Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Burn After Reading 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. september 2008

Intelligence is relative

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

Osborne Cox (John Malkovich) er greinandi hjá CIA sem hættir eftir að hafa verið lækkaður í tign. Ákveður hann að hefna sín á yfirmönnum sínum með því að skrifa endurminningar sínar. Auk vinnumissisins vill eiginkona hans, Katie Cox (Tilda Swinton), skilja við hann, og að ráði lögfræðings síns afritar Osbourne fjárhagsupplýsingar sínar á disk. Þegar... Lesa meira

Osborne Cox (John Malkovich) er greinandi hjá CIA sem hættir eftir að hafa verið lækkaður í tign. Ákveður hann að hefna sín á yfirmönnum sínum með því að skrifa endurminningar sínar. Auk vinnumissisins vill eiginkona hans, Katie Cox (Tilda Swinton), skilja við hann, og að ráði lögfræðings síns afritar Osbourne fjárhagsupplýsingar sínar á disk. Þegar ritarinn hans gleymir síðan disknum á líkamsræktarstöð verður fjandinn laus. Vitgrannur starfsmaður stöðvarinnar, Chad Felheimer (Brad Pitt), finnur diskinn og er sannfærður um að hann hafi komist yfir verðmæt ríkisleyndarmál. Hann og samstarfskona hans, Linda Litzke (Frances McDormand), ákveða að græða á disknum með því að selja hann eða kúga fé út á efni hans. Það reynist þó ekki jafn auðvelt og þau héldu í fyrstu. Katie á síðan í leynilegu sambandi við hinn taugaveiklaða Harry Pfarrer (George Clooney), starfsmann fjármálaráðuneytisins, en hann er stöðugt á nálum því hann heldur að hann sé eltur af útsendurum CIA. Þegar leiðir þessa fólks skerast síðan verða afleiðingarnar óafturkræfar fyrir alla aðila.... minna

Aðalleikarar

George Clooney

Harry Pfarrer

Frances McDormand

Linda Litzke

Brad Pitt

Chad Feldheimer

John Malkovich

Osborne Cox

Tilda Swinton

Katie Cox

Elizabeth Marvel

Sandy Pfarrer

David Rasche

CIA Officer

J.K. Simmons

CIA Superior

Olek Krupa

Krapotkin

Kevin Sussman

Tuchman Marsh Man

J.R. Horne

Divorce Lawyer

Jeffrey DeMunn

Cosmetic Surgeon

Taylor Nichols

Process Server

Leikstjórn

Handrit

Coen - Bræður kunna þetta !

Burn After Reading er kvikmynd (nó sjitt) leikstýrð og skrifuð af bræðrunum
Joel & Ethan Coen (No Country For Old Men, Fargo og Big Lebowski). Kvikmyndir sem þeir hafa gert eru allar (þessi er númer 13) glæsilegar. Og líka þessi ! Þeir byrjuðu á myndinni Blood Simple og sýndu hana í Sundace Film Festivel og urðu strax þekktir. Þeir fóru svo í myndinna Raising Arizona, meira þekktir og svo kom Miller's Crossing, þá komu aðdáendur. En þessi er eitt af þessum Coen-Myndum, með svartan húmor, flókin söguþráð og vel leiknar.

Söguþráðurinn er frekar flókin, hugsa dálítið. En handritið er frekar gott. Það heldur sig við söguþráðurinn og það eru náttúrlega enginn gallar í henni. Persónurnar eru fáranlegar fyndnar. Allar mismunandi og missheppnaðar (eða, ekki fullkominn). Leikaravaldið er líka fyndið. Brad Pitt að vera heimskur er heimskt, Georg Clooney vera 'ekki' George Clooney (Ekki að vera of dramatískur eða að líta út einsog hann er að faraað grenja) og Frances að vera harðasta en rólegasta konan í myndinni. Persónurnar halda sig við þetta og leikararnir virkilega passa við þessi hlutverk.

Útlitið er frekar raunverulegt. Það er ekki dimmt þegar allir eru leiðir eða bjart þegar allir eru glaðir. Það bara kemur bjart á deigi og dimma á nóttunni. Tónlistinn kemur á mjög furðulegum tímum og hún er frekar mikil. Svona of 'há'.

Myndin er mjög góð en hún er frekar einstök. Alls ekki fyrir alla, þeir sem fíla Coen-myndir, eiga eftir að fíla hana en þeir sem hafa ekki séð hana, eiga að drífa sig að horfa á No Country For Old Men eða Fargo, bara báðar. Þetta er geðveik mynd, ekta Coen !

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meðalgóð Coen-mynd
Myndin var mjög lengi að byrja en þegar hún er komin af stað er hún alveg ógeðslega skemmtileg. Hún er betri en nokkrar Coen-bræðra myndir og verri en nokkrar. Brad Pitt er frekar stutt en alveg snilld og eru eiginlega bara allir fínir og húmorinn er kolsvartur og á köflum ógeðslega fyndin. En þessi sem sagði að maður gæti aldrei farið alvörunni að hlæja hefur rangt fyrir sér. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Komnir á kunnuglegar slóðir
Leikarahópurinn bjargar því sem bjargað verður í þessari nýju Coen-bræðra mynd. Þeir bræður eru komnir á kunnuglegar slóðir eftir meistaraverkið No Country for Old Men í fyrra og reyna hér að endurnýta að einhverju leyti húmorinn úr Fargo og The Big Lebowski, en án mikils árangurs. Handritið er sérlega kjánalegt og flatt og brandararnir fáir, en bestu sprettina á þó Brad Pitt í frábæru hlutverki. John Malkovich fer með aðalhlutverkið, og gerir það vel, en myndin fer þokkalega af stað þegar segir frá brotthvarfi hans frá CIA og ákvörðun hans um að rita endurminningar sínar. Það fer þó fljótt að halla undan fæti þegar Frances McDormand, George Clooney og Pitt flækjast inn í málið. Allir eiga leikrararnir þó hrós skilið, enda frábærir hæfileikamenn og -konur þar á ferð, en án þeirra væri myndin hvorki fugl né fiskur.

María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Burn after Reading er nýjasta afurð Coen bræðra og bara ágætis skemmtun. Skrautlegir karakterar eru aðallega það sem heldur myndinni á floti en þar sem hún uppfyllir engar aðrar kröfur þá verður hún alls engin snilld. En leikurinn hér er barasta þvílíkt skemmtilegur og húmorinn er í flestum tilvikum alveg yndislegur(stundum er hann þó hrikalega þunnur). John Malkovich og Brad Pitt eru alveg stórgóðir í hlutverkum sínum og fast á hæla þeirra kemur Frances Mcdormand og samleikur þeirra er áhugaverðasti og besti partur myndarinnar. En annars þá býður Burn after Reading ekki upp á neitt stórbrotið, þó að hún sé stórskemmtileg þá vantar of margt til að hún fái hærri einkunn en tvær og hálfa stjörnu. Eitthvað endar hún líka snögglega. 7/10 í einkunn. Fín skemmtun en ekkert minnisstætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.11.2017

Nýtt í bíó - Suburbicon

Nýjasta kvikmynd í leikstjórn George Clooney, Suburbicon, verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri. Sérkennileg atburðarás fer í gang eftir að fækkar um einn í b...

31.10.2016

Nýtt á Netflix í nóvember - The Crown, Adam Sandler og margt fleira

Kvikmyndir.is heldur úti yfirliti yfir allt það nýjasta sem er á leiðinni á Netflix í hverjum mánuði. Nú í nóvember er von á fjölda áhugaverðra titla, bæði sjónvarpsþátta og bíómynda. Við byrjum á bandaríska...

25.03.2014

Brad Pitt snýr sér að gamanmyndum

Leikarinn og framleiðandinn Brad Pitt hefur áhuga á því að leika aftur í gamanmyndum og vill ólmur vinna með leikstjóranum Judd Apatow. Pitt hefur forðast að leika í gamanmyndum síðustu ár og einbeitt sér frekar að spennu-...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn