Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Curious Case of Benjamin Button 2008

(Benjamin Button)

Justwatch

Frumsýnd: 6. febrúar 2009

Ég var fæddur við óvenjulegar aðstæður

166 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Benjamin Button (Brad Pitt) er vægast sagt óvenjulegur einstaklingur. Hann eldist ekki eins og hefðbundið fólk gerir, heldur eldist hann afturábak. Hann fæðist lítandi út eins og eldgamall maður og yngist smám saman því eldri sem hann verður. Myndin fylgir undarlegri ævi hans og þeim ævintýrum sem hann lendir í.

Aðalleikarar

Brad Pitt

Benjamin Button

Cate Blanchett

Daisy Fuller

Julia Ormond

Caroline Fuller

Jason Flemyng

Thomas Button

Judith Holstra

Caroline Fuller

Mahershala Ali

Tizzy Weathers

Worthie Meacham

Captain Mike

Elias Koteas

Monsieur Gateau

Tilda Swinton

Elizabeth Abbott

Faune Chambers

Dorothy Baker

Richard Pierre-Louis

Man at Train Station

Kim Greist

Mrs. Horton

Danny Vinson

Priest Giving Last Rites

Elle Fanning

Daisy Age 7

Leikstjórn

Handrit

eitt orð: VÁ!
ég VEIT að er er sein að skrifa umfjöllun á þessa mynd, en betra er seint en aldrei! Ég fór ekki á hana í bíó, keypti hana á DVD og bauð systur/bestustu vinkonu minni í bíókvöld.

Söguþráðurinn er MJÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖG einfaldur. Myndin er um mann sem eldist afturábak (semsagt yngist í útliti því eldri sem hann verður. Í enda myndarinnar er Button smábarn)
og því sem hann lendir í í skrýtnu ævi sinni (sem er margt, trúið mér).
Sagan er sögð af gamalli konu sem er alveg að deyja sem þekkti Benjamin VEEEEEEEL ef þið vitið hvað ég meina!

Eins og ég geri of oft er að kynna mér myndir alveg trillilega mikið áður en ég horfi á þær, en ef ég hefði ekki gerð það hefði ég ekki komist að því að Brad Pitt leikur Benjamin ALLA myndina með hjálp nokkurra tæknibrellna... sem sparaði líka þau leiðindi að hafa óteljandi leikara í hlutverki Buttons.

Við systurnar hofðum dolfallnar á alla myndina, ein af bestu myndum sem ég hef séð! Dramatík,sorg,spenna (en bara smá í einstökum atriðum) og auðvitað nokkrir laumulegir fimmaurabrandarar ("híhí" heyrðist nokkrum sinnum úr munni mér :p). Semsagt næstum allt (næstum endurtek ég til að forðast misskilninga).
Nokkur lítil tár laumuðust úr augunum mínum sem steinhjarta systir mín gerir oft grín af í vasaklútamyndum.

Ég mæli mjög með þessari mynd fyrir alla þá sem elska svona öðruvísi myndir!

10/10
Stórkostleg mynd
Ég sá þessa mynd í janúar í bíó og beið spennt í marga mánuði eftir útgáfu hennar á DVD, Benjamin Button er ein af uppáhalds myndunum mínum.

Fyrir augað er myndin stórkostleg, myndatakan er mjög falleg og eru búningarnir og upptökustaðirnir ævintýralegir.
Óskarsverðlaunatilnefndi Brad Pitt og óskarsverðlaunahafinn Cate Blanchett fara með aðalhlutverkin í myndinni og standa sig mjög vel. Myndin fjallar um heila mannsævi og þurfa Brad Pitt og Cate að leika unglinga upp í gamalt fólk og gera það vel.
Það má segja að myndin sé með týpískan söguþráð, hún fjallar um fólk sem elst upp saman og verða ástfangin, konan dansar, maðurinn fer í stríð og lenda þau í ýmsum ævintýrum saman. Nema hvað að líf Benjamins fer öfuga tímaröð miðað við okkar líf og lif Cate Blanchett, hann fæðist gamall og deyr ungur.

Tónlistin er ævintýraleg og þrátt fyrir að vera nærri því þrír klukkutímar er myndin aldrei langdreginn. Myndin ber þann boðskap að þú veist aldrei hvernig líf þitt verður, þú ert aldrei of ungur eða gamall til að gera ákveðna hluti og að ef maður er ekki ánægður með líf sitt á maður að breyta því. Ævi Benjamin Button er litrík og áhugaverð og skemmtileg að fylgjast með!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stephen King (Golden Years) mætir Forrest Gump. Myndin er ekki ólík þeirri mynd og The Little Big Man í uppbyggingu. Hún fylgir Button frá fæðingu og í gegnum viðburðarríkt líf. Ég held að það sé ekki spoiler að segja frá því að Button er einstakur að því leiti að hann fæddist gamall og eldist afturábak. Þessi eiginleiki hefur skiljanlega mikil áhrif á líf hans og hann þarf að taka þeim afleiðingum sem fylgja. Hver hefur sinn djöful að draga og Button lærir að skilja það. Myndin er rosalega vönduð í alla staði, eins og allar Fincher myndir. Hver rammi er úthugsaður enda er Fincher með alræmda fullkomnunaráráttu. Förðun er framúrskarandi í þessari mynd, mjög sannfærandi öldrun. Mér fannst Brad Pitt standa sig frábærlega vel og það sama má segja um Cata Blanchett. Það voru ákveðnar ákarðanir sem persónur tóku undir lok myndarinnar sem trufluðu mig en það dró ekki mikið úr ánægjunni að sjá þessu mögnuðu mynd. Hún er þung en aldrei leiðinleg og ég spái því hér með að hún muni vinna óskarsverðlaun fyrir bestu mynd í ár (ég á þó eftir að sjá Slumdog).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þessi mynd!
Núna var David Fincher að sýna sig, sýna sig hvað hann getur í kvikmynda-heiminum. Þetta er albesta drama mynd sem ég hef nokkurntímann séð á ævi minni. Myndin er mjög snjöll, vel leikinn, vel tölvugerð og mestalagi : vel skrifuð. Þessi mynd er byggð af ör-smásögu og hún er ekkert annað 23. bls. Þessi mynd er tveir og hálfur tími. Þetta er ótrúlegt og ég las söguna og sagan kemur sér vel við myndina. Myndin hefur þennan galdur við því að ef þú horfir nokkrar mínútur af myndinni, þá viltu horfa á hana alla. Byrjuninn heillaði mig algjörlega. Ég er ekkert mikið fyrir að gráta við myndum en þessi mynd var með sorglegasta endir. Ég, Brad Pitt aðdándi? Hell no! En mér finnst David Fincher leikstýra hann rosalega vel. Eins og Fight Club, Se7en og svo þessi. David Fincher gerir alltaf svo eftirminnilegar myndir. Þótt að The Game var nú ekkert sérstök þá var hún samt með eftirminnileg atriði. Samtöl myndarinar er þannig að þú getur horft eða hlustað á þau. Þótt myndinn sé löng, þá er hún alls ekki lang"dreiginn". Hún hefur þessa galdra að þú horfir á myndina og hlustar á söguþráðinn en samt sér maður aldrei að hún sé svona löng. Þegar ég var búin að horfa á hana og kíkti á lengdina, þá varð ég mjög hissa á hversu löng hún væri. Þetta er ótrúleg mynd og ég elska hana. Mjög ólíkleg en samt, hún hefur þessa töfra.

Ég heiti Sölvi Sigurður og kíkjir á mín gagnrýni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Backwards Man
Ég brá mér á The Curious Case of Benjamin Button og var bara nokkuð hrifinn. Brad Pitt leikur titilpersónuna, mann sem fæðist elliær, eldist afturábak og deyr sem ungabarn. Sagan spannar hátt upp í 90 ár og er verulega heillandi. Pitt sem Benjamin Button er góður sögumaður. Myndin er 3 tímar og aldrei finnur maður fyrir lengdinni fyrr en kannski síðasta hálftímann þegar þetta verður pínulítið langdregið. Endirinn er að vísu fullnægjandi en lopinn er aðeins fullteygður þegar Button verður sem yngstur. David Fincher leikstýrir annars frábærlega og myndatakan hans er alltaf rosalega flott. Engin undantekning hér. Besta mynd Fincher's er þó að mínu mati alltaf Fight Club og þó að TCCOBB sé töluvert lakari þá er þetta er allt í allt fínasta mynd með skemmtilegri sögu. Þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.08.2016

Pitt vill Fincher í World War Z 2

Uppvakningatryllirinn World War Z frá árinu 2013, með Brad Pitt í aðalhlutverki, var hin ágætasta skemmtun, og þénaði meira en hálfan milljarð Bandaríkjadala í miðasölunni um heim allan, þrátt fyrir ýmis vandræði ...

14.03.2015

Scorsese gerir Tyson með Foxx

Í fyrra var sagt frá því að Jamie Foxx hefði ákveðið að leika hlutverk hnefaleikamannsins Mike Tyson í nýrri ævisögulegri mynd um kappann. Síðan þá hefur lítið heyrst af verkefninu en í útvarpsviðtali nú í vikunni í ...

16.02.2013

Channing Tatum í næstu Fincher mynd?

Kvikmyndavefurinn Cinema Blend birti í gær frétt um að hinn ungi og efnilegi Channing Tatum yrði mögulega í næstu kvikmynd hins magnaða leikstjóra David Fincher, 20.000 Leagues Under the Sea, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Jules Verne frá árinu 1870. Talið var í fyrstu að Brad Pitt my...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn