Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Southland Tales 2006

145 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 44
/100

Myndin segir frá afar frumlegri útfærslu á heimsendi þar sem að leiðir nokkra hópa sameinast í sömu atburðarás.

Aðalleikarar

Dwayne Johnson

Boxer Santaros / Jericho Cane

Seann William Scott

Roland Taverner / Ronald Taverner

Sarah Michelle Gellar

Krysta Kapowski / Krysta Now

Justin Timberlake

Private Pilot Abilene

Mandy Moore

Madeline Frost-Santaros

Will Sasso

Fortunio Balducci

Jon Lovitz

Bart Bookman

Beth Grant

Dr. Inga Von Westphalen

Jill Ritchie

Shoshana Kapowski

Bai Ling

Serpentine

Curtis Armstrong

Dr. Soberin Exx

Todd Berger

Bing Zinneman

Cezary Harasimowicz

Cyndi Pinziki

John Larroquette

Vaughn Smallhouse

Janeane Garofalo

General Teena MacArthur

Ernie Reyes Sr.

Zora Charmichaels

Amy Poehler

Veronica Mung / Dream

Miranda Richardson

Nana Mae Frost

Jean-Pierre Sentier

Baron Von Westphalen

Sab Shimono

Hideo Takehashi

Kevin Smith

Simon Theory

Leikstjórn

Handrit

Sýrð mynd og góð
Southland Tales gerist árið 2008 og í Los Angeles borg gerist margt einkennilegt síðustu dagana fyrir heimsendi. Frá leikstjóra meistaraverksins Donnie Darko kemur þessi frábæra mynd sem er jafn steikt en kannski aðeins síðri. En Southland Tales er sniðug með yndislegan húmor og skondnar sýrðar uppákomur og leikurinn er alveg brilliant, Dwayne Johnson, Sean William Scott, Sarah Michelle Gellar, Jon Lovitz o.fl. eiga öll stórleik út af fyrir sig. Söguþráðurinn er reyndar pínu ruglningslegur en umgjörðin er svo grípandi og það er svo gaman að sjá persónurnar blómstra að myndin fær alveg þrjár og hálfa stjörnu. Semsagt alveg ómissandi mynd þó að hún jafnist ekki á við Donnie Darko. Gaman verður að sjá hvað Richard Kelly gerir næst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Áhugaverð steypa frá áhugaverðum leikstjóra
Southland Tales er brengluð "mænd-fökk" mynd sem augljóslega hentar ekki hverjum sem er, en léleg er hún alls ekki. Ég get samt alveg skilið af hverju hún er hötuð af svona mörgum. Hún býður líka svolítið upp á allt þetta neikvæða umtal; Hún var forsýnd (í lengri útgáfu) á Cannes þar sem hún fékk neikvætt orðspor á sig sem olli því að hún fékk ekki dreifingu í meira en eitt og hálft ár. Fólk bjóst í kjölfarið við því að hér væri önnur Battlefield: Earth á ferðinni, sem gæti ekki verið meira kjaftæði. Fráhrindandi er hún, en alls ekki drasl. Mér finnst hún svo yndislega súr, svo einstök og drekkhlaðin skemmtilegum hugmyndum að ég get engan veginn sagt að mér leiddist yfir henni. Þetta er mjög stór biti til að melta, og jafnvel meðan að áhorfi stendur hugsar maður: "hvað í helvítinu er ég að horfa á?"

Myndin er svo mikill grautur af vitleysu að eftir smástund verður maður farinn að taka á móti slíku eins og ekkert sé eðlilegra. Hvort sem um er að ræða biluðu samtölin ("If you don't let me suck your dick, I'm gonna kill myself"), existensialísku pælingarnar eða söngatriðisins (þar sem Justin Timberlake lip sync-ar seinni hlutann á "All These Things That I've Done" með The Killers) var ég óvenju fastur við myndina og ekki fyrr en í blálokin áttaði ég mig á hvað þessi mynd hafði verið absúrd og jafnvel á pörtum ömurleg, en áhugaverð allan tímann.

Innihaldið sjálft er samt ekki það eina óvenjulega við myndina. Leikhópurinn er e.t.v. einhver allra skrautlegasti sem ég hef séð í dágóðan tíma. Mestmegnis finnast hér fjölbreyttir/misgóðir gamanleikarar (þ.á.m. Seann William Scott, Wallace Shawn, Jon Lovitz, Cheri Oteri, Amy Poehler og gjörsamlega óþekkjanlegur Kevin Smith), en síðan eru nöfn eins og The Rock, Sarah Michelle Gellar, Mandy Moore og Justin Timberlake sem fylla upp í önnur hlutverk. Burtséð frá spes leikaravali, þá stendur enginn sig eitthvað illa. Handritið býður auðvitað upp á gríðarlegan ofleik, þ.e.a.s. ef miðað er við fáránleikann í þessu öllu. Hér ofleika allir, en það passar alveg.

Það sem ég fíla við Southland Tales hvað mest er hversu ólík hún er flestu sem ég hef séð í fáránlega langan tíma. Það er eiginlega ekki hægt að flokka hana nein staðar, svipað og með Donnie Darko. Myndin er kolbrjáluð blanda af pólitískri satíru, gamanmynd, vísindaskáldskap, drama-noir og spennumynd.

Richard Kelly mótar andrúmsloft sem er algjörlega  sitt eigið. Hann hefur aftur sýnt það hversu óhræddur hann er að fara nýjar leiðir og koma hugmyndum sínum á framfæri. Þessi maður er hiklaust einhver efnilegasti leikstjóri sinnar kynslóðar og ég hvet lesendur eindregið til að kynna sér viðtöl með honum eða alls kyns aukaefni, þar sem hann hefur nánast alltaf eitthvað áhugavert að segja um annað hvort verk sín eða kvikmyndagerð almennt. Það er að vissan hátt ósanngjarnt að bera þessa mynd saman við Donnie Darko þar sem að hér er um allt öðruvísi innihald að ræða. Myndirnar eru gerólíkar á yfirborðinu, en samt að mörgu leyti svo svipaðar; Rétt eins og Donnie Darko, þá er Southland Tales stútfull af pælingum. Það er mikið af persónum til staðar og myndin afmarkar sig á tilteknu tímabili. Endilega bætum við fremur sturlaðri aðalpersónu. Þessi mynd er reyndar ekki eins úthugsuð og sú mynd að mínu mati, en þær eiga það sameiginlegt að skilja ýmislegt eftir sig, þrátt fyrir að þessi skuli ekki vera sama meistaraverkið auðvitað.

En sama hvaða álit þú hefur á myndunum hans þá er ekki hægt að neita því hversu hæfileikaríkur Kelly er sem bæði leikstjóri og handritshöfundur (tel ekki Domino með). En þrátt fyrir gott auga fyrir sköpunargleði, þá er nýja varan hans hvergi nálægt því að vera fullkomin. Helsti gallinn við myndina er einmitt hve mikil flækja hún er stundum. Ekki oft, en stundum bregða fyrir senur sem akkúrat EKKERT vit er í og sér maður á endanum engan tilgang með þeim. Kannski getur ástæðan verið sú að Kelly hafi þurft að skera myndina niður í ásættanlega lengd og þar af leiðandi glatað vissu magni af upplýsingum, en ég er meira sannfærður um að maðurinn hafi bara "brainstorm-að" fullmikið og ekki getað komið hugmyndunum öllum fyrir í heilsteypta niðurstöðu. Það sést að hann fílar hugmyndina að þú fyllir í eyðurnar sjálfur og vitir ekki nákvæmlega allt (og Donnie Darko afrekaði það mjög vel að skilja sumt eftir opið til persónulegrar túlkunar), en hann hefur bara ekki áttað sig á því að þessi epíska saga sem hann hefur ætlað að segja með þessari mynd hafi bara verið OF massív.

Ég verð annars að játa að því meira sem ég hugsa um þessa mynd sem þá steiktu upplifun sem hún er, því meira hrifinn af henni verð ég. Jú ókei, hún er yfirdrifið löng og gallar eru alls staðar sjáanlegir, en grunnhugmyndin er helber snilld, og bíómynd sem skilur svona mikið eftir sig og fær þig til að samtímis hata hana og dýrka hana getur ekki átt annað skilið en létt meðmæli.

Hún rétt snertir áttuna í einkunn. Tek samt fram að ég er ekki að mæla með myndinni fyrir hvern sem er. Ef þið eruð óhrædd við að skoða eitthvað nýtt, endilega skellið ræmunni í tækið og sjáið hvað ykkur finnst. Annars ýtið þið bara á stopp takkann ef hún reynist ekki vera ykkar tebolli.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

26.07.2012

5 gullfallegar mínútur úr Cloud Atlas

Fyrsta stiklan fyrir nýjasta þrekvirki Wachowski-systkinanna, Cloud Atlas, hefur nú fundið sér leið á netið en hún er rúmlega fimm mínútna löng. Fyrri verk Wachowski-systkinanna hafa búið yfir miklum hasarkrafti og brautr...

27.02.2012

Sveittur skyndibiti í bíóformi

Journey 2: The Mysterious Island er aðeins betri en hún lítur út fyrir að vera, en það segir samt ekki neitt. Myndin er nákvæmlega það sem þú heldur og hún gerir litla tilraun til þess að höfða til þeirra sem elska all...

26.08.2010

Rugluðustu myndir allra tíma

mbl.is greinir frá því í dag að ástralska blaðið Sydney Morning Herald hafi tekið saman ruglingslegustu bíómyndir allra tíma. Listinn lítur svona út: 1. 2001: A Space Odyssey 2. Donnie Darko 3. Mulholland Drive 4. The Matri...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn