Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Cable Guy 1996

Justwatch

Frumsýnd: 5. júlí 1996

Once you let him into your house, you'll never get him out of your life!

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Jim Carrey fékk MTV verðlaun fyrir bestan leik og sem besta illmenni. Carrey og Broderick voru tilnefndir fyrir bestu slagsmál, þegar þeir berjast á miðaldasýningunni.

Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar. Þetta hófst þegar Steven var nýhættur með kærustunni sinni og var að flytja í nýja íbúð. Hann langaði til að fá sér áskriftarsjónvarp og vinur hans benti honum á heillaráð til að græða í þeim... Lesa meira

Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar. Þetta hófst þegar Steven var nýhættur með kærustunni sinni og var að flytja í nýja íbúð. Hann langaði til að fá sér áskriftarsjónvarp og vinur hans benti honum á heillaráð til að græða í þeim viðskiptum. Ráðið er að bjóða manninum sem kemur til að tengja kapal áskriftarsjónvarpsins upp á svört viðskipti. Hann fái peninga og Steven í staðinn ókeypis áskrift. En það er þegar fundum Stevens og sendimanns kapalsjónvarpsins ber saman sem örlög arkitektsins unga ráðast. Steven á eftir að komast að því að það er ekkert til sem heitir ókeypis áskriftarsjónvarp. Þessi náungi frá kapalsjónvarpinu er algjör plága. Hann vill enga 50 dollara, hann vill bara að þeir Steven verði bestu vinir og í hans huga er nei ekkert svar.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Frábær grínmynd
The Cable guy er mjög skemmtileg grínmynd eftir Ben Stiller með leikurunum Jim Carrey og Matthew Broderick.
William kynnist manni sem heitir Chip Douglas þegar Chip kemur heim til hans og gefur honum ókeypis kapalsjónvarp.
Chip verður alltaf ágengar og ágengari til að öðlast vináttu Matthews þangað til að Matthew vill ekki vera vinur hans lengur og þá gerir Chip sitt besta til að hefna sín á honum

The Cable guy er með bestu grínmyndum sem ég hef séð og mæli með henni fyrir alla sem fíla Jim Carrey.

#Fyndin staðreynd er að Jack Black og Kyle Gass eru báðir í mjög litlum hlutverkum í þessari mynd sem er frá árinu 1996 en þeir stofna hljómsveitina Tenacious D og gera myndina "Tenacious D: in the pick of destiny" um 10 árum seinna#
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er þvílík snilld, en ekki samt fyrir alla. Svolítið öðruvísi húmor í henni eins og Ben Stiller er einum lagið. Þegar þeir voru að slást á Midelagetime´s þá gjörsamlega missti ég mig. Jim Carrey fer hreinlega á kostum í þessari stórfyndnu mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Cable guy,mér fannst Jim carey nálægt því að eiðileggja feril sinn í þessari mynd og er hann ekki næstum eins góður og í myndum eins og Ace Ventura,The mask eða Liar,Liar.

Jim carey leikur semsagt Cable guy sem fer og lagar sjónvarpið hjá manni sem Mathew Brodrick leikur.Ég vill ekki vera að segja mikið frá henni en mér fannst þessi mynd afar slæm og Jim carey hefði átt að hugsa sig betur um áður en hann tók við þessu hlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þvílíkt babbúl (rugl ef þið vitið ekki hvað það þýðir) að The Cable Guy sé ein lélegasta mynd sem Jim Carrey hefur leikið í. Cable Guy er að mínu mati besta mynd sem hann hefur leikið í. Steven Kovacks(Matthew Broderick,Glory,Election) er skrifstofublók sem er búinn að samþykkja að fara í hlé með kærustu sinni. En þegar bróðir hans (Jack Black,School Of Rock) segir honum að kaupa ólöglegt kapalkerfi kemur kapalmaður (Jim Carrey,Ace Ventura,Dumb And Dumber) inn í líf Stevens. Hann byrjar að hringja í Steven á hverjum klukkutíma því hann vill vera vinur hans. Steven verður vinur hans en lífið hjá honum rústast allt í einu bara út af kapalmanninum. Enginn annar en Ben Stiller leikstýrir og gerir það mjög vel en Cable Guy er hin besta skemmtun og Jim Carrey hefur aldrei verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jamm þessi mynd er furðuleg á þann hátt að allir töldu hana hið argasta rusl þegar hún kom fyrst!

Ég sjálfur var nú ekki alveg undanskilinn en það var líklegast vegna þess að maður bjóst við nákvæmlega eins character og í Ace Ventura eða The Mask (ekki ólíkar persónur).

En þessi mynd er eins og margar aðrar með Jim Carrey alveg ótrúlega fyndin! Það tók maður eftir þegar maður horfði í annað skiptið, og þriðja og fjórða...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.01.2014

Grown Ups 2 með flestar Razzie-tilnefningar

Razzie-verðlaunin eru afhent árlega fyrir þær kvikmyndir sem hafa þótt hvað lélegastar. Einnig eru gefin verðlaun fyrir leikara sem hafa staðið sig hvað verst á árinu. Markmiðið er aðallega að skamma þá sem st...

27.06.2011

Film Review Cars 2

FILE - In this file film publicity image released by Disney-Pixar, animated characters Lightning McQueen, voiced by Owen Wilson, foreground left, Mater, voiced by Larry the Cable Guy, center, and Finn McMissile, voiced by Michael Caine,...

27.06.2011

Bílarnir brunuðu beint á toppinn

Bílateiknimyndin Cars 2 brunaði beina leið á topp aðsóknarlista kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum um helgina, þrátt fyrir misjafnar viðtökur gagnrýnenda. Sögðu sumir þeirra, að því er segir í frétt frá Reuters fréttastofunni, að hér væri á ferðinni versta Pixar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn