Náðu í appið
Öllum leyfð

Garbage Warrior 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

86 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
3 tilnefningar

Hvað eiga bjórdósir, bíldekk og vatnsflöskur sameiginlegt? Ekki mikið nema þú sért óhefðbundinn arkítekt á borð við Michael Reynolds, en þá eru áðurnefndir hlutir efniviður til þess að skapa jarðvarmahituð og orkusparandi hýbýli. Um 30 ára skeið hafa Reynolds og lærisveinar hans unnið að „Earthship Biotecture“ í Nýju-Mexíkó. Þar er átt við... Lesa meira

Hvað eiga bjórdósir, bíldekk og vatnsflöskur sameiginlegt? Ekki mikið nema þú sért óhefðbundinn arkítekt á borð við Michael Reynolds, en þá eru áðurnefndir hlutir efniviður til þess að skapa jarðvarmahituð og orkusparandi hýbýli. Um 30 ára skeið hafa Reynolds og lærisveinar hans unnið að „Earthship Biotecture“ í Nýju-Mexíkó. Þar er átt við uppbyggingu sjálfbærra samfélaga þar sem hönnun og notagildi renna saman á vistvænan hátt. En þessar tilraunir þeirra rekast á við þau lög sem eru í gildi í fylkinu og það veldur spennu á milli Reynolds og yfirvaldanna sem eru á bandi stórfyrirtækjanna. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Garbage Warrior er heimildamynd um arkitektinn og umhverfissinnann Michael Reynolds sem ofbauð ofneysla nútímans og ákvað að gera eitthvað í því. Reynolds er sérvitur furðufugl og hippi en nokkuð klár og fullkomið viðfangsefni fyrir heimildamynd. Það sem hann ákvað að gera er að byggja hús sem er algjörlega sjálfbært, með engum leiðslum inn og engum út, ekki heldur skolpi. Húsin byggir hann meira og minna úr sorpi, þ.e. flöskum, dósum, dekkjum og fleira. Áður en hann veit af er hann búinn að laða að sér allskonar furðufugla sem vilja fá svona hús og lítið samfélag myndast. Auðvitað eru þessar byggingar ekki í samræmi við neinar reglugerðir svo að kallinn þarf að berjast við ríkið um tilverurétt sinn.

Þetta er mjög áhugaverð mynd um heim sem ég vissi ekki að væri til. Það er alveg ótrúlegt að sjá þessi hús Reynolds, minni mest á Flinstones eða eitthvað álíka. Heimildamynd gærdagsins var betri en þessi er samt vel þess virði að sjá.

“I´m trying to save my ass, and that´s a powerful force”.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn