Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Scream 3 2000

Justwatch

Frumsýnd: 31. mars 2000

Scream 3: The scare of the millennium!

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 41% Critics
The Movies database einkunn 56
/100
Courtney Cox og David Arquette fengu Teen Awards fyrir samleik. Naomi Campbell var tilnefnd til MTV verðlauna fyrir bestan leik.

Verið er að taka upp nýja kvikmynd, Stab 3, og morðingi gengur laus á sama tíma. Morðin vekja athygli sjónvarpsfréttamanns, fyrrum löggu og ungrar konu, sem mæta á upptökustað myndarinnar, sem er byggð á lífi þeirra sjálfra. Fljótlega átta þau sig á að þau eru í miðjum þríleik, og í þríleik getur allt gerst.

Aðalleikarar

David Arquette

Dewey Riley

Courteney Cox

Gale Weathers

Patrick Dempsey

Mark Kincaid

Scott Foley

Roman Bridger

Lance Henriksen

John Milton

Timo Mugele

John Milton

Jeff Buchanan

Tom Prinze

Emily Mortimer

Angelina Tyler

Parker Posey

Jennifer Jolie

Deon Richmond

Tyson Fox

Jeff Buchanan

Christine

Liev Schreiber

Cotton Weary

Patrick Warburton

Steven Stone

Jamie Kennedy

Randy Meeks

Roger Jackson

Ghostface (voice)

Roger Corman

Studio Executive

Josh Pais

Wallace

Lawrence Hecht

Neil Prescott

Kevin Smith

Silent Bob

Heather Matarazzo

Martha Meeks

Carrie Fisher

Bianca Burnette

Leikstjórn

Handrit


Þriðja Scream myndin segir frá því þegar enn einn morðingi í draugabúningi skýtur upp kollinum og tekst að hafa uppi á Sidney Prescott(Neve Campbell) sem er í felum. Morðinginn á einhver mál óleyst við Sidney sem undirritaður skilgreinir ekki nánar. Þessar Scream myndir verða stöðugt verri með hverjum kafla. Sú fyrsta er ágæt, númer tvö sæmileg en þessi er virkilega þreytt og jafnvel leiðinleg á köflum. Leikurinn er vondur, Courteney Cox er alveg hörmuleg, David Arquette ekkert skárri og Lance Henriksen virðist löngu útbrunninn. Jafnvel Neve Campbell á mjög bágt með að halda myndinni á floti sökum lélegs handrits þó svo að endaplottið sé eiginlega mjög gott og fær myndin hærri einkunn fyrir það eitt og sér. Í heildina er þessi mynd þurr og skortir allan djús úr fyrstu myndinni og þá er undirritaður ekki að meina að morðin séu færri eða minna krassandi heldur er stemningin í Scream 3 einhvernveginn leiðinlegri heldur en í forverunum tveimur. Þó svo að hún sé slæm þessi þá verðurðu eiginlega að sjá hana ef að þú hafðir gaman af hinum bara út af plottinu sem gefur manni nýja sýn á hinar. En þrátt fyrir allt var undirrituðum ekki skemmt og gefur eina og hálfa stjörnu í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scream3 er versta scream myndin til þessa enda Kevin Williamson farinn og Ehren Kruger kominn í staðinn en Kruger gerði hinar FRÁBÆRU Ring myndir og Skeleton key

hann skrifaði þær mjög vel en þetta handrit er á mörkunum að vera í neðarlagi hann er betri að skrifa frumlega og yfirnáttúrlega spennutrylla heldur en Hollywood unglinga morðingja myndir og Graven stendur sig því miður ekki vel.

Leikaranir hörmulegir,persónurnar leiðinlegar,óáhugaverðar og grútleiðinlegar og morðin léleg og svo bara einn morðingi.

Hinar scream voru frumlegar og voru að gagnrýna unglingahrollvekjur og ofbeldi í sjónvarpi og að Ameríkanar gera myndir um næstum alla raðmorðingja landsins en þetta er eins og það sem þeir Graven og Williamson voru að gagnrýna og gera grín af. Og var ég búinn að segja að leikararnir voru DRULLULÉLEGIR og maður leiður á Gale,Sidney og Dewey það hefði verið hægt að gera þessa betri en hún er hinsvegar ágætis kvöld spennumynd en þetta er ekki unglingahryllingsmynd.

Cotton Weary(Schreiber)er myrtur á meðan hann var að leika sjálfan sig í stab 3(stab myndirnar voru bygðar á atburðunum sem Sidney og Co. lentu í scream 1 og 2 og þetta er bara eitthvasð rusl framhald)og svo fara allir leikararnir að deyja ekki á ógeðsleganm eða subbulegann hátt eins og í hinum.

Sidney(Cambell)flutt útí rassgat og búin að breyta um nafn og Gale(Cox)er að berjast við að verða stórstjarna en er að gleymast og Dewey er leiðinlegri sem aldrei fyrr og er orðin lífvörður hjá einhverri B mynda leikkonu sem er að leika Gale í stab 3.

Mynd sem má sleppa en fyrir hörðustu Scream aðdáendur þá meiga þeir kíkja á þessa en bara ekki búast við Scream eða Scream 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Scream 3 er ein af þessum hryllingsmyndum sem hafa glataðan endi ég tek td. I still know ........, Urbran Legent og Scream 2 en allar þessar myndir eru ný tegund af hrollvekju ( sem nefnist unglingahrollvekja ). Leikarar myndarinnar eru algjörir B-myndaleikarar og fer þar í fararbroddi Neve Campell, einnig eru þau með leikara eins og Contrey Cox og David Arquette ( sem í raun og veru ætti að vera laungu dauður síðan í Scream 2 ). Engu að síður var þessi mynd betri en tvö myndin (enda þurfti nú ekki mikið til). Upprunarlega Scream myndin var eina myndin sem er góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd kl 24 á föstudag. Ég fíla hinar tvær Scream myndirnar mjög mikið en þessi er seinasta myndin og mér finst hún vera best af þeim öllum. það er meira grín og fleiri morð í þessari mynd og ég hef aldrei áður fengið svona mikið adrenalín kick í bíó-i, miklu meira en á hinum 2 myndunum. Ég gef Scream 1 þrjár stjörnur og Scream 2 tvær og hálfa stjörnu. En þessi er miklu betri og fær því fjórar stjörnur. Ég mæli með að allir fari á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

18.10.2011

Statham í Transformers 4 & 5?

Við sögðum frá því fyrir stuttu að forstjóri Hasbro teldi Transformers 4 ekki ólíklega. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, því myndirnar hafa malað gull í miðasölunni annað hvert ár síðan 2007 - sú síða...

01.09.2015

Wes Craven minnst

Kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven lést 30. ágúst af völdum illkynja heilaæxlis. Hans verður sárt saknað af hryllingsmyndaunnendum um heim allan. Hann var 76 ára gamall. Það eru ekki margir leikstjórar sem ná að marka stefnu í ákveðnum...

03.01.2012

Vanmetnustu/ofmetnustu myndir ársins

Dagarnir fyrir og eftir áramótin eru oftast mjög pakkaðir hjá okkur sem skrifa fyrir kvikmyndatengdan fjölmiðil, en þess vegna reynir maður að nýta þá eins vel og maður getur með því að búa til flottar samantektir...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn