Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tropic Thunder 2008

Justwatch

Frumsýnd: 27. ágúst 2008

Myndin sem þeir halda að þeir séu að búa til...er ekki mynd lengur

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
1 verðlaun

Nokkrir leikarar með mjög mikið sjálfsálit eru við tökur á stórri Víetnam-stríðsmynd að nafni Tropic Thunder. Tökurnar ganga skelfilega og þeir eru því sendir út í frumskóg fullan af földum myndavélum til að fanga betur stríðsástandið og vonandi ná trúverðugri frammistöðu úr þeim, en komast í hann krappan þegar þeir lenda í alvöru herskáum... Lesa meira

Nokkrir leikarar með mjög mikið sjálfsálit eru við tökur á stórri Víetnam-stríðsmynd að nafni Tropic Thunder. Tökurnar ganga skelfilega og þeir eru því sendir út í frumskóg fullan af földum myndavélum til að fanga betur stríðsástandið og vonandi ná trúverðugri frammistöðu úr þeim, en komast í hann krappan þegar þeir lenda í alvöru herskáum eiturlyfjasmyglurum.... minna

Aðalleikarar

Ben Stiller

Tugg Speedman

Robert Downey Jr.

Kirk Lazarus

Jack Black

Jeff Portnoy

Jay Baruchel

Kevin Sandusky

Nick Nolte

Four Leaf Tayback

Steve Coogan

Damien Cockburn

Bill Hader

Rob Slolom

Tobey Maguire

Tobey Maguire

Tyra Banks

Tyra Banks

Jon Voight

Jon Voight

Jennifer Love Hewitt

Jennifer Love Hewitt

Alicia Silverstone

Alicia Silverstone

Jason Bateman

Jason Bateman

Christine Taylor

Rebecca - Simple Jack Clip

Michael Stipe

Snooty Waiter - Fatties Trailer

Anthony Ruivivar

Platoon Sergeant Shot in Head - Hot LZ

Eric Winzenried

Chopper Pilot - Hot LZ

Matt Levin

Cameraperson - Vietnam Crew

Volker Schlöndorff

First Assistant Director - Vietnam Crew

Tom Cruise

Les Grossman

Leikstjórn

Handrit

Húmor sem virkar
Þó að ég sé ekki mikill aðdáendi Stillers og Black, þá ná þeir að halda mér við efnið og láta mig hlæja þegar við á í Tropic Thunder. Handritið var frumlegt og áhugavert, leikur þeirra Stillers og Black var sí svona á tímabili, Downey Jr stal senunni í þessari mynd.
Myndin nær að sýna fram á hvernig sumir leikarar eru "typecast" fyrir að leika aðeins í ákveðnum tegundum af kvikmyndum.

Loka einkunn: 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Steikt og nokkuð góð
Yndislega skemmtileg svört gamanmynd um nokkra leikara(leiknir af Ben Stiller, Robert Downey Jr, Jack Black o.fl.) sem halda til Asíu til að taka upp stríðsmynd en brátt ramba þeir á ósvikna morðingja og átta sig aðeins of seint á því að þetta er orðið full alvara. Svarti og steikti húmorinn í þessari mynd Tropic Thunder nær hátt upp í gæðaskalanum og hló ég töluvert að öllum kaldhæðnu bröndurunum. Leikararnir standa sig með prýði, Ben Stiller er frábærlega ýktur og yfirdrifinn, Robert Downey Jr þokkalega svalur sem Ástrali sem þykist vera blökkumaður og Jack Black sem virðist gera lítið fyrir söguna til að byrja með kemur á fullt skrið seinni partinn og málar bæinn rauðan. Tropic Thunder á sér fáa punkta sem ekki virka og munar ekki miklu að ég gefi henni 9/10 en ég ætla að gefa henni 8/10 því hún er ekki beint frábær heldur stórgóð skemmtun. En ég ætla að sjá hana aftur svo sannarlega. Kemur örugglega til með að eldast vel.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábærir Cruise og Downey
Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir að mæla eindregið með þessari mynd. Í fyrsta lagi mæli ég með því að fólk sjái hana til að sjá Tom Cruise dansa og bölsótast í hlutverki framleiðanda Tropic Thunder- mig langar næstum að sjá myndina aftur, svo skemmtilegur var hann. Í öðru lagi þarf að sjá þessa mynd til að fylgjast með Robert Downey Jr. í hluverki svarts manns ( reyndar var hann líka flottur sem ástralinn) en svo vel fór hann með hlutverkið að maður þurfti að minna sig á að þetta væri Downey, en ekki einhver allt annar. Svo mæli ég með myndinni til að sjá treilerana í byrjun, mjög skemmtilegt. Svo til viðbótar við þetta þá á Jack Black oft góða spretti, sérstaklega þegar hann er bundinn við tré, og Ben Stiller er frábær sem Simple Jack. Ekki má heldur gleyma Nick Nolte sem unun er að horfa á sem hermanninn sem samdi söguna Tropic Thunder.
Þó handritið mætti vera aðeins meira slípað og myndin renna betur, þá er þetta átta stjörnu mynd hiklaust vegna framangreinds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stríðsmynd með grín húmor!!!
Ben Stiller hefur ávallt náð að skemmta áhorfendum með sínum wacky myndum, þar sem hægt er að nefna myndir eins og Zoolander og Cable Guy. Nýjasta mynd hans, Tropic Thunder, er engin undantekning.

Fjallar um hóp kvikmyndagerðamanna sem ákveða að gera flottustu stríðsmynd ever. In fact, þeir ætla sér að gera hana svo real, að þeir senda aðalleikarana út á alvöru stríðssvæði til að taka upp myndina án þess að þeir hafa enga hugmynd um.

Tropic Thunder er, að mínu mati, frábær skemmtun. Með virkilega fínum húmor, miklum sprengingum og látum, og frábæra frammistöðu frá einum aðila. Ben Stiller skilar ávallt sínu, þó hann sé farinn að vera fastur í hálfgerðu rútínu hlutverki. Jack Black er einnig ágætur í hlutverki sem einn af aukaleikurunum. En sá sem er hvað skemmtilegastur í myndinni er Robert Downey Jr. Túlkun hans á svertingja er vægast sagt sprenghlægileg, og hef ég aldrei hlegið jafn mikið yfir grínframmistöðu.

Það sem að ég var einnig að fíla er að þeir sýna svona fake trailera í byrjun þar sem aðalsöguhetjur myndarinnar Tropic Thunder koma við sögu. Og eru þessir trailerar algjörir snilld, og hló ég alveg virkilega fyndið af þeim.

En yfir heildina, er þetta fínasta skemmtun sem allir ættu að geta notið í botn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.03.2022

Meira rugl og áfengi og alræmdir þrjótar

Það er aðeins eitt sem er öruggt um helgina - það verður hægt að hlægja frá sér allt vit og skemmta sér konunglega í bíó. Ástæðurnar eru tvær. Framhald íslensku gamanmyndarinnar Síðasta veiðiferðin, Allra s...

04.01.2019

Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður l...

29.09.2018

Ferrell með enskan framburð í fyrstu stiklu úr Holmes and Watson

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Holmes and Watson, með grín-tvíeykinu Will Ferrell og John C. Reilly, sem áður hafa ruglað saman reitum í myndum eins og Talladega Nights og Step Brothers, er komin út. Eins og sjá má ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn