Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Stóra planið 2008

(The Higher Forces)

Justwatch

Frumsýnd: 28. mars 2008

Næstum því gangstermynd

90 MÍNÍslenska

Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi. Síðan þá hefur hann öðlast sáluhjálp í kínversku sölumyndbandi sem kallast The Higher Force eða Stóra Planið eins og Davíð kýs að kalla það. Davíð kynnist einmana grunnskólakennara Haraldi (Eggert Þorleifsson) sem skynjar þörf unga mannsins fyrir leiðsögn í lífinu og tekur... Lesa meira

Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi. Síðan þá hefur hann öðlast sáluhjálp í kínversku sölumyndbandi sem kallast The Higher Force eða Stóra Planið eins og Davíð kýs að kalla það. Davíð kynnist einmana grunnskólakennara Haraldi (Eggert Þorleifsson) sem skynjar þörf unga mannsins fyrir leiðsögn í lífinu og tekur hann upp á sína arma. Þegar Davíð trúir Haraldi fyrir því að hann sé meðlimur í glæpagengi umturnast Haraldur sjálfur í glæpakóng. Haraldur segist allt í einu fá sendingar að utan með leynilegum varningi, eiga fullt af íbúðum og vera með marga grunsamlega menn í vinnu. Í handrukkargenginu er alltaf verið að gera lítið úr Davíð fyrir kveifskap. Það breytist þegar Davíð segist þekkja Harald hinn mikla glæpakóng. Við þetta verður Davíð aðalnúmerið, maðurinn sem leggur líf sitt og limi í hættu til að njósna um hinn hættulega grunnskólakennara.... minna

Aðalleikarar

Fátækur námsmaður
Þessi mynd var svosem ágæt á köflum en frekar langdregin að mínu mati. Það versta var peningurinn sem fór í þessi ósköp! Þegar maður borgar 1200 inn á mynd vill maður nú helst að það sé peningsins virði og ég get ekki sagt að svo hafi verið í þetta skiptið!

Svo var ég með ungum krökkum á þessari mynd og sum atriðin voru fyrir minn smekk frekur ósmekkleg þegar aldurstakmarkið er 10 ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skil ekki afhverju hún var framleidd?
Mér finnst alltof langt síðan að það hefur komið út skemmtileg íslensk glæpa grínmynd sbr. Sódóma. Og svo sá ég trailerinn af "stóra planinu" og varð nokkuð spenntur fyrir henni. Hún virtist hafa allt, frábæra leikara, skemmtilegt handrit, annar leikstjóri en baltasar og fleira. En því miður verður að segja að þetta voru þvílík vonbrigði.

Myndin byrjaði svo sem ágætlega og komu nokkrar fyndnar senur þegar það var verið að kynna aðal karektirinn: Davíð. Leikinn af Pétri Jóhanni Sigfússyni. En það varð þreytt eftir svona 15 mínútur.
Það voru örfáir broslegir brandarar í myndinni, myndartakan var léleg, söguþráðurinn var þunnur og fyrirsjáanlegur og plottið var ömurlegt. Í raun finnst mér handritið það slæmt að það hefði alls ekki átt að framleiða þessa mynd. Ég virði alla sem komu að myndinni því allir hafa gert eitthvað sem er í uppáhaldi hjá mér, en eins og ég sagði þá var handritið það lélegt að það var ekkert hægt að gera með þetta þó að gott fólk var á bakvið myndina.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Semi-Íslenskur Sori
Því miður varð ég fyrir stórvonbryggðum þegar ég fór með félögum mínum til að sjá "Stóra Planið", frá því sem ég hafði lesið fyrir einvherjum mánuðum, og séð í bíóbrotum(sem sögðu lítið) þá átti þetta að vera einhverns konar íslensk "Kung Fu" mynd sem væri einnig hálfgerð gamanmynd. Í staðinn hafði ég borgað 1200 Kr fyrir að sjá eina verstu þvælu sem íslensk kvikmyndagerð hefur spýtt úr sér í gegnum árin.

Ég ætla að tala um myndina í þremur hlutum hennar(engir spyllir):

1 Hluti: Við fáum hér að kynnast því hvað heillaði Davíð í æsku án þess hvað gerðit sem hafði svo mikil áhrif á líf hans, við fáum að kynnast því hvað myndin ætlar að bjóða upp á.Við fáum þennann fýling að myndin gæti ekki verið jafn fyndin og hún lætur okkur halda, við sjáum að næstum allt sem við höfum séð í íslenskri kvikmynd enn og aftur.

2. Hluti:
Við kynnumst fleiri persónum en þær virðast ekki þjóna miklum tilgangi heldur eru þær aðeins þarna til að auka við persónur í myndinni. Klisjur fara hér að sjást mun betur fyrir áhorfendanum og við sjáum að við höfum verið blekt í að sjá myndin á fölsum forsendum. Reynt er að koma inn óþægilegu drama án þess að láta það þjóna einvherjum sér tilgagni.

3. Hluti:
Hér höfum við algjörlega kynnst því hvernig mynd þetta er: alls ekki fyndin, klsijukend, ónauðsynleg, gagnslauslegt handrit og stenfir ekki neitt þegar við höldum að hún stefni á eithvað almennilegt í söguþræðinum. Persónur fara að breytast óþægilega hratt í fáránlegri persónur sem greinilega hefur ekkert verið hugsað út í almennilega. Hægt og hægt byrjar hatur gagnvarts myndinni þegar seinustu tíu mínúturnar hefjast og við endann er okkur skítsama um þessa mynd og langar til að heimta peninginn til baka.

Þegar allt kemur til alls myndi ég ekki mæla með þessari ræmu fyrir neinn nema sú manneskja horfir á hvaða íslensku þvælu sem til er. Ég skil það vel að sumir gæti séð eithvað gott við myndina en hún er bara of uppspunin rétt fyrir gerð að hún lætur allt út um hvar í myndinni þeir voru að spuna. Ekki lát ég mig sjálfann horfa á þessa nema mér verði borgað fyrir það... Háa upphæð. Mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

09.08.2016

Lúsifer fær Imperioli

Michael Imperioli sem lék m.a. í mynd Ólafs Jóhannessonar Stóra planið og hlutverk Christopher Moltisanti í The Sopranos þáttunum vinsælu, hefur verið ráðinn í hlutverk engils í annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Lucif...

07.01.2015

Borgríki 2 til Rotterdam

Borgríki 2 – Blóð hraustra manna, nýjasta kvikmynd Ólafs de Fleur Jóhannessonar, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í Hollandi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá K...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn