Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Diary of the Dead 2007

(Of the Dead 5)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Shoot the dead.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Aðalleikarar


Ok, þá er það fimmta “dead” mynd Romero. Fyrir þá sem ekki vita þá er George A. Romero goðsögn í heimi zombie mynda. Fyrstu þrjár myndirnar í seríunni eru dýrkaðar og dáðar af unnendum hryllingsmynda. Þegar Land of The Dead kom út 2005, 20 árum eftir síðust mynd, var eftirvæntingin rosaleg. Sú mynd var hinsvegar mikil vonbrigði og þar af leiðandi átti maður ekki von á miklu frá Diary. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skrifa uppvakningar ekki dagbækur, þeir eru frekar mikið heiladauðir. Dagbókin sem vísað er til er myndbandsupptaka sem á að vera raunveruleg í takt við Cloverfield, Rec og The Blair Witch Project.

Því miður var Diary ekki mikið betri en Land. Romero mistókst algjörlega að byggja upp spennu og ég þurfti hálfpartinn að pína mig í gegnum myndina vegna leiðinda. Ég mæli með að Romero horfi á REC til að sjá hvar hann klikkaði. Þessar nýju “dead” myndir eru engan veginn að standa undir þeim gömlu. Nú er kallinn búinn að búa til enn eina sem kemur út bráðlega. Af því að ég trúi ekki á kraftaverk þá held ég að við getum afskrifað hana. Horfið á Dawn of the Dead (1978) í staðinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Maður heldur að þetta sé rip-off af Blair Witch og
Næææææs mynd. Maður sér þessa hugmynd ,, hvað með ef eitthvað fólk er að taka upp stuttmynd og shit svo alltíeinu kemur eitthvað skrímsli og þau eru ennþá með videókameruna í gangi og svo sér fólk einnhverja kameru og svo *anda iiiiiiiiiinn* skoða þau myndavélina og sjá að það er eitthvað grumsamlegt í gangi". Þessi hugmynd er mjög sniðug en það fer eftir hvernig þú notar hugmyndina. Í þessari mynd er notað hana mjög skemmtilega. Þú sérð zombíana almennilega, myndavélin er í fókus og þú sérð þegar einnhver er drepin. Fólk sem vill einnhverja hryllingsmynd sem er eitthvað raunverulegt stöff í (Saw, Texas Chainsaw Massacre, Scream og I Know What you did last summer) ættu að kíkja aðeins á þessa. Þótt að allt dæmið er í þessari mynd er óraunverulegt as hell, þá er hún með þannig look að þú vilt ennþá horfa á hana. Maður hugsar svona hvað er í gangi, en fólk sem vill bara svona artie-myndir ættuð að kíkja á þessa. Í þessari er ekki svona leiðinlegar persónur eða illa skrifað handrit. Þessi mynd er ekki svona of-töff eða of-gorug. Hún er svona sniðug-gore. Myndin er langt í frá lík Land of the Dead. Land of the Dead er versta George A. Romero-myndin. Bara gore í henni og ekkert annað. Í þessari er enginn persóna lík, þú kynnist fleirum og fleirum. Það er ekki "bara" dráp í þessari. Það er söguþráður og hún er heldur ekkert illa leikinn. Það eru ekkert þekktir leikarar í myndinni en þótt að það sé ekki þá eru hún samt ágætlega vel leikinn.
Skemmtileg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn