Okkar á milli
Bönnuð innan 16 ára
DramaÍslensk mynd

Okkar á milli 1982

(Inter Nos)

Frumsýnd: 14. ágúst 1982

92 MÍN

Okkar á milli er ólík fyrri myndum Hrafns. Hún er djörf tilraun til að brjóta upp hina hefðbundnu frásagnaraðferð kvikmyndarinnar, full af ógleymanlegum senum, þar sem myndmálinu er beitt til hins ýtrasta. Tónlistin í myndinni vakti feiknamikla athyggli og kom út á sérstakri hljómplötu ot titillagið „Draumaprinsinn“ með Ragnhildi Gísladóttur var valið... Lesa meira

Okkar á milli er ólík fyrri myndum Hrafns. Hún er djörf tilraun til að brjóta upp hina hefðbundnu frásagnaraðferð kvikmyndarinnar, full af ógleymanlegum senum, þar sem myndmálinu er beitt til hins ýtrasta. Tónlistin í myndinni vakti feiknamikla athyggli og kom út á sérstakri hljómplötu ot titillagið „Draumaprinsinn“ með Ragnhildi Gísladóttur var valið vinsælasta lag ársins 1983. Myndin var útnefnd sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunakeppninnar 1983 og hefur verið sýnd víða um heim. Annaðhvort er myndin lofuð í hástert sem meiriháttar listaverk eins og t.d. kvikmyndagagnrýnandi Le Monde Gerði, eða menn hafa fordæmt hana sem fullkomið flop. ... minna

Aðalleikarar

UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Ekki eins og hinar
Oft finnst mér fólk koma með stereotýpu á íslenskar kvikmyndir, og þegar ég segi fólk, þá er ég að tala um sjálfan mig. Þær eru ekki með neinn endi, þær eru hitt, þær eru þetta, þær eru allar eins. Okkar á milli er ekki eins og allar hinar myndirnar. Og í raun eru íslenskar kvikmyndir allar einstakar. En Okkar á milli fer nýjar slóðir, og ég hef ekki séð neinn þora að fara sömu spor aftur. Víðlinsan er mikið notuð. Tónlistin er hrá og spennandi. En það skemmtilegasta við hana er hugmyndaflugið sem aðalpersónan hefur. Eftir að missa besta vin sinn þá fer hann svolítið að missa vitið, og við sjáum hann í mjög venjulegum aðstæðum og fáum innsýn í þær hugsanir sem koma upp í kollinn á honum. Ég veit ekki hvort að ég hafi fengið neitt sérstaklega út úr því að horfa á hana, skildi ekki neitt eftir sig nema bara „vá, ég hef ekki séð svona mynd áður“.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn