Náðu í appið

U2 3D 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. maí 2008

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Tónleikamynd með U2 í þrívídd. Myndin var tekin upp á sjö mismunandi tónleikum í Vertigo tónleikaröðinni. Sveitin tekur marga góða smelli á borð við Vertigo, Beautiful Day, Sunday Bloody Sunday, Pride (In the Name of Love), Where the Streets Have No Name, One og With or Without You.

Aðalleikarar

Bono

Himself

The Edge

Himself

Adam Clayton

Himself

Leikstjórn

Handrit

Tímamótamynd
Fór á þrívíddartónleika með U2 í gærkveldi, íklæddur græna U2 bolnum til að samfagna 48 ára afmæli Bono. Tónlistakvikmyndin U2 3D var sýnd í Álfabakka á Hvítasunnudag en það voru því miður fáir á tónleikum. Myndin er unnin eftir nýrri tækni sem þróuð hefur verið hjá 3ality Digital og er hin magnaða rokkhljómsveit, U2 sem breiðir út tæknina í samstarfi við hina virta miðil National Geography. Fylgir hún eftir kvikmyndinni Rattle and Hum framleidd af U2-félögum fyrir 20 árum og braut sú kvikmynd ákveðið blað í rokksögunni.

Helsti gallinn við myndina U2 3D er að hún er of stutt. Rokktónleikarnir standa aðeins yfir í 85 mínútur og renna fjórtán lög í gegn en fyrir vikið er mörgum góðum lögum er sleppt. Hljóðið er mjög gott og myndataka stórgóð. Enda voru notaðar 18 tökuvélar á níu tónleikum í fimm löndum. Upplifunin er góð og Bono kemur nokkrum sinnum beint til okkar með boðskap sinn. Þetta er mjög vel gert hjá framleiðendum og fara þeir sparlega með það en í sumum þrívíddarmyndum er þetta bragð ofnotað. Flottasta sjónarhornið er þegar trommarinn Larry Mullen er sýndur við iðju sína, trommusettið er eins og frumskógur. Einnig er gaman að hvernig tónleikagestir sem sitja á herðum annara í þvögunni er nýttir í sviðsmyndina.

Ég fór á Vertigo tónleika fyrir þrem árum í London til að læra að aftengja kjarnorkusprengju og fór í gær til að rifja upp góða tíma. Búið er að taka út Afríkuboðskapinn í myndinni. Baráttunni gegn fátækt en Bono hvetur fólkinu í S-Ameríku til dáða í staðinn.

Þrátt fyrir að vera næstum kominn á tónleikastaðinn, þá nær myndin ekki upp stemmingunni sem er á tónleikum sjálfum. Gæsahúðin kemur ekki eins oft upp. Eitt lag sem er í myndinni hreif mig mjög og var ekki á tónleikum sem ég var á, en það er þegar Bono syngur lagið Miss Sarajevo. Þá nær hann vel til fólksins sem var stundum eins og stór síldartorfa í myndinni. Fagnaðarlæti þeirra voru ósvikin þegar hann tónaði efstu tóna og sló nærri út sjálfan Pavarotti. Mér fannst vanta örlita gleði í sveitina og tónleikagesti í byrjun myndarinnar en stemmingin eykst er á líður. Kanski er maður of upptekin af allri upplifuninni í þrívíddinni. Maður tekur eftir mörgun smáatriðum sem fóru framhjá á tónleikunum.

Að lokum hvet ég áhorfendur til að hlusta vel þegar lagið Pride kemur en það fer ekki framhjá neinum, það byrjar svo kröftuglega. Í upprunalega laginu syngur Bono, "Early morning April 4" en það er sögufölsun því Marteinn Luther var myrtur "Early evening April 4" eða klukkan 18.01 og er því sagan leiðrétt í myndinni.

Þetta er mynd sem allir U2 aðdáendur eiga að mæta á og einnig þeir sem ekki eru U2-aðdáendur. Þetta er mynd fyrir fólk sem hefur áhuga á tónlist og tækni, það fær helling fyrir tólfhundraðkallinn.

Ég skrifaði fyrir nær þrem árum pistil á Huga.is um Vertigo-tónleikana. Tengill í hann fylgir hér.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn