekki að kynna Clint Eastwood fyrir neinum, enda er hann ein af goðsögnum Hollywood og hefur gengið jafn vel sem leikstjóri og leikari, jafnvel betur. Árið 2008 lék hann í myndinni Gran Torino, sem hann leikst...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn