Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Hobbit: An Unexpected Journey 2012

(The Hobbit: Part 1)

Justwatch

Frumsýnd: 26. desember 2012

From the smallest beginnings come the greatest legends.

169 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 58
/100

The Hobbit: An Unexpected Journey fjallar um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýraför hans til hins forna konungsríkis Erebor, en þar hefur drekinn Smeyginn sölsað undir sig völdin. Bilbó slæst í hóp með vitkanum Gandalfi og þréttan dvergum sem eru undir forystu hins mikla stríðsmanns (eða dvergs) Þorins Eikinskjaldar . Á ferðalagi sínu þurfa þeir að fara... Lesa meira

The Hobbit: An Unexpected Journey fjallar um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýraför hans til hins forna konungsríkis Erebor, en þar hefur drekinn Smeyginn sölsað undir sig völdin. Bilbó slæst í hóp með vitkanum Gandalfi og þréttan dvergum sem eru undir forystu hins mikla stríðsmanns (eða dvergs) Þorins Eikinskjaldar . Á ferðalagi sínu þurfa þeir að fara um víðlendur sem eru morandi í dríslum, vörgum og risastórum kóngulóm. Þó að markmið þeirra sé að komast austur yfir auðnirnar og að Fjallinu Eina, verða þeir fyrst að sleppa úr dríslahellunum þar sem Bilbó kemst í kynni við veruna sem á eftir að breyta lífi hans að eilífu... Gollri. Í hellunum finnur Bilbó djásnið hans Gollris: töfrahring sem hefur yfir ýmsum óvæntum og gagnlegum kostum að búa.... minna

Aðalleikarar

Martin Freeman

Bilbo Baggins

Ian McKellen

Gandalf

Richard Armitage

Thorin Oakenshield

Ken Stott

Balin

Mark Hadlow

Dori / Bert Troll

William Kircher

Bifur / Tom Troll

Peter Hambleton

Gloin / William Troll

Ian Holm

Old Bilbo Baggins

Cate Blanchett

Galadriel

Elijah Wood

Frodo Baggins

Lee Pace

Thranduil

Barry Humphries

Great Goblin

John Rawls

Yazneg

Stephen Ure

Fimbul / Grinnah

Timothy Bartlett

Master Worrywort

Glenn Boswell

Dwarf Miner

Leikstjórn

Handrit

Stærstu vonbrigði allra tíma!!!!
Eftir hið magnaða verk sem The Lord of the Rings er, þá var maður ágætlega spenntur fyrir því að sjá The Hobbit. Enda er þetta ein uppáhalds ævintýra saga(með LOTR) sem ég hef lesið. Það sem ég varð vitni að: Ég ætlaði varla að trúa því. ÞETTA ER ÁN NOKKURS VAFA LÉLEGASTA MYND SEM PETER JACKSON HEFUR GERT!!!!

Stærsti gallinn við þessa mynd er að hún er ALLT OF LÖNG (Þetta er 310 bls bók. Hefði alveg verið hægt að hafa myndirnar mun styttri). Í LOTR, þá virkaði lengdin fullkomlega því það var alltaf eitthvað athyglisvert að gerast og aldrei dauður punktur. Hérna er þetta bara komið út úr böndunum, og það virðist sem Peter ætlaði sér of stórt með myndina og fór gjörsamlega út fyrir rammann þegar kemur að efniviðinum. Sum atriðin í þessari mynd eru hrikalega slow. Hefði léttilega getað sofnað yfir þessari þvælu. Svo eru það leikararnir. Flestir voru lélegir í sínum rullum. Sá eini sem mér fannst ágætur var Ian McKellen sem Gandalf. Martin Freeman sem Bilbo, hvað voru þeir að pæla? Þetta er gaurinn sem á að halda myndinni uppi, en klúðrar því algjörlega og er hræðilegt val fyrir Bilbo. Sama er hægt að segja um alla hina dvergana sem voru ekki Thorin Oakenshield(hann var ágætur líka). Svo er það húmorinn, sem er vægast sagt barnalegur(mér er sama þótt þetta hafi verið bók fyrir börn, algjörlega óþarfi að hafa hann í svona mynd) og engan veginn fyndinn. Handritið er vægast sagt í rugli þar sem það er búið að bæta svo miklu efni við sem kemur ekkert fram í The Hobbit bókinni, og eru flest þau atriði vægast sagt pointless. Og þá komum við að einu öðru atriði sem er líka stórt vandamál í þessari mynd: Hasar atriðin. Í alvörunni, hvernig gátu atriðin í LOTR verið eins töff og mögnuð og þau eru, en The Hobbit algjör sori og asnaleg? Þetta er alveg magnað að sami gæjinn geti brugðist svona svakalega með þessum atriðum. Bardaga atriðin eru vægast sagt hlægileg, og ná aldrei að gera mann spenntan yfir myndinni. Og þegar mynd er nálægt því 3 tímar á lengd, á maður von á góðum hasar atriðum(sem þessi mynd skilar EKKI til áhorfendanna!!!).

Einu góðu hlutirnir sem ég GET sagt um myndina er það að útlitið á henni er stórkostlegt(alveg eins og LOTR), og Gollum. Hann er alltaf jafn skemmtilegur karakter, og öll atriðin með honum eru snilld.

The Hobbit er mynd sem hefði léttilega getað orðið mögnuð(miðað við hvað bókin er mikil snilld). Manni leist vel á það að hafa myndina í 3 pörtum en eftir að horfa á þennan 1 part, þá er maður farinn að hafa áhyggjur.

LOTR myndirnar höfðu þann eiginleika að maður varð alltaf spenntur fyrir því að jólin væru að koma. Þessi mynd nær því engan veginn, og er ég bara kominn með kvíða núna fyrir næsta ár.

Ég mun allavega leggjast á hné og biðja vel og mikið til Peter Jackson & Co, í von um það að ég og aðdáendur fái almennilega og frábæra ævintýramynd árið 2013, sem vonandi fær mann til að gleyma þessari hörmung sem fyrst.
Aftur til Miðgarðs
Peter Jackson hefur snúið aftur í leikstjórastólinn og færir okkur enn annað ævintýrið frá Miðgarði. Myndin er gerð eftir bókinni The Hobbit, skrifuð af Tolkien.

Ég hef verið mikill aðdáandi Hringadróttinssögu-kvikmyndanna og hef einnig lesið The Hobbit. Því var ég mjög spenntur að sjá þessa sögu og hinn undurfallegan heim Tolkiens, blasa aftur við á kvikmyndatjaldinu.

Í stuttu máli þá fjallar myndin um tólf dverga sem eru ákveðnir í að endurheimta heimalandið sitt frá illum dreka. Með aðstoð frá gamla vitkanum Gandalfi og hobbitanum Bilbo, leggjast þeir í leiðangur.

Eins og bókin, þá er saga myndarinnar ekki eins dimm í frásögn og því er ekki eins andrúmsloft og í Hringadróttinssögu-þríleiknum en þó svipað. Myndin inniheldur nóg af gríni og einnig nokkur lög frá bókinni. Mér fannst brandararnir virka en þó man ég eftir einum eða tveimur úr seinni helming sem ég var ekkert sérlega hrifinn af. En söngvarnir eru frábærir.

Eins og allar bækur sem eru síðan gerðar að kvikmyndum, að þá er breytt til og bætt efni við. Þeir sem hafa lesið bókina ættu eflaust að sjá hverju var breytt og bætt við. Að mínu mati voru breytingarnar ekkert til að kvarta yfir, var bara nokkuð fínt.

Um leikaraval hef ég ekkert annað en gott að segja. Ian McKellen stendur sig enn vel sem gamli vitkinn og fær persóna hans mörg stórkostleg atriði. Martin Freeman bregður sér í hlutverk hins unga Bilbo og kemur rosalega vel fram í hobbitahlutverkinu. Síðan var auðvitað gaman að sjá gamla Gollum aftur.

En sú persóna sem ég var ánægðastur með var Thorinn Oakenshield, leikinn af Richard Armitage. Myndin beinir meiri athygli að þeirri persónu en bókin gerði nokkru sinni og er þessi persóna í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér fær maður að sjá hið konunglega-hlutverk hans mun betur.

Það sem mér fannst mjög flott og tilbreyting við þessa mynd miðað við Hringadróttinssögu-þríleikinn var það hvað hún einbeitti sér mun greinilegar að óvinunum en ekki bara hetjunum.

Margir eru eflaust að hugsa um hvernig myndin leit út þegar spiluð með 48-römmum á sekúndu en satt að segja fannst mér það bara fínt, hvorki betra né verr. Einbeitingin fer öll að sögunni og fallega umhverfinu.

Ef þið eruð aðdáendur að góðri þrívíddarnotkun að þá er tilvalið að sjá þessa því hér er tæknin notuð mjög vel og kemur frábærlega út.

Howard Shore kemur aftur með tónlistina og um leið og sýningin hefst heyra aðdáendur kunnulegt lag spila undir. Tónlistin er frábær en þemalag myndarinnar er kannski örlítið ofnotað, ekkert alvarlegt en smá þreytandi.

Allt í allt, myndin er mjög litrík og inniheldur frábærar persónur og sögu og nóg af hasar og gríni. Frábær kvikmynd!

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.08.2012

Sumir eru ósáttir með Hobbit-þríleik

Ákvörðun Warner Bros og Peter Jackson að gera The Hobbit að þríleik hefur vakið spennu hjá flestum aðdáendum ævintýraheims J.R.R. Tolkien. Þó eru sumir sem eru ekki par sáttir með þessa ákvörðun og færa sæmileg...

22.11.2011

Bret McKenzie talar um Hobbitann

Áður en Bret McKenzie var orðinn frægur sem annar hluti fjórða vinsælasta þjóðlaga-gamans-dúetts Nýja Sjálands, voru gerðar svolítið frægar myndir þar í landi. Þær kölluðust Hringadróttinssaga og annar hver maður ...

30.12.2014

Stærsta opnunarhelgi allra tíma

Lokakaflinn í þríleik Peter Jacksons um Hobbitann, The Hobbit: Battle of the Five Armies, var frumsýnd 26. desember um land allt. Myndin opnaði svo sannarlega með hvelli og situr hún nú á toppi listans yfir stærstu frumsýningar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn