Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Frost/Nixon 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 13. febrúar 2009

Yfir 40 milljónir manna biðu eftir sannleikanum. Það sem þeir fengu var jafnvel enn meira spennandi.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 80
/100

Verðlaunamyndin Frost/Nixon segir frá sönnum atburðum árið 1977, en hinn ungi og metnaðarfulli sjónvarpsmaður David Frost fékk tækifæri lífs síns þegar sjálfur Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna samþykkti að veita Frost viðtal, þar sem hann myndi tala um umdeild ár sín í forsetaembætti. Tugmilljónir manna fylgdust spennt með viðtölunum, þar... Lesa meira

Verðlaunamyndin Frost/Nixon segir frá sönnum atburðum árið 1977, en hinn ungi og metnaðarfulli sjónvarpsmaður David Frost fékk tækifæri lífs síns þegar sjálfur Richard Nixon, fyrrum forseti Bandaríkjanna samþykkti að veita Frost viðtal, þar sem hann myndi tala um umdeild ár sín í forsetaembætti. Tugmilljónir manna fylgdust spennt með viðtölunum, þar sem hinn mikli persónuleiki Nixons rakst á metnað og hörku Davids Frost, en viðtölin snerust fljótt upp í harðvítuga baráttu þeirra tveggja fyrir því að koma út sem sigurvegari í augum áhorfendanna. Í myndinni er skyggnst bak við tjöldin og sýnt í fyrsta sinn hvað gerðist þegar ekki var kveikt á myndavélunum.... minna

Aðalleikarar

Michael Sheen

David Frost

Frank Langella

Richard Nixon

Kevin Bacon

Jack Brennan

Sam Rockwell

James Reston Jr.

Oliver Platt

Bob Zelnick

Rebecca Hall

Caroline Cushing

Toby Jones

Swifty Lazar

Andy Milder

Frank Gannon

Jacob Smith

Diane Sawyer

Gabriel Jarret

Ken Khachigian

Jim Meskimen

Ray Price

Patty McCormack

Pat Nixon

Geoffrey Blake

Interview Director

Clint Howard

Lloyd Davis

Gavin Grazer

White House Director

Keith MacKechnie

Marv Minoff

Leikstjórn

Handrit

Meistaraverk!!! Besta frá Ron Howard.
Frost/Nixon er örugglega ein mest athyglisverðasta og fróðlegasta mynd sem ég hef horft á í langan tíma. Og Ron Howard sýnir hér hversu öflugur leikstjóri hann getur orðið.

Það vita flest allir um hvað þessi mynd fjallar um enda er atburðurinn sem myndin fjallar um einn sá mest sjokkerandi í sögu forsetatímabilsins.

Það sem mér fannst best við þessa einstöku mynd er að hún gerir mann spenntari og spenntari eftir næstu viðtali. Þessi mynd hefði léttilega getað orðið flöt og yfir höfuð hundleiðinleg, en hvernig Howard meðhöndlar efniviðinn er hreint út sagt magnað og heldur manni við efnið út alla myndina.

Leikframmistöður er það sem einkennir þessa mynd hvað mest, og vá hvað þær eru magnaðar. Fyrst ber að nefna Michael Sheen sem David Frost. Hann leggur einstaklega mikið út á það að gera Frost eins berskjaldaðan en samt um leið eins hugrakkan og hann á að vera og hann nær sínum karakter frábærlega(get ekki ímyndað mér annað en að alvöru Frost hafi verið ein taugahrúga við að gera þessi viðtöl).

En Frank Langella sem Richard Nixon? Oh, brother. Þvílík frammistaða hef ég ekki orðið vitni að í langan tíma. Langella leikur Nixon einstaklega vel og kemur einnig með frábæran húmor í karakterinn, sem undirritaður fílaði í botn. Einnig er raddvinnan sem hann þurfti að fara í til að ná hreimnum hans bara afbragð.

Samleikur þeirra Sheen og Langella er svo bara snilldin eina. Chemistry er orð sem á vel við. Þeir ná einstaklega vel saman við að sýna hvernig þetta var.

Frost/Nixon er kvikmynd sem ég hvet alla unnendur sem fíla almennilega vel gerðar kvikmyndir að tékka á. Skylduáhorf!!!

10 af 10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frost/Nixon er ein af fimm tilnefndum myndum til óskarsverðlauna í flokknum besta mynd. Það þarf því varla að taka fram að myndin er góð... en hún er góð. Myndin byggist á þekktu viðtali David Frost við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna Richard Nixon. Ég gat ekki annað en hugsað um Nixon myndina frá 1995 með Anthony Hopkins. Þessi mynd er næstum því framhald af þeirri mynd að því leiti að hún heldur áfram þar sem henni lauk. Hopkins var frábær í hlutverki Nixon og Frank Langella er ekki síðri, enda hlaut hann tilnefningu sem besti leikari í aðalhlutverki. Hann reyndar stórkostlegur og nær Nixon ótrúlega vel. Michael Sheen er í hlutverki Frost. Hann stendur sig vel en ég get ekki dæmt um hvort að hann nái alvöru Frost vel.

Mikið af myndinni er viðtalið sjálft og ég hafði ákveðnar efasemdir um hvort að það væri nógu áhugavert til að halda athygli manns. Niðurstaðan var sú að ég gat varla deplað augunum á ákveðnum tímapunktum, no worries. David Frost lagði mikið á sig og tók mikla áhættu til þess að láta þetta viðtal verða að veruleika. Hann skorti ákveðinn trúverðugleika sem talk-show maður og þurfti að sanna sig. Nixon var greinilega slyngur refur sem var erfitt að króa af og það var spennandi að sjá hvernig málið þróuðust. Myndin er pínu óvenjuleg að því leit að hún er stundum sett upp eins og heimildarmynd. Það er tekið viðtal við leikarana í karakter og þeir tala eins og persónurnar sem þeir eru að leika, mér fannst þetta skrítið. Myndin er samt mjög ánægjuleg og áhugaverð í sögulegum skilningi. Nixon var mjög umdeildur karakter og verður það alltaf.

Þessi mynd er verðug til að vera tilnefnd að mínu mati og er klárlega besta mynd Howardsins. Frost/Nixon er mynd sem allir þurfa að sjá. Long live THE RON!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skylduáhorf!
Ron Howard færir okkur hér lágstemmda en lúmskt kraftmikla mynd sem sýnir okkur hvað samræður geta verið spennuþrungnar og dáleiðandi, og einnig hversu öflugur miðill sjónvarpið er (það getur skapað og slátrað áliti almennings á fyrirmyndum á augabragði). Umfram allt virkar Frost/Nixon frábærlega sem saga tveggja ólíkra manna sem berjast fyrir orðspori sínu, þótt ekki sé hér um nákvæma endursögn á þessu sögulega "einvígi" að ræða.

Uppbygging myndarinnar er nánast fullkomin. Ég hef sjaldan vitað til þess að maður sjálfur - þ.e.a.s. sem áhorfandi - geti orðið jafn spenntur fyrir viðtali í bíómynd. Hér er viðtalið augljóslega kjarni myndarinnar, og það hvernig því er stillt upp gerir hana jafn grípandi til áhorfs og raun ber vitni.
Á þessum tveimur klukkutímum líður myndin hjá eins og ekkert sé. Engin sena er ónauðsynleg eða dauð. Uppbyggingin að viðtalinu virkar einnig nokkurn veginn eins og uppbygging að orrustu, ef eitthvað, þar sem hver einasta sena upp að henni sýnir smám saman það sem er í húfi, bæði hjá David Frost og Richard Nixon. Niðurstaðan veldur að sjálfsögðu ekki vonbrigðum.

Sem pólitísk bíómynd virkar hún að nærri öllu leyti og skapar meira að segja þau áhrif sem Oliver Stone feilaði gjörsamlega á með Bush-myndinni sinni, W.
Ég geng jafnvel svo langt að segja að þetta sé besta mynd Howards frá upphafi (talandi um comeback eftir Da Vinci Code vonbrigðin). Valið á leikurunum er ekki síður mikilvægara en leikstjóravalið. Myndin er nær alfarið í höndum þeirra Michael Sheen og Frank Langella, og dúndurgóður hópur af solid aukaleikurum (svosem Kevin Bacon, Sam Rockwell, Matthew McFadyen og Oliver Platt) fellur í skuggann af lykilmönnunum tveimur.

Sheen nær Frost frábærlega, og mótar úr honum skemmtilegan karakter sem er meira en lítið þrjóskur en ávallt viðkunnanlegur. Langella er síðan algjör meistari sem Nixon. Svipað og þegar Josh Brolin lék Bush, þá er Langella ekkert alltof líkur alvöru manninum. Frammistaða hans er svo kraftmikil að manni er skítsama hvort hann líkist Nixon eða ekki. Manni finnst alltaf eins og maður sé að horfa á sjálfan Richard Nixon og það getur ekki verið annað en merki leiksigurs. Nixon eins og hann er túlkaður er fullur sjálfsöryggis og hroka, en það var einmitt það sem varð honum að falli, og maður kemst ekki hjá því að líta á manninn sem afar tragískan einstakling. Í sitthvoru lagi eru Sheen og Langella ótrúlega góðir, hvor á sinn hátt, en saman eru þeir brilliant. Besta sena myndarinnar er tvímælalaust þegar Nixon hringir í Frost föstudagskvöld eitt fyrir lokaviðtalið. Senan var svo áköf að ég fékk næstum því gæsahúð. Langella sleppir sér líka algjörlega lausum þarna.

Frost/Nixon er mjög ofarlega á mínum lista yfir bestu myndir ársins 2008, en hún er þegar orðin ein af mínum uppáhalds pólitísku myndum. Hún er auðvitað engin JFK, en hún þarf heldur ekkert að vera það. Gallar eru fáir sem óséðir og myndinni tekst fullkomlega að vera það sem hún ætlar sér. Enginn sem hefur áhuga á góðri kvikmyndagerð má láta þessa framhjá sér fara. Viðkomandi þarf ekki einu sinni að vera fróður um eða áhugamaður um pólitík til að kunna að meta allt það góða við þessa mynd. Svo í þokkabót er hún bara svo fjandi skemmtileg.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.05.2020

Howard leikstýrir mynd um björgun taílensku fótboltastrákanna

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Ron Howard hefur verið ráðinn til að leikstýra spennutrylli um fótboltastrákana sem festust í Tham Luang hellunum í Taílandi sumarið 2018 - og þær mögnuðu björgunaraðger...

18.12.2016

Hættur við að hætta í Hollywood

Velska Masters of Sex stjarnan Michael Sheen, þurfti að þeysa út á ritvöllinn nú um helgina eftir að hafa sagt í viðtali við breska blaðið The Times að hann ætlaði að hætta að leika í kvikmyndum til að einbei...

07.10.2013

Frumsýning: Rush

Sambíóin frumsýna kappakstursmyndina Rush á föstudaginn næsta, þann 11. október í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Bíóhöllinni Akranesi, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Króksbíói. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn