Náðu í appið
Bönnuð innan 6 ára

Ronja Ræningjadóttir 1984

(Ronja Röverdotter)

Astrid Lindgrens rövarsaga, vildmarkssaga, kärlekssaga

126 MÍNSænska

Eina óveðursnóttina fæddist Matthíasi ræningjaforingja og Lovísu konu hans dökkeyg og svarthærð dóttir. Ronja var hún kölluð og ólst upp hjá foreldrum sínum og ræningjunum tólf í Matthíasarborg. Nóttina sem Ronja fæddist klauf elding Matthíasarborg í tvennt og dag nokkurn kemst Ronja að því að Borki er fluttur með ræningjahyski sitt í hinn helminginn... Lesa meira

Eina óveðursnóttina fæddist Matthíasi ræningjaforingja og Lovísu konu hans dökkeyg og svarthærð dóttir. Ronja var hún kölluð og ólst upp hjá foreldrum sínum og ræningjunum tólf í Matthíasarborg. Nóttina sem Ronja fæddist klauf elding Matthíasarborg í tvennt og dag nokkurn kemst Ronja að því að Borki er fluttur með ræningjahyski sitt í hinn helminginn af kastalanum, hinum megin við djúpu helvítisgjána. Borki var líka ræningjaforingi og keppinautur Matthíasar. Þennan dag hittir Ronja nefnilega son Borka, rauðhærðan ræningjastrák sem heitir Birkir. Þau eru jafngömul því hann fæddist sömu óveðursnóttina og hún. Þegar Birkir og Ronja hafa slegist og rifist og bjargað lífi hvors annars nokkrum sinnum verða þau svo góðir vinir að þau vilja ekki leyfa gömlum ættarríg að skilja sig að. En daginn sem Ronja tekur Birki fram yfir föður sinn vill hann ekki eiga hana að dóttur lengur. Hvernig á Ronja að gera upp á milli pabba síns og besta vinar síns?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn