Náðu í appið
Öllum leyfð

Jón Oddur og Jón Bjarni 1981

(The Twins)

Frumsýnd: 26. desember 1981

93 MÍNÍslenska
Giffoni Film Festival, 1982 - Verðlaun: Silver Award

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af "unglingaveikinni" og Magga litla systir sem á í mesta basli með... Lesa meira

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af "unglingaveikinni" og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn. Soffía ráðskona er einnig ómissandi hluti fjölskyldunnar en hún gætir drengjanna meðan foreldrarnir eru í vinnunni. En þótt þeir bræður séu svo lánsamir að eiga góða fjölskyldu eru það ekki allir. Jói hrekkjusvín sem býr á hæðinni fyrir neðan er ekki öfundsverður þegar móðir hans er að skammast og rífast í honum. Kannski væri hann ekki svona mikið hrekkjusvín ef hann hefði fengið öðruvísi uppeldi. Margar skemmtilegar persónur koma einnig við sögu, s.s. Lárus sem er vinur tvíburanna, Selma systir hans og margar fleiri. Myndin fjallar um það þegar bræðurnir laumast burt úr sumarbúðum með tveimur vinum sínum og lenda þeir í fjölda ævintýra. Þeir komast hins vegar að því að þeir eru ekki einir í heiminum.... minna

Aðalleikarar


Ari er með hlaupabólu og við feðgarnir höfum verið að kíkja á nokkrar myndir saman upp á síðkastið. Við horfðum á þessa í gær, alveg þvílíkt langt síðan ég hafði séð hana. Mér fannt mest gaman að sjá Vesturbæinn og Seltjarnarnesið árið 1981. Mýrarnar voru auðar, engin Þjóðarbókhlaða og bara frekar tómlegt. Einu góðæri síðar og það er allt annað að sjá pleisið. Myndin er byggð á bók Guðrúnar Helgadóttur og Egill Ólafsson sér um tónlistina auk þess að leika pabba strákanna. Myndin hefur kannski ekki elst of vel en hún virkaði eins og tímavél á mig. Ari hafð gaman af prakkarastrikum bræðranna og mér fannst gaman að sjá frumraun eins af okkar bestu leikstjórum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.04.2020

Bílabíó við Smáralind - Þrjár myndir á tveimur dögum

Eins og reglulegir bíófarar vita hafa kvikmyndahús lokað dyrum í ótilgreindan tíma í ljósi faraldurs. Þó hefur vonin ekki verið öll fyrir fólk sem vill sækjast í kvikmyndaupplifun utan heimastofunnar, en á dögunum var haldið b...

19.03.2013

Íslensk kvikmyndahelgi

Tugir íslenskra kvikmynda verða sýndar um allt land næstkomandi helgi og er frítt inn á þær allar. Tilefnið er hækkun framlaga í Kvikmyndasjóð Íslands og þar með bjóða íslenskir kvikmyndagerðarmenn, í samstarfi...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn