Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Friday the 13th 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 2009

Velkomin til Crystal Lake

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 34
/100

Friday the 13th segir frá hinum unga Clay (Jared Padalecki), sem er að leita að týndri systur sinni, sem hvarf í hinum skuggalegu skógum í kringum stöðuvatnið Crystal Lake. Þrátt fyrir aðvaranir og úrtölur fólks sem býr á svæðinu afræður hann að hætta sér inn í skóginn, og rekst hann þar á niðurnídda kofa í leit sinni að vísbendingum um það hvar... Lesa meira

Friday the 13th segir frá hinum unga Clay (Jared Padalecki), sem er að leita að týndri systur sinni, sem hvarf í hinum skuggalegu skógum í kringum stöðuvatnið Crystal Lake. Þrátt fyrir aðvaranir og úrtölur fólks sem býr á svæðinu afræður hann að hætta sér inn í skóginn, og rekst hann þar á niðurnídda kofa í leit sinni að vísbendingum um það hvar systir hans er niðurkomin, með aðstoð ungrar konu sem hann hitti stuttu áður. Það sem þau finna er hins vegar enn svakalegra en það sem þau óttuðust helst. Þau vissu nefnilega ekki að þau hefðu rambað inn á yfirráðasvæði eins svakalegasta illmennis kvikmyndasögunnar, miskunnarlauss fjöldamorðingja sem ráfar um Crystal Lake og myrðir fórnarlömb sín með risastórri og hárbeittri sveðju sjálfs Jason Voorhees.... minna

Aðalleikarar

Grashausinn Jason
Mér finnst ekkert rangt við það að endurgera (eða "reboot-a") Friday the 13th-seríuna. Jason Voorhees hefur aldrei verið í uppáhaldi hjá mér. Hann virkaði alltaf á mig sem aumingjalegri, annars flokks útgáfa af Michael Meyers, en fyrir utan það eru gömlu myndirnar flestar bara drasl. Það er vel hægt að spinna eitthvað ferskt úr þessu hráefni fyrir nútíma kynslóðir, svipað og Texas Chainsaw Massacre-myndin frá 2003 gerði en Halloween-útgáfa Robs Zombie feilaði gjörsamlega á.

Nú er Jason mættur aftur; Massaðri, graðari og hraðskreiðari en áður fyrr og í þetta sinn drepur hann annaðhvort þá sem láta ekki grasplönturnar sínar í friði eða eru stundandi kynlíf. Þetta segir manni það að Jason er greinilega mikið partýdýr.

Friday the 13th er subbuleg, subbuleg mynd... Ef þið ætlið ykkur að sjá brjóst og blóð í tonnatali, þá stendur þessi svo sannarlega undir þeim væntingum. Hún fylgir samt formúlunni gríðarlega, þannig að persónurnar eru allar með greindavísitölur á við tússpenna. Það er m.a.s. tæpt að kalla þetta "persónur," heldur eru þetta meira skotmörk - og sem betur fer er nóg af fólki hérna, sem tryggir auðvitað slatta af sóðalegum dauðadögum sem sýna hversu mikill listamaður Jason er í áhugamáli sínu.

Myndin er alls ekki leiðinleg. Hún er kjánaleg og á köflum hlægileg (hvernig komst Jason svona fljótt upp á þakið??), en hún er hröð í keyrslu, svakalega brútal og nógu sturluð í myndatöku og andrúmslofti til að skapa ákveðin óþægindi á meðan henni stendur. Það hefði samt verið fínt að sleppa því að hafa bregðuatriði á bókstaflega 5 mínútna fresti. Sum virka ótrúlega vel, önnur eru stöðluð og gegna einungis því hlutverki að gefa gelgjum ástæðu til að öskra svolítið.

Leikurinn voða dæmigerður, en fólkið gerir nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim - þ.e.a.s. hlaupa mikið, fara úr fötunum, segja lélega brandara og setja upp hræðslusvip. Ég er samt meira svekktur út í leikstjórann, Marcus Nispel. Þessi þýski brjálæðingur gerði einmitt Texas Chainsaw-endurgerðina, sem var helvíti vel heppnuð að mínu mati. Hann gerði annars vegar líka hina hræðilegu (en drepfyndnu) Pathfinder, og kannski sú mynd hafi sogað einhverja hæfileika úr honum. Með Friday the 13th finnst mér eins og hann hefði alveg getað gert meira. Ekki meira blóð endilega, því myndin er þegar nógu hrottaleg, en kannski meiri spennu. TTM var spennandi. Þessi var það ekki. Hún er kannski lúmskt skemmtileg og vel gerð á sumum stöðum, en til að virka sem ekta "stemmningarmynd" hefði mátt leggja aðeins meiri metnað í hana.

Miðað við gelgjuhroll er hún samt ógurlega þolanleg og er talsvert öflugri til áhorfs heldur en t.d. My Bloody Valentine.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slæm en jaðrar við að vera sæmileg
Jason Voorhees er mættur aftur í hvað, tuttugasta skiptið og í þetta sinn er einhverskonar forsaga á ferðinni. Ég sá fyrstu Friday the 13th myndina frá 1980 á stöð tvö þegar ég var tíu eða ellefu ára gamall og man mjög lítið eftir henni fyrir utan nokkur atriði með Kevin Bacon og hef ekki kíkt á hana aftur síðan einhverra hluta vegna. Sú nýjasta á undan þessari hét Jason X og minnir mig að hún hafi verið ágæt. En ég skellti mér í Kringlubíó á þessa mynd og fannst hún bara alls ekki nógu góð. Hún byrjar hálf fíflalega og síðan tekur við drepleiðinlegur kafli. Eftir hlé skánar hún reyndar aðeins og verður smá flott og jafnvel spennandi þrátt fyrir klisjukenndan dialoug. Leikurinn í þessari mynd er með versta móti og Jason sá eini sem vekur einhver viðbrögð, ég meina maður vill sjá hann hljóta makleg málagjöld. Þessi mynd er horfanleg seinni partinn og er hársbreidd frá því að vera alltílæ en þar sem mér leiddist fyrri partinn þá nær hún í heild ekki meðallagi. 5/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jason á sterum
Friday the 13th er alveg ágætis skemmtun, gömlu Friday myndirnar eru og verða
alltaf bestar En Jason hefur greinilega farið í ræktina og tekið aðeins of mikið
af sterum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
þrjú orð morð, morð og aftur morð!
Jason er kominn aftur.... og í þetta skiptið er hann stærri, sterkari og.... já betri!
Myndin byrjar með HUGE kikki og fer upp í 9000 rpm!
en eftir fyrstu 25 mínúturnar hægir hún á sér og fer niður í 7000.
ég sá fyrstu friday the 13th og fannst hún mjg góð!..... En þessi nær henni á sinn hátt nokkuð vel með blóði, skít og drullu(smá rigningu líka). En ég held að við ættum ekki að einblína á það.... Plottinn er í þetta skipti ótrúlega einfaldur. Systir apalpersónurnar er týnd og hann er að reyna að finna hana. Ekki meira en það!.... fyrir utan það að Jason stendur í vegi fyrir honum.

þegar allt kemur í allt.... frábær hrollvekja sem ég mæli eindregið með að fólk fari á!
By the way ég hef fáum sinnum brugðið svona of á hrollvekju!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

03.04.2020

Hvaða bíógrímur eru gagnslausar á tímum COVID?

Árið 2020 hefur, ásamt fjölda öðru, aukið vitundarvakningu fólks gagnvart áþreifanlegum grímum af ýmsu tagi. COVID-19 hefur sett veröldina á hliðina og skráð sig með ógnarhraða í sögubækurnar. Fólk ví...

09.12.2018

Resident Evil endurræsing fær leikstjóra og handritshöfund

The Resident Evil kvikmyndaserían verður endurræst innan skamms, að því er vefsíðan Den of Geeks greinir frá. Variety kvikmyndaritið greinir frá því að leikstjóri verði Johannes Roberts, en hann leikstýrði síðast köfunartryllinum 47 meters down. Roberts hyggst ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn