Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Craft 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Spend the weekend with the girls!

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Vann MTV verðlaunin fyrir bestu slagsmál, þegar Fairuza Balk og Robin Tunney slógust með hnífum.

Það er komin ný stelpa í bæinn, og ætlar að hefja þar nýtt líf með fjölskyldu sinni. Hún hittir stelpur sem eru ekki ólíkar henni, með áhuga á yfirskilvitlegum og dularfullum hlutum, en saman búa þessar fjórar stelpur yfir miklum yfirnáttúrulegum kröftum. Þær geta nánast allt, allt frá því að krækja í draumaprinsinn og láta hann dýrka sig, og hvaðeina... Lesa meira

Það er komin ný stelpa í bæinn, og ætlar að hefja þar nýtt líf með fjölskyldu sinni. Hún hittir stelpur sem eru ekki ólíkar henni, með áhuga á yfirskilvitlegum og dularfullum hlutum, en saman búa þessar fjórar stelpur yfir miklum yfirnáttúrulegum kröftum. Þær geta nánast allt, allt frá því að krækja í draumaprinsinn og láta hann dýrka sig, og hvaðeina annað sem þeim dettur í hug - þær eru óstöðvandi og möguleikarnir eru endalausir. ... minna

Aðalleikarar


The Craft er alveg ágætis afreying. Það helsta sem ég hef út á hana að setja er að nærri allur leikarahópurinn stendur sig illa nema Neve Campbell. Hún er eina manneskjan sem er að gera eitthvað af viti og heldur myndinni á floti. Annars er ég ekki sáttur með hin. Skeet Ulrich er alltaf jafn leiðinlegur(hann var þó fínn í fyrstu Scream myndinni)og Robin Tunney og Rachel True eru báðar grátlegar en Fairuza Balk kemst þó nálægt því að vera þolanleg. Söguþráðurinn er einfaldur og hljómar þannig að fjórar unglingsstúlkur(Neve, Robin, Rachel og Fairuza)gerast nornir og leika sér með galdra og allt endar með ósköpum. The Craft er ekki fullkomin og á í rauninni ekki skilið meira en tvær stjörnur en ég ætla samt að gefa henni tvær og hálfa vegna þess að ég hef lúmskt gaman af henni og Neve Campbell er brilliant. Ég eiginlega mæli lauslega með þessari mynd, hún er áhorfsins verð. Tvímælalaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þótt að nornir séu margnotaðar klisjur er klisja breytt í frumleika í þessari mynd. Stelpa nokkur flytur í Los Angeles og í skólanum eru þrjár stelpur sem eru sagðar vera nornir. Stelpan kemst að því að þær eru nornir og þær segja henni að hún sé fædd norn þannig að hún gengur í lið með þeim og lærir nornaskap úr bók sem heitir The Craft. Mjög góð myndataka og góður leikur. Greinilega gerð af fagmönnum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi hérna mynd er svona mitt á milli þess að vera spennu og hryllingsmynd. Ég myndi ekki segja að þetta væri eingöngu unglingsstúlku mynd. Mér finnst þessi vera frekar svona creepy. Hún fjallar um hluti sem eru lítt rannsakaðir, öfl sem fæstir þekkja og sumir trúa ekki á. Sarah flytur í stórborg og byrjar í nýjum skóla. Hún kynnist þar nýjum stelpum (3) sem eru að reyna galdra. þær geta það ekki vegna þess að það vantar eina í hringinn (í nornahring þurfa að 4) . Þær leyfa Söruh að vera með,þá fara galdrarnir að ganga upp. Stelpurnar allar fyrir utan söruh byrja að misnota galdrana eftir að allt sem þær óska sér fer að gerast. Sarah reynir að fá þær, sérstaklega eina, til að hætta misnotkuninni. Þá saka Söruh um svik og fara að reyna buga hana með göldrum. Í þessari mynd líkt og einni sem heitir Jawbreaker er komið inn á hugtakið sannur vinur. Mér fannst þessi mynd góð skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar foreldrar söru (ROBIN TUNNEY - EMPIRE RECORDS) flytja til los angeles með fjölskylduna,hefur hún nám við skóla st. benedict, þar sem hún kynnist þremur undarlegum stúlkum. þetta eru þær nancy (Fairuza balk -the island of dr. moreau),bonnie (Neve campbell-tv´s party of five og rochelle (Rachel True-beverly hills 90210). vinkonurnar falla líklega aldrei í kramið hjá hópnum og það er varla hægt að segja að þær falli í kramið hver hjá annari, en allar er þær að fikta við galdra. þegar sara bætist í hópinn eru þær loks nógu sterkar til að láta heitustu óskirnar rætast og nógu hættulegar til að kalla ógæfu yfir óvini sína.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð afþreying, rosa sexý allar leikkonurnar. Ein þeirra lítur alveg út eins og norn hún þarf ekkert að leika það. Ég mæli með þessari, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.02.2012

Ferskur vinkill á gamalt form

Sættum okkur við staðreyndirnar. Við erum öll mannleg og vonandi flest með húmor, sem þýðir að ef t.d. karlkyns drengur á háskólaaldri myndi allt í einu öðlast ofurkrafta, þá yrðu þeir fyrst og fremst notaðir í s...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn